Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 30
Safnaverðlaunin eru viðurkenning,
veitt annað hvert ár íslensku safni
fyrir framúrskarandi starfsemi.
ÓSKAÐ ER EFTIR ÁBENDINGUM
frá almenningi, stofnunum og
félagasamtökum um safn eða
einstök verkefni á starfssviði
safna sem þykja til eftirbreytni
og íslensku safnastarfi til
framdráttar. Söfnum er jafnframt
heimilt að senda inn kynningar
á eigin verkefnum.
Til greina koma sýningar, útgáfur
og annað er snýr að þjónustu við
safngesti jafnt sem verkefni er
lúta að faglegu innra starfi svo
sem rannsóknir og varðveisla.
Valnefnd tilnefnir þrjú söfn
eða verkefni sem tilkynnt verða
á Alþjóðlega safnadeginum
á Íslandi, 18. maí og hlýtur eitt
þeirra viðurkenninguna. Safna
verð launin verða veitt í tíunda
sinn 13. júlí 2016 á Bessastöðum.
Ábendingum skal skilað í síðasta
lagi 17. apríl 2016
Sendist:
Safnaverdlaun@icom.is eða
Safnaverðlaunin 2016 – Íslandsdeild
ICOM – pósthólf 1513 – 121 Reykjavík
Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og
FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna
standa saman að verðlaununum.
ÍSLENSKU SAFNaVERÐLAUNIN
2012
ÍSLENSKU
SAFNAVERÐLAUNIN
2016
Heil og sæl, kæra Inga og takk
innilega fyrir bæði bréf og góða
spurningu. Margir foreldrar eru í
sömu sporum og standa ráðþrota
gagnvart tölvunotkun og ekki síst
með tilkomu spjaldtölva og snjall-
síma – hugtök sem við þekktum
ekki fyrir nokkrum árum.
Vandi bæði foreldra og barna
Fyrst vil ég nefna að börn og ung-
menni eru ekki ein um að lenda
í vandræðum með ofnotkun.
Nýlegar rannsóknir benda til að
fullorðnir opni snjallsímann sinn
1.500 sinnum á viku og talan fer
hækkandi. Mikill meirihluti fólks
kíkir á símann sinn um leið og það
vaknar og heldur áfram á rúm-
stokknum. Tíminn við sjónvarp og
tölvu og snjalltækin, svonefndur
skjátími, er allt of mikill hjá okkur
öllum – svo einfalt er það. Þess
vegna þarf yfirleitt heimilisátak
til að hjálpa barni frá skjánum
þar sem allir á heimilinu setja sér
mörk; slökkva á síma og sjónvarpi
og tölvum og skapa sér samveru
án truflunar frá tækjunum.
Er ástæða til að hafa áhyggjur
Einfalda svarið er bæði já og nei.
Auðvitað skiptir máli hvernig
barnið notar tækin og gæðaefni
sem hentar aldri barnsins, getur
haft jákvæð áhrif. Eins eru félags-
leg samskipti á netinu oft jákvæð
og uppbyggileg og eins leikir sem
hafa eitthvert gildi fyrir barnið.
Þetta gildir þó aðeins ef skjátím-
inn er stuttur í senn og aðrar tóm-
stundir séu „skjálausar“. Þar má
nefna lestur, hreyfingu og sam-
veru með fjölskyldu og félögum.
Hins vegar skaltu endilega fylgjast
með hegðun og líðan barnsins
eftir sjónvarps- og tölvunotkun.
Óvirk og leið börn eða þá pirruð
og uppstökk eru dæmi um að skjá-
veran sé ekki að gera þeim gott.
Þá verða foreldrar að grípa inn í –
hiklaust.
Hæfilegur skjátími
Sérfræðingar mæla með að börn
undir tveggja ára séu hvorki að
horfa á sjónvarp eða snjalltæki
eða tölvur. Sem sagt, alls ekki.
Fyrir tveggja til fimm ára
börn er klukkustund talin
hámark og fimm til átján ára
aðeins tvær klukkustundir.
Þetta er samt aðeins viðmiðun
– en æ fleiri rannsóknir birtast
núna um mögulega skaðsemi bæði
tækjanna sjálfra og líka þráðlausu
netanna að ógleymdri birtunni
og ljóstifinu á skjánum. Kíktu
endilega á netið (í stutta stund) og
skoðaðu hvað þar er að finna og
þú munt án efa verða undrandi.
Of mikil tölvunotkun getur ýtt
undir athyglisröskun, svefntrufl-
anir, einmanaleika og ofþyngd
vegna hreyfingarleysis. Meira að
segja pirringur, reiði og árásar-
girni að ónefndri vanlíðan og til-
hneigingu hvað varðar þunglyndi
hefur verið tengt við of mikla
tölvunotkun. Skoðaðu líka tölvu-
fíkn og hvað er best að gera til að
hamla gegn slíkri þróun.
Skömmtun á sælgæti og skjá-veru
Best er að líta á skjágleðina sömu
augum og sælgætisát. Nánast öll
börn kjósa sætindi fremur en mat
og ef þau væru einráð, væri sæl-
gæti í hvert mál á hverju heimili.
Foreldrar skammta sælgætið af
sinni fullorðinsvisku og passa sig
líka sjálfir því ekki virkar að þeir
sitji með súkkulaði á kvöldin en
rétti barninu útskorna gulrót!
Það þarf líka að skammta tölvur
og sjónvarp og snjalltæki fyrir
börn og fullorðna af fullkominni
ákveðni og gera svo eitthvað upp-
byggilegt saman, öll fjölskyldan.
Búið ykkur til dagskrá á heim-
ilinu, ræðið saman um reglurnar
og spáið í viðurlög með börn-
unum. Svo skuluð þið spá í að
taka skjáfrí og það virðist sem að
lágmarki fimm daga skjáfrí skipti
miklu máli fyrir þroska og líðan
barna.
Magga Pála
Uppeldisáhöldin
Sendið Möggu Pálu spurningar á
maggapala@frettatiminn.is og
hún mun svara í næstu blöðum.
„Tölvuvera“
eða samvera
Sæl vertu Magga Pála!
Ég á 8 ára dóttur sem er alltaf í tölvunni. Hún byrjar í I-padinum á
meðan hún borðar morgunverðinn og það fyrsta sem hún vill gera
þegar hún kemur heim úr skólanum er að fara í tölvuna eða I-pad-
inn. Við höfum reynt að setja reglur um skjátíma en það veldur
bara vansæld og henni leiðist. Er ástæða til að óttast að hún þrói
með sér tölvufíkn eða er bara gott að stelpur hafi áhuga á tækni?
Sumt af því sem hún gerir í tölvunum eru skapandi verkefni, ekki
bara leikir og afþreying. Gaman væri að fá þína sýn á þetta.
Bestu kveðjur, Inga.
30 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. Mars–28. Mars 2016