Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.03.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 24.03.2016, Síða 6
Yfirsýn á forseti2016.is Félagar í Tækniskólanum smíða vefsíðuna forseti2016.is til að einfalda yfirsýn yfir ört vaxandi hóp forsetaframbjóðenda. „Það verður listi yfir alla for- setaframbjóðendur og nýjustu tölur um stöðu fylgis þeirra. Við birtum upplýsingar frá ólíkum heimildum og miðlum. Þetta verður í þægilegu og aðgengi- legu formi,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, annar stofnandi vefsíðunnar forseti2016.is, sem fer í loftið síðar í vikunni. Vefsíðan kemur einnig til með að endurbirta fréttapistla af fréttamiðlum og veita yfirsýn yfir stöðu mála. | sgk Þú finnur nýja Páskablaðið á www.husgagnahollin.is www.husgagnahollin.is | sími: 558 1100 TAXFREE LA-Z-BOY Allir LA-Z-BOY stólar og sófar á taxfree tilboði* * Taxfree tilboðið gildir bara á LA-Z-BOY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður viðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar og gildir til 31. mars 2016 EMPIRE Grátt eða brúnt slitsterkt áklæði. Stærð: 80 × 70 × 102 cm 72.573 kr. 89.990 kr. OPNUNARTÍMI UM PÁSKANA | SKÍRDAGUR OPIÐ 13–17 (BARA Í REYKJAVÍK) LAUGARDAGUR OPIÐ 11–17 | LOKAÐ Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM Margrét Hrafnsdóttir, athafnakona og fram- leiðandi, hefur að undan- förnu starfað sem sjálf- boðaliði í kosningabaráttu Hillary Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Ást mín og aðdáun á Hillary byrjaði árið 2008 þegar hún var í þessum sama slag. Hann hafðist því miður ekki en Hillary varð utanríkisráðherra og einn sá farsælasti í sögu Bandaríkjanna. Hún ferðaðist meira í flugmílum en nokkur forveri hennar, var gríðarlega afkastamikil og kom mörgum málum í gegn,“ segir Margrét Hrafnsdóttir. Hún segir að forvitni sín á stjórnmálakonunni hafi kviknað, þegar hún fór að heyra sögur af eljusemi hennar og viðleitni til að ræða við konur um stöðu þeirra, hvar sem hún var stödd í heim- inum. „Stundum ferðaðist hún fótgangandi á milli staða, oft eftir myrkur, og heimsótti konur inni á heimilum þeirra og þar sem hún gat talað við þær í ró og næði. Fjarri öllum ljósmyndavélum. Þá fór ég að kynna mér þessa konu betur og fann fyrir einhverskonar mikilleika. Samskonar upplifun og ég fæ sem sjálfboðaliði í kosn- ingabaráttunni nú.“ Margrét hefur verið búsett í Bandaríkjunum í mörg ár en öðl- aðist í fyrsta sinn rétt til að kjósa í forsetakosningunum 2008. „Og ég grét með henni þegar hún tapaði fyrir Obama, ég hrein- lega grét í marga daga. Ég studdi Obama ekkert sérstaklega fyrr en alveg undir lokin, þá vann hann Bandaríkin Margrét Hrafnsdóttir og forsetaframbjóðandinn Hillary Grét með Hillary Margrét Hrafnsdóttir og Hillary Clinton á fjáröflunarkvöldi fyrir skömmu. mig á sitt band. Ég held hins- vegar að Hillary sé miklu betri frambjóðandi nú en hún var árið 2008. Sennilega þurfti hún að verða utanríkisráðherra fyrst. Nú er hennar tími kominn.“ Verkefni sjálfboðaliðans eru margvísleg í kosningabaráttunni. „Eins og á öllum góðum heim- ilum þá byrjar maður í ruslinu,“ segir Margrét og hlær. „Svo vinnur maður sig upp og endar í fjáröflun fyrir baráttuna. Annars geng ég í það sem þarf og þetta er mjög upplýsandi og fræðandi.“ Aðspurð um þá gagnrýni á Hillary, að hún sé íhaldssöm og hlynnt stríðsrekstri, segir Mar- grét; „Gagnrýnin beinist aðallega að afstöðu hennar til Íraksstríðs- ins. Miðað við þær forsendur sem bornar voru á borð þing- manna á þeim tíma, þá hefði ég tekið sömu ákvörðun og hún. Hinsvegar hefur hún sjálf sagt að hún hefði ekki gefið grænt ljós á Íraksstríðið í dag, eftir að frekari upplýsingar hafa komið í ljós. Það er virðingarvert að geta játað á sig mistök, eins og hún gerði. Hinsvegar er varla til nútímalegri kona en Hillary, hún er hressust af öllum.