Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 4
Lögregla hefur lagt hald á um 1400 grömm af kókaíni og fjórar
milljónir í reiðufé vegna málsins. Mynd frá Keflavíkurflugvelli.
Fíkniefni Fjögur burðardýr á vegum sama fíkniefnainnflytjanda
Nígerískur ríkisborgari
skipulagði smyglið
Lögreglan og tollverðir á
Keflavíkurflugvelli hand-
tóku fjóra einstaklinga
á skömmum tíma fyrir
innflutning á kókaíni. Öll
virðast þau hafa komið
hingað til lands á vegum
sama manns og verið lofað
greiðslu fyrir viðvikið.
Atli Þór Fanndal
ritstjorn@frettatiminn.is
Alls er um að ræða tæplega 1400
grömm af kókaíni sem lögregla
lagði hald á, á tveggja mánaðar
tímabili í lok síðasta árs. Þá hefur
lögreglan fjórar milljónir króna í
peningum. Þar af tæplega 20 þús-
und evrur.
Nígerískur ríkisborgari, Christian
Sunday, var handtekinn í nóvem-
berlok vegna málsins. Lögregla
telur ljóst að fíkniefnin hafi verið
ætluð í sölu og dreifingu á Íslandi.
Christian er með ítalskt dvalarleyfi.
„Hann er hvergi skráður til vinnu
hér á landi og er ekki í hælismeð-
ferð,“ segir í skýrslu lögreglu. Sam-
kvæmt heimildum Fréttatímans er
Christian farinn af landi brott.
Tollverðir höfðu afskipti af ungri
konu við komu hennar frá Berlín
í byrjun október. Við leit fundust
tvær pakkningar með fíkniefnum
innanklæða. Við nánari skoðun
kom í ljós að konan var með pakkn-
ingu af fíkniefnum í leggöngum.
[Hún] „fjarlægði þá pakkningu og
afhenti lögreglu,“ segir í lögreglu-
skýrslu vegna málsins. Tæplega sex
hundruð grömm af kókaíni voru
handlögð í málinu. Í samtali við toll-
gæslu viðurkenndi konan að hafa
komið hingað til áður. Rannsókn
lögreglu leiddi í ljós að konan kom
einnig hingað til lands í lok ágúst.
Í lok október hafði lögregla af-
skipti af tveimur mönnum sem
komu frá Brussel og höfðu fíkni-
efni innvortis. Við yfirheyrslu kom
fram að þeir hefðu komið hingað til
lands í þeim tilgangi að flytja fíkni-
efni. Samtals voru mennirnir með
tæplega 500 grömm af fíkniefnum
innvortis. Við yfirheyrslu lögreglu
kom fram að þeim hafi verið lofað
um 500 evrum, um 70 þúsund
krónum, að launum fyrir viðvikið.
Mönnunum hafði verið gert að fara
á gistiheimili í Skipholti. Þar áttu
þeir að skila af sér fíkniefnunum og
vera fluttir á annað gistiheimili áður
en þeir færu úr landi.
Rúmum mánuði síðar var svo
kona handtekin við komu frá Brus-
sel með fíkniefni innvortis. Í það
skiptið fundust um 300 grömm af
kókaíni. Við vitnaleiðslur kom fram
að konan hefði átt að fá 750 evrur,
rúmlega 100 þúsund krónur, að
launum fyrir flutning fíkniefnanna.
Við rannsókn málsins varð ljóst
að öll voru burðardýrin á vegum
sama aðila. Við handtöku og húsleit
var, eins og áður, segir gert upp-
tækt talsvert magn fjármuna. Þá var
leitað í bifreið sem maðurinn hafði
til afnota. Í bílnum „fannst töluvert
magn fjármuna, samtals 551.899
íslenskar krónur og 5 evrur.“ Bílinn
sem um ræðir var skráður á ís-
lenska konu sem virðist ekki talin
tengjast málinu með beinum hætti.
Í samtali við Fréttatímann sagðist
konan vinna að því að afskrá bílinn
af sínu nafni. Hann væri ekki henn-
ar eign. Hún sagðist þekkja til hins
grunaða en að hún ætti bílinn ekki
og vissi ekkert um málið og hefði
ekkert vitað fyrr en lögregla kallaði
hana til skýrslutöku vegna bílsins.
Af magni fíkniefna, tíðni inn-
flutnings og þess fjár sem lögregla
gerði upptækt virðist Christian hafa
verið nokkuð virkur við sölu og inn-
flutning fíkniefna á meðan á dvöl
hans stóð. Í skýrslu lögreglu kemur
fram að sýni sem sent var til rann-
sóknar hafi styrkur kókaíns reynst
35 prósent. Lögregla fékkst ekki til
að tjá sig um málið þegar þess var
leitað.
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Göngugleði í svissnesku Ölpunum
Fararstjóri: Aðalsteinn Jónsson
Komdu með í þægilega gönguferð um glæsilega fjallasali
svissnesku Alpanna, þar sem hæsti tindurinn, sjálfur
Matterhorn, trónir yfir. Við göngum yfir grösug engi,
gegnum forna lerkiskóga, að fjallavötnum og sjáum fjölda
huggulegra fjallaþorpa. Einn gististaður og dagsferðir í
frábærum félagsskap!
