Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 54

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 54
Brúðkaup Flottar dagsetningar Sumir horfa mjög í dagsetninguna sjálfa þegar þeir velja sér brúðkaupsdag og geyma jafnvel brúðkaupið í ein- hvern tíma til þess að hitta á einhvern ákveðinn dag. Ein stærsta dagsetning í brúðkaupum fyrr og síðar var 7. júlí 2007; 07.07.07. Þá var gift á nánast hverri kirkju á landinu. Önnur stór dagsetning var föstudagurinn 11. nóvember árið 2011; 11.11.11. Þann dag giftu sig óvanalega margir, sér í lagi miðað við að daginn bar upp á föstudag. Í ár er ber 16. júlí upp á laugardag og er nokkuð eftirsótt dagsetning; 16.07.16. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hallgrímskirkju eru ennþá nokkrar dagsetningar lausar í kirkjunni fyrir brúðkaup í sumar en nú þegar er farið að taka pantanir fyrir sumarið 2017 og þar af nokkrar fyrirspurnir um 17. júlí; 17.07.17 – klukkan 17. Þann dag ber upp á mánudag en það stoppar ekki þau sem eru með „thing“ fyrir tölum. Sumir kjósa að láta gefa sig saman „í kyrrþey“, eða með sem minnstri fyrirhöfn. Þá er gott að geta leitað til sýslumanns sem framkvæmir borgaralegar hjónavígslur með litlum tilburði. Einhverjir fara til sýslumanns og halda síðan veislu meðan aðrir vilja ekkert umstang, aðeins vígsluna. En þetta þarf þó að gera með þokkalegum fyrirvara því skila þarf inn ýmsum gögnum og panta tíma. Skila þarf hjóna- vígsluskýrslu sem hjónaefnin og tveir svaramenn skrifa undir áður en hún er lögð inn. Svaramenn þurfa að vera 18 ára eða eldri og fjárráða, en þeir þurfa ekki að vera viðstaddir athöfnina sjálfa. Skila þarf fæðingarvottorði og hjúskap- arvottorði sem ekki er eldra en átta vikna. Einnig þarf að skila inn lögskilnaðarleyfi ef viðkomandi var giftur áður. Hægt er að óska eftir því að fulltrúi sýslumannsins komi og gifti um helgar eða eftir hefðbundinn skrifstofutíma. Einfalda leiðin Íslenska brúðkaupssumarið Senn hefur brúðkaups- tímabilið innreið sína þar sem sveitarómantík og ástarljómi ráða ríkjum. Lyktin af vorinu er farin að fylla vitin. Eftir dimma mánuði, svipt- inga í veðri og vindum og kulda sem nístir inn að beini er þessi tími fullur fyrirheita og vænt- inga. Ekki síst fyrir þau sem eru á leiðinni í hnapphelduna á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að það verði alltaf algengara að fólk gifti sig yfir vetrarmánuðina er sumarið tími brúðkaupa. Íslenska sumarið er svo hlaðið þokka með sínum dyntum og duttlungum að það er ekki annað hægt en að nýta það í að ganga ástinni á hönd. Sveitarómantíkin Það sem er kannski einkennandi fyrir íslensk brúðkaup eru sveita- brúðkaup. Gerðar hafa verið heilu bíómyndirnar um þetta fyrirbæri. Það sem gerir íslensk- um brúðhjónum auðvelt fyrir að halda brúðkaup í sveitinni er góður aðgangur að félagsheim- ilum sem eru víða um land og þeim fylgir gjarnan góð gistiað- staða og jafnvel sundlaug. Sveitabrúðkaup eiga það til verða heil brúðkaupshelgi sem er kannski það skemmtilegasta við þessa tegund brúðkaupa. Gestir mæta jafnvel á föstudegi og hjálpa til við að skreyta salinn og koma sér í gírinn fyrir aðalgiggið. Fjarlægðin frá borginni afslapp- andi Ragnhildur Rós Guðmundsdóttir grunnskólakennari og Ólafur S. K. Þorvaldz, leikari, handritshöf- undur og leikstjóri, giftu sig hjá sýslumanni árið 2014. Þau héldu veislu nokkrum dögum síðar í félagsheimilinu Hlöðum í Hval- firði. Þau höfðu skoðað nokkra staði kringum höfuðborgar- svæðið en heilluðust af staðsetn- ingunni og umhverfinu, auk þess sem sundlaugin og tjaldsvæðið var mikið aðdráttarafl þar sem fólk kom hvaðanæva að. Þar sem hin eiginlega athöfn hafði farið fram ákváðu þau að fá vin sinn, Agnar Jón Egilsson, til þess að stjórna lítilli athöfn áður en borð- hald hófst. „Þetta var eftirminni- legasti og yndislegasti dagur lífs okkar og fjarlægðin frá borginni var afslappandi. Allir vinirnir og ættingjarnir sem komu og eyddu helginni með okkur gerðu allt saman ógleymanlegt,“ segir Ragnhildur. M yn d | J ón at an G ré ta rs so n Stærðir 38-58 Flott föt, fyrir flottar konur 2 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.