Fréttatíminn - 18.03.2016, Page 72
72 | fréttatíminn | Helgin 18. mars–20. mars 2016
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Faxafeni 8 // 108 Reykjavík
Sími 534 2727 // www.alparnir.is
www.alparnir.is
Góð gæði
Betra verð
✓
✓
25 - 50% afsl. af skíðavörum til páska.
Skíðahjálmar og
bakhlífar 30 - 50% afsl.
Gönguskíðabúnaður 30% afsl.
Svigskíðabúnaður
30 - 50% afsl.
Fjallaskíðabúnaður 25% afsl.
Skíðafatnaður 50% afsl.
Snjóbrettabúnaður 40-50% afsl.
Skíðapokar og skótöskur 30% afsl
PÁSKASPRENGJA
TAKMARKAÐ
MAGN
Uppistandarinn, textasmiðurinn og magadans-
mærin Þórdís Nadia Semichat er stödd í lyftunni
hans Spessa, ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni
á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir
hússins segir Þórdís frá áfallinu þegar hún fylgd-
ist með andlega veikum aðstandanda hóta að
kasta sér fram af svölum með barn í fanginu.
„Á lokaárinu mínu
við Listaháskólann
upplifði ég mikla
sorg og depurð. Einstaklingur sem
er mér nákominn veiktist andlega.
Í fyrstu fór hann að haga sér furðu-
lega, með skrítnar samsæriskenn-
ingar, en á skömmum tíma ágerðist
það verulega,“ segir Nadia.
Veikindi einstaklingsins höfðu
djúpstæð áhrif á Nadiu en hún
varði miklum tíma í að sannfæra
hann um að leita sér hjálpar á geð-
deild. „Það var barn í spilinu sem
gerði þetta bæði flóknara og erfið-
ara. Veikindin náðu hátindi þegar
hann læsti sig og barnið sitt inni
og ætlaði að kasta sér fram af svöl-
unum með það í höndunum.“
Kallað var til lögreglu og hafði
einstaklingurinn þær ranghug-
myndir að lögreglan ætlaði sér
að drepa sig og barnið. „Ég var á
staðnum og tókst einhvern veginn
að ná barninu af honum áður en
sérsveitin kom,“ lýsir Nadía með
grátstafinn í kverkunum. „Hann
var handtekinn fyrir framan okkur
með látum og barnaverndarnefnd
blandaði sér í málið. Þetta var gríð-
arlegt áfall sem kristallaðist þegar
þáverandi kærastinn minn, sem ég
var í fjarsambandi með, hætti með
mér í gegnum tölvupóst. Mér leið
eins og ég hefði misst þrjá einstak-
linga á einum degi.“
Nadia segir námið hafa bjargað
sér. „Ég var með svipuna á bakinu
og ætlaði mér að útskrifast. Þegar
maður upplifir slíka lægð er að-
eins ein leið, upp.“ Nadia tók að
semja uppistönd og fann sínar
hæstu hæðir í því. „Uppistandið
herðir mann gríðarlega og kennir
manni að gefast ekki upp. Ég nota
sögur úr eigin lífi og komst að því
að hægt er að nýta erfiða reynslu í
eitthvað jákvætt, uppbyggilegt og
stundum fyndið.“ | sgk
Lyftan #10
SpessiNotar harminn í
uppistandið
Þórdís Nadia notar erfiða reynslu sem efnivið í uppistand
og segir harminn geta verið fyndinn líka.
Í gæludýrabúð í Kópavogi hafa búið
mörg mögnuð dýr, en samkvæmt
eigendum búðarinnar Furðudýr
og fylgifiskar stendur hunangspáf-
inn Brandur upp úr. Hann var einn
þeirra fugla sem geta lært orð og
kunni að kalla nafn eiganda síns og
að skamma. Hið síðarnefnda not-
aði hann óspart og átti það jafnvel
til að skamma börn eigandans, ef
honum fannst ástæða til. Eitthvert
skiptið var eigandinn með fugla í
pössun, í búrum inni á skrifstofu
sinni. Brandur flaug í það mál að
opna hvert einasta búr með goggn-
um svo þeir sluppu úr búrunum.
Eftir á mátti svo heyra hann hrópa
á sjálfan sig: Skamm! Mikið skamm!
Brandur var að mestu laus inni í
gæludýrabúðinni og fór jafnvel út í
trén fyrir utan að leika sér, en aldrei
lengra en það. Lengi vel svaf hann
í rúmi hjónanna sem áttu hann, á
milli þeirra, og goggaði í þau ef hon-
um fannst þjarmað að sér í svefni.
Svo vaknaði hann og settist á enni
eigandans og beið þar spakur þar
til hann vaknaði. Yfirleitt gladdi
hann gesti búðarinnar, en honum
var þó uppsigað við einn ungling
sem þangað kom. Sá gerði þau mis-
tök að koma inn í alhvítum fötum
og skeit Brandur lárétt á hann.
Svo virtist sem þetta brot Brands
væri einsdæmi, en þegar sami ung-
lingur hætti sér aftur í búðina tók
Brandur sig til og endurtók hrekk-
inn. Skemmst er frá því að segja að
téður unglingur hefur ekki hætt sér
aftur í gæludýrabúðina í Kópavogi.
Líf mitt sem páfagaukur
Skammandi og hrekkjandi
Hunangspáfinn Brandur var magnaður fugl og eftirminnilegur eig-
endum gæludýrabúðarinnar Furðudýr og fylgifiskar.