Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 21

Fréttatíminn - 24.03.2016, Side 21
síst glansandi byggingar fylgdu, í New York og svo víðar. Langflestar voru þær nefndar eftir eigandanum sjálfum. Ef það var ekki Trump Tower var það Trump Building, Trump International, Trump Plaza, og svo framvegis. Eftirnafnið — sem þýskur for- faðir hafði breytt úr Drumpf ein- hverntímann á sautjándu öld – var orðið að vörumerki. Í dag má finna Trump-nafnið á götukortum víða um heim, ekki bara í New York og alls ekki bara í Bandaríkjunum. Jafnvel í Bakú, höfuðborg Kákasus- ríkisins Aserbaídsjan, má finna eitt stykki Trump Tower. Spilavíti óheillaskref Undir lok níunda áratugarins fór Trump að skipta sér af spilavítis- rekstri í Atlantic City í New Jersey. Það reyndist óheillaskref. Bæði spilavítin sem Trump byggði fóru fljótt á hausinn með látum og í nokkur ár barðist Trump í bökk- um — hvert gjaldþrotið rak annað og hann varð stórskuldugur. Það var á þessum erfiða tíma sem Trump áttaði sig á því hvert væri hans allra verðmætasta vörumerki. Fasteignabransinn gekk ekki eins og skyldi, spila- vítisbransinn alls ekki heldur — en þrátt fyrir fjárhagsörðugleik- ana hélt nafnið „Trump“ alltaf þessum dýrðarljóma í augum almennings. Trump hafði þegar gefið út ævisögu sína, The Art of the Deal, sem gekk aðallega út á að sýna fram á óbilandi viðskipta- vit hans, djörfung og dug. Hann viðurkennir það sjálfur að þar ýki hann afrek sín í viðskiptum. „Ég stíla inn á draumóra fólks,“ hefur hann sagt. „Ég kalla þetta sannar ýkjur. Þetta eru sakleysislegar ýkjur – en mjög áhrifarík leið til að vekja á sér athygli.“ Stórskuldsettur og á barmi gjaldþrots átti Trump líka lítið eftir annað en nafnið og það not- færði hann sér af fullum krafti. Nafnið og persónan Trump varð að hans helstu söluvöru, frekar en fasteignir eða fjárhættuspil, og þannig gat hann smátt og smátt klórað sig fram úr fjárhagsvand- anum. Það fór svo út í egóflippið The Apprentice þar sem jafnt óþekktir læringar og heimsfrægt fólk kepptist um að komast í þjón- ustu hins alvitra viðskiptajöfurs. Trump-nautasteikur Af 515 fyrirtækjum sem Trump er með puttana í nú heita 268 eftir honum sjálfum, og er þá alls ekki talið – margar byggingar sem bera Trump-nafnið á hann einu sinni ekki sjálfur, heldur selur hann öðrum leyfi til að nota það. Svo gott vörumerki er það talið vera. Trump-spil hefur litið dags- ins ljós, sem og Trump-tímarit, skammlíft Trump-flugfélag, Trump- skyrtur og Trump-bindi, Trump- ilmvötn og Trump-rakspírar, Trump-orkudrykkir og Trump- vodka og meira að segja Trump- nautasteikur á grillið. Og allt er þetta markaðssett á þann hátt sem Trump hefur tamið sér — sem það allra fínasta og besta sinnar tegund- ar, þó raunin sé reyndar yfirleitt allt önnur. Trump-steikurnar ku ekki hafa verið sérlega gómsætar. Af viðtökunum sem forseta- framboð Donalds Trumps hefur fengið, að minnsta kosti hjá hluta bandarísks almennings, sést að Trump-nafnið heldur enn þessum dýrðarljóma. Því nú stendur yfir hið endanlega egóflipp þar sem Trump reynir að selja sjálfan sig sem forseta Bandaríkjanna. NESBÆR REYKJAVÍK REYKJA ÁSBRÚ Fasteignir til sölu á Ásbrú Spennandi árfestingartækifæri Á innan við áratug hefur byggst upp á Ásbrú, fyrrum varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll, þróttmikið og litríkt samfélag með öfluga menntastofnun, ölda spennandi fyrirtækja, gróskumikla nýsköpun og blómstrandi mannlíf. Hröð uppbygging í gagnaveraiðnaði og örþörugnarækt, ásamt nálægð við Keflavíkurflugvöll gera Ásbrú að sönnu vaxtarsvæði til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar | Sími 425 2100 | www.kadeco.is Íslenska ríkið er eigandi ölda fasteigna af öllum stærðum og gerðum á Ásbrú, Reykjanesbæ. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sem fer með umsjón og þróun svæðisins, óskar eftir tilboðum í allar fasteignir ríkisins eða stóran hluta þeirra. Margar fasteignanna eru nú þegar í útleigu en allar eru þær til sölu. Eignirnar eru í aðskildum félögum og því er einnig mögulegt að kaupa einstök félög. Tilboðum í allar fasteignirnar, eða hluta þeirra, þarf að fylgja lýsing á því hvernig tilboðsgjafar hyggjast nýta þær og þróa svæðið í þágu atvinnulífs og samfélags. Farið verður yfir öll tilboð mánudaginn 11. apríl nk. Allar fasteignir ríkisins í umsýslu Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar eru til sölu, þær eru eftirfarandi: Aðaltröð • 2 • 4 Bogatröð • 1 • 10 • 10a • 17 • 31 • 33 Borgarbraut • 953 • 960-963 • 962 Breiðbraut • 643-647 • 643R • 668-669 • 668R • 670 • 671-679 • 671R • 672 • 674 • 675 Ferjutröð • 9 Flugvallarbraut • 710 • 732 • 749 • 740 • 752 • 770 • 771 • 773 • 778 • 790 • 937 • 941 Grænásbraut • 501 • 506 • 614 • 602R • 603-607 • 619 • 700 • 920 • 999 Heiðartröð • 517 Keilisbraut • 745 • 747-748 • 747R • 749 • 762 • 770-778 • 770R • 771 • 773 Lindarbraut • 636 • 639 Skógarbraut • 914 • 915 • 916R • 916-918 • 917 • 919 • 921 • 922 • 923 • 924 • 925 • 932 • 946 Suðurbraut • 758 Valhallarbraut • 738 • 743 • 744 • 763-764 • 763R PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 60 00 1 Við mat á tilboðum verður einkum horft til kaupverðs. Þó er áskilinn réttur til að meta hugmyndir bjóðenda um nýtingu og ráðstöfun eignanna, s.s. áhrif á eftirspurn eftir öðrum eignum á svæðinu og almennt á nærsamfélagið. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem það telur hagstæðast, m.a. út frá ofangreindum þáttum, eða hafna þeim öllum. Þú getur skoðað eignirnar nánar á kadeco.is. |21fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.