“ Heldurðu að hún hafi þetta? „Já. Heimurinn þarf á leiðtoga eins og henni að halda.“ Óviðunandi ástand í barnavernd Hver starfsmaður barnaverndarnefnda á Íslandi hefur margfalt fleiri mál á sinni könnu en starfsmenn barnaverndarnefnda á hinum Norðurlöndunum. For- stöðumaður barnaverndar Reykjanesbæjar spyr hvað Barnaverndarstofa hafi gert til að hvetja til fjölgunar starfsfólks og hvað hægt sé að gera til að mæta vandanum? Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is María Gunnarsdóttir, forstöðumað- ur barnaverndar Reykjanesbæjar, segir málafjölda hvers starfsmanns of mikinn. Starfsmannaveltan sé óeðlilega mikil og fólk brenni út og snúi sér að öðru eftir nokkur ár í starfi. „Sem er slæmt því barna- vernd krefst mikillar þekkingar og reynslu. Það hefur oft verið rætt hvort setja eigi lög um málafjölda hvers starfsmanns og ég er hlynnt því,“ segir María. Í handbók Barnaverndarstofu er fjallað um álag á starfsmenn barna- verndarnefnda og jafnvel þótt þar sé tekið fram að erfitt sé að meta hvað sé ásættanlegur málafjöldi á borði hvers starfsmanns, er miðað við 25-35 mál. Þá er átt við krefjandi mál, en ekki þau allra léttvægustu. Raunveruleikinn er hinsvegar annar hjá barnaverndarnefndum í dag og þá sérstaklega á suðvestur- horni landsins. Samkvæmt tölum, sem Barnaverndarstofa kynnti á fundi með fulltrúum sveitarfélaga fyrir stuttu, eru starfsmenn barna- verndarnefnda á Íslandi að meðal- tali með 40-50 mál á sinni könnu. Í Noregi eru starfsmenn barnavernd- arnefnda hinsvegar með 12-15 mál, í Danmörku eru þeir með um 25 mál og í Svíþjóð 20-30 mál. „Það er mikil krafa um að barna- verndarmálin standist skriffinsku. Þetta er auka álagsþáttur hjá starfsmönnum sem gerir það að verkum að þeir hafa minni tíma í sjálfa barna- verndar- vinnuna. Það þarf að skila greinar- gerðum, gera áætlanir og það er mikil tímapressa vegna málafjöldans. Þá er lítill tími til að kortleggja vandann. Barnaverndarstofa er eftirlitsaðili með barnaverndarnefndum og veit að málafjöldinn er of mikill. En hvað hafa þeir gert til að hvetja barnaverndarnefndir til að fjölga starfsfólki? Ég velti því fyrir mér hvort Barnaverndarstofa geti mætt þessum vanda með einhverjum hætti,“ spyr María. María Gunnarsdóttir Forsetakoningar Þrettán í framboði Virðingamesta og vandasamasta embættið Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur segir fjölda fram- bjóðenda glögglega sýna að helgin sem áður hvíldi yfir embættinu sé hverfandi. „Áður var það aðeins á færi virt- ustu mektarmanna samfélagsins að bjóða sig fram þó að vísu hafi það gerst að aðrir sýndu embættinu áhuga, en þeir voru afgreiddir sem kynlegir kvistir og höfðu ekki erindi sem erfiði,“ segir Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræðingur og bendir einnig á mikilvægi samfélagsmiðla í þessu samhengi. „Blessunarlega er auðveldara fyrir fólk að gefa kost á sér til þessa embættis í dag en á móti kemur að hugsanlega gera þessi forsetaefni sér ekki grein fyrir því hversu mikinn eða lítinn stuðn- ing þau geta vænst í raun.“ „Það verður ekki fram hjá því litið að þetta embætti er eitt það virð- ingarmesta og líklega það vanda- samasta í stórnskipun Íslands svo þeir sem hafa áhuga á því hafa von- andi lagt hausinn í bleyti og hugsað hvort þetta sé örugglega það sem þjóðin þurfi, að þessi tiltekni ein- staklingur gegni embættinu.“ Dragi frambjóðendur framboð sitt ekki til baka má vænta þess að sá sem sigrar í kosningunum geri það með litlum hluta atkvæða. Guðni bendir á að í ljósi þess hve embættið hefur breyst, hversu póli- tískt það er orðið og hvernig helgi þess hefur minnkað, þá gæti verið óheppilegt að forsetinn næði kjöri með kannski fjórðungi atkvæða. „Þetta er eitt dæmi þess að stjórnar- skráin sem var sett 1944 hefur ekki staðist tímans tönn.“ | hh 6 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.