Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 2

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 2
Úr nýjum siða- reglum þingsins Meginreglur um hátterni. 5. gr. Alþingismenn skulu sem þjóðkjörnir fulltrúar: a. rækja störf sín af ábyrgð, ráðvendni og heiðarleika, b. taka ákvarðanir í almannaþágu án þess að vera bundnir af fyrirmælum sem kunna að vera í andstöðu við siðareglur þessar, c. ekki kasta rýrð á Al- þingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni, d. nýta þá aðstöðu sem þeim er veitt við störf sín með ábyrgum hætti, e. ekki nýta opinbera stöðu sína til persónu- legs ávinnings fyrir sig eða aðra, f. greina frá öllum hags- munum sem máli skipta og varða opin- bert starf þeirra og leysa úr árekstrum sem upp kunna að koma með almannahag að leiðarljósi, g. efla og styðja grund- vallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi. Við upphaf þingsetu sinnar og að lokinni kynn- ingu á siðareglum þessum skulu alþingismenn afhenda forseta Alþingis undirritaða yfirlýsingu um að þeir skuldbindi sig til þess að hlíta þeim. Yfirlýs- inguna skulu þeir afhenda forseta Alþingis. Sama gildir um varaþingmenn sem hafa setið samfellt í fjórar vikur. Verkamenn sem eru hér í óleyfi og greiða ekki skatta eiga engan rétt á slysabótum og læknisþjónustu ef þeir slasast. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Lithái á fertugsaldri, sem starfaði á íslensku gistiheimili og slasaðist við störf, hafði samband við verka- lýðsfélagið Framsýn og óskaði eftir liðsinni félagsins. Hann slasaðist ekki lífshættulega en var óvinnu- fær eftir að hafa lent í bílveltu. Þegar farið var að skoða málið reyndist maðurinn ekki vera til á Íslandi, hann var ekki með leyfi til að starfa hér, ekki með kennitölu, hvað þá skattkort. Þegar farið var að skoða hans mál reyndist hann fá greidd laun á bankareikning er- lendis. Slík mál eru að færast í vöxt í þenslunni, þótt almennt séu fyrir- tæki með hlutina í lagi. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélagsins Framsýnar, segir að slík mál komi of oft upp. Oftar en ekki gufi mennirnir upp þegar farið sé að kafa ofan í þeirra mál. Mennirnir eiga engan rétt til slysabóta ef eitthvað kemur fyrir en verkalýðsfélögin hafa samt reynt að liðsinna þeim og kanna rétt þeirra til bóta hjá tryggingafélagi fyrir- tækjanna sem eiga í hlut, nema þegar þeir hverfa úr landi. Framsýn hefur ennfremur þurft að hafa afskipti af sextíu útlending- um en meirihluti þeirra starfaði við virkjunarframkvæmdir á Þeista- reykjum og var með laun undir lágmarkstöxtum. Í einu tilfelli var um að ræða fyr- irtæki með hóp af mönnum í vinnu sem voru hér í óleyfi enda reyndust þeir ekki skráðir inn í landið, né heldur með kennitölu. „Við stöndum bara vaktina og lát- um engan komast upp með neitt,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að þetta séu oftast pólskir verkamenn sem komi hér á vegum undir- verktaka sem starfi samkvæmt tvísköttunarsamningnum. „Þessir undirverktakar líta á Ísland sem land tækifæranna og ætla að troða á réttindum fólks.“ Verkalýðsmál Ósýnilegir verkamenn við störf Lithái slasaðist í svartri vinnu Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar. Aðalfundur BÍ 2016 Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. Hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá: • Venjuleg aðalfundarstörf • Skýrslur frá starfsnefndum • Kosningar* • Lagabreytingar • Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Alþingi Tortólamálið er heit kartafla Telur að siðaráð þingsins ætti að skoða málið Formaður efnahags- og við- skiptanefndar telur að mál for- sætisráðherrans og eiginkonu hans, sem varðar eignarhalds- félag í skattaskjóli, eigi kannski helst heima á borði nýs siðaráðs þingsins. Forseti þingsins hefur ekki myndað sér skoðun á því. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segist telja að nýstofnað siðaráð þingsins ætti að skoða mál Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar for- sætisráðherra og eignarhaldsfélags- ins Wintris sem var skráð á Tortola á Bresku Jómfrúareyjunum og er í eigu eiginkonu hans. Hann segir alls ekki liggja beint við að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjalli um málið. „Það hefur ekki komið til tals að taka þetta mál sérstaklega á dagskrá,“ segir hann. Hann segir að nær væri að forsætisnefnd þingsins fjalli um hvort ekki eigi að vísa því til siðaráðsins, samkvæmt nýsettum reglum um hátterni þingmanna.