Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.03.2016, Síða 64

Fréttatíminn - 24.03.2016, Síða 64
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Hágæða postulín - með innblæstri frá náttúrunni Verið velkomin í verslun RV og sjáið úrvalið af glæsilegum borðbúnaði frá REVOL. Starfsfólk RV aðstoðar verðandi brúðhjón við að velja postulínsborðbúnaðinn á gjafalistann. 24/7 RV.is Opið virka daga frá 11:00 -19:00 og laugardaga 12 - 18 Í Ostaskóla Búrsins eru bara ostar á námsskránni. Engar frímínútur og heldur engin heimavinna. Afþreying fyrir ostelskandi einstaklinga. Ostaást? Búrið er troðfullt af ótrúlega girnilegu ostagóðgæti og öðru gúmmulaði. Komin tími til að kíkja í Búrið? Grandagarður 35 · 101 Reykjavík · Sími 551 8400 www.burid.is Kate fór dálítið ólíka leið tengdamóður sinnar heitinnar, Díönu prinsessu, sem fór alla leið í rjómatertustíl- num. Slörið var tæplega 8 metrar á lengd og kjólinn alsettur perlum og gimsteinum. Í dag er kjóllinn talinn ómetanlegur og ferðast á milli landa sem sjálfstæður sýningargripur. Trúlofunarkjóll Díönu seldist fyrir fimm árum á 192,000 pund, eða tæplega 35 milljónir króna miðað við gengið í dag. Goðsagnir í formi brúðarkjóla Brúðarkjóllinn er stóra málið fyrir allflestar brúðir. Þennan dag er brúðurin stjarna – með fullri virðingu fyrir brúðgumum. Brúðarkjóllinn getur orðið að goðsögn, eins og reyndin er með þessa kjóla sem við völdum úr sem fremsta meðal jafningja. Einn frægasti brúðar- kjóll allra tíma er kjóllinn sem Grace Kelly