Verð: 249.200 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
30. júlí - 6. ágúst
Því fer fjarri að Evrópa standi nú frammi fyrir nýjum
raunveruleika í kjölfar hryðjuverka í Belgíu og Frakklandi
síðustu misserin. Þegar horft er yfir lengra tímabil sést að
dauðsföll vegna hryðjuverka voru miklum mun algengari
í Evrópu á áttunda og níunda áratugnum og fram eftir
þeim tíunda. Hryðjuverkum fækkaði í kjölfar friðarsamn-
inga við Írska lýðveldisherinn og frelsishreyfingar Baska á
Spáni undir lok síðustu aldar. Hryðjuverkin að undanförnu
benda til aukinnar hættu frá því var á allra síðustu árum
en ekki þegar horft er eilítið lengra aftur. | gse
Damian ásamt tíkinni Amy, sem
er eiganda sínum afar dýrmæt.
Dýravernd Engin viðbragðsáætlun í einangrunarstöðinni
Ætluðu að senda fótbrotinn hund úr landi
Tvítugur strákur stóð
frammi fyrir því að senda
átti hundinn hans úr landi
eftir að það uppgötvaðist
í einangrunarstöðinni í
Höfnum að hann væri fót-
brotinn.
Matvælastofnun vildi senda lítinn
hvolp úr landi eftir að hann fót-
brotnaði, að því er virðist í einangr-
unarstöðinni í Höfnum eða á leið
þangað frá flugvellinum. Ekki er vit-
að hvernig tíkin tvíbrotnaði á fæti.
Hundurinn hafði þó verið skoðaður
af dýralækni frá Matvælastofnun við
komuna til landsins og reynst við
fulla heilsu
Eigandinn, Damian Davíð, er
tvítugur en tíkin hans, Amy, er sjö
mánaða fiðrildahundur.
Eftir að fótbrotið uppgötvaðis og
tæpri viku eftir að hundurinn kom í
stöðina, var Damian boðaður á fund
með dýralæknum frá Matvælastofn-
un og sagt að hundurinn þyrfti að
fara úr landi með næsta flugi. Vegna
sóttvarna mátti ekki fara með hund-
inn á dýraspítala og ekki var talið að
aðstaðan í stöðinni væri nógu góð
til að hægt væri að framkvæma að-
gerðina.
„Fyrst fór ég bara að gráta, en
leitaði síðan Dýraverndarsam-
bandsins,“ segir Damian David. „Ég
gat ekki látið tíkina vera fótbrotna í
stöðinni og heldur ekki hugsað mér
að senda hana úr landi.“
Eigandi hundsins leitaði til Hall-
gerðar Hauksdóttur, formanns Dýra-
verndarsambandsins, en hún fór
með honum á fundinn. Eftir hörð
skoðanaskipti ákváðu fulltrúar Mat-
vælastofnunar að bakka og leyfa eig-
andanum að kalla til dýralækni til að
gera aðgerð á hundinum og hætta
við að senda hann úr landi.
Hallgerður Hauksdóttir segir í
samtali við Fréttatímann að það sé
vont mál að eina stofnunin sem hafi
lögformlega stöðu til að tala fyrir
dýravernd í landinu hafi vikið þeim
sjónarmiðum til hliðar fyrir sótt-
varnarhlutanum sem stofnunin ber
einnig ábyrgð á.
Eigandi hundsins hafði varið
nær 700 þúsundum í að flytja inn
hundinn og greiða fyrir dvölina í
einangrunarstöðinni. Hann þarf nú
að greiða 360 þúsund króna læknis-
reikning því stöðin er ekki með nein-
ar tryggingar og Matvælastofnun
tekur enga ábyrgð á málinu. Hann
stóð fyrir söfnun á Facebook til að
greiða reikninginn og hefur safnað
230 þúsund krónum. „En henni líð-
ur vel, það er það sem skiptir máli og
ég fæ hana aftur til mín miðvikudag-
inn eftir viku,“ segir Damian. | þká
Færri hafa dáið í hryðjuverkum á síðustu árum
Mannfall í hryðjuverkjum í Evrópu frá 1970
Skatturinn segir að sjálf-
boðaliðar eigi að greiða
skatta og fyrirtækin sem
nota þjónustu þeirra.
Búist er við hundruðum sjálf-
boðaliða til landsins í sumar
til að starfa við landbúnað og
ferðaþjónustu en fjöldi Íslendinga
óskar eftir sjálfboðaliðum á sér-
stakri síðu, workaway.info, sem
Fréttatíminn hefur áður fjallað
um.
Verkalýðshreyfingin telur þetta
fela í sér óásættanleg undirboð en
málið er umdeilt. ASÍ óskaði eftir
áliti ríkisskattstjóra á því hvort
slík vinna væri skattskyld, þar sem
umbunin væri einungis í formi
hlunninda. Í álitinu segir að í slík-
um tilfellum eigi einstaklingurinn
að telja fæði og húsnæði fram sem
tekjur. Fyrirtæki sem þiggi slíka
vinnu, eigi að telja hana fram sem
skattskylda gjöf og miða við laun
sem séu ekki lægri en lágmarks-
laun í landinu.
Í frétt Fréttatímans af málinu
var meðal annars rætt við kræk-
lingabónda sem hafði fengið til sín
30 til 40 sjálfboðaliða síðan hann
hóf að nota síðuna. | þká
Skattar Ríkisskattstjóri brýnir klærnar
Sjálfboðaliðar greiði
skatt af fæði og húsnæði
Kræklingabóndi á Vesturlandi hefur
fengið til sín 30-40 sjálfboðaliða.
1970 2016
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
1970–1979 1990–19991980–1989 2000–2009 2010–
4 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016