“ „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því hvort siðaráð þingsins eigi að fjalla um málið,“ segir Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins. „Ég hef bara ekki hugleitt það og treysti mér því ekki til að segja neitt um það.“ Ögmundur segir að það verði að upplýsa málið með formlegri hætti en hafi verið gert. Forsætisráðherra verði að gera hreint fyrir sínum dyrum með því að leggja allar staðreyndir fram. Síðan sé hægt að draga af þeim álykt- anir. Dómsmál Lokað á Nígeríska fjölskyldu Alvarlegt ef hælisleit- endur fá ekki gjafsókn Hælisleitendur sem ekki hafa efni á lögfræðiaðstoð eiga fá úrræði. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is „Gjafsóknarnefnd virðist ætla að hætta að veita gjafsókn í málum hælisleitenda og það er sérstak- lega alvarlegt mál. Afleiðingar þess eru að það verður enn ólík- legra að lögmenn taki mál þeirra að sér, þar sem hælisleitendur eru efnalítill minnihlutahópur, sem getur sjaldnast borið mörg hundr- uð þúsund króna málskostnað,“ segir Claudie A. Wilson, lög- fræðingur Reginu Osarumaese og fjölskyldu hennar, sem synjað var um hæli hér á landi í síðustu viku. Reginu reyndist erfitt að verða sér úti um lögfræðiaðstoð eftir að máli þeirra lauk í stjórnsýslunni. Claudie segir illt í efni ef hælis- leitendum sé gert að ganga á milli lögfræðinga og biðja um aðstoð sem þeir hafa ekki efni á. Rauði krossinn sér hælisleitend- um fyrir aðstoð þangað til beiðni þeirra um hæli er tekin fyrir, en sé beiðninni hafnað eru hælis- leitendurnir einir á báti, hafi þeir ekki efni á lögfræðingi eða fái gjafsókn, sem ekki er algengt. Lögfræðistofa Claudie hefur nú tekið að sér mál fjölskyldunnar, en áður en fjölskyldan leitaði til hennar hafði hún leitað til fjöl- margra lögmanna í leit að lög- fræðiaðstoð. Eins og Stundin sagði frá í vik- unni kom fjölskyldan til Íslands til að leita að betra lífi fyrir börn sín. Fjölskyldufaðirinn, Eugene Imotu, er í hungurverkfalli og liggur inni á geðdeild Landspítal- ans. Annað barn þeirra fæddist hér á landi fyrir einu og hálfu ári og hitt er í leikskóla í Keflavík. Bæði þekkja börnin ekki annað en líf á Íslandi. Hvað er gjafsókn? Gjafsókn er notað bæði um gjafsókn og gjafvörn. Gjafsókn er veitt vegna mála sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Gjafsókn er aðeins veitt einstak- lingum en ekki lögaðilum. Hver sá einstaklingur sem getur átt aðild að dómsmáli hér á landi, án tillits til ríkisborgararéttar, getur átt rétt til gjafsóknar. Gjafsókn verður ekki veitt eftir að dómur hefur verði kveðinn upp. Efnahag umsækjanda um gjafsókn þarf að vera þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði hon- um fyrirsjáanlega ofviða. Regina og Eugene ásamt sonum sínum, Felix og Daniel. Öll spjót standa nú á Sigmundi Davíð Gunnlausgssyni og þess krafist að hann geri hreint fyrir sínum dyrum. Annþór Karlsson og Börkur Birgisson voru sýknaðir af ákæru um að hafa veitt sam- fanga sínum á Litla-Hrauni, Sigurði Hólm Sigurðssyni, áverka sem drógu hann til dauða. Rúmlega 30 milljóna málskostnaður fellur á ríkis- sjóð. Dómur var kveðinn upp í Héraðs- dómi Suðurlands í gær, miðviku- dag, en tæp fjögur ár eru liðin frá því að Sigurður Hólm fannst látinn í klefa sínum. Meðal rannsóknargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavél- um sem sýndu Annþór og Börk fara inn í klefa Sigurðar skömmu áður en hann lést. Talið er að Sigurður hafi fallið á eitthvað í klefanum eða að honum hafi verið veittur áverki á kvið í klef- anum og hafi þessi áverki orsakað rof á miltað og miltisbláæðina með þeim afleiðingum að honum blæddi út í kviðarholið. Ákærðu neituðu allan tímann sök og kannast hvorugur þeirra við að hafa veitt Sigurði áverka. Í dómnum segir að ekki sé loku fyrir það skotið að aðrir hafi haft möguleika á því að veita Sigurði þá áverka sem drógu hann til dauða. Þá sé ekki heldur hægt að útiloka að fall í klefanum hafi orsakað áverkann. Að mati dómsins leikur því það mikill vafi á sekt ákærðu að ekki verður hjá því komist að sýkna þá. Saksóknari krafðist tólf ára fang- elsis en Annþór og Börkur afplána nú þegar 6 og 7 ára fangelsisdóma fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Fréttatíminn hefur fjallað ítarlega um lífshlaup Sigurðar Hólm und- anfarið, en hann var 49 ára þegar hann lést og hafði þá dvalið í 35 ár á stofnunum, 25 í fangelsi og 10 ár á barnaheimilinu á Kumbaravogi en þangað var hann fluttur eftir hrotta- legt ofbeldi sem hann varð fyrir á heimili sínu sem barn. | þká Dómsmál Fjögur ár síðan Sigurður Hólm Sigurðarson lést Annþór og Börkur sýknaðir í héraði Sigurður Hólm. 2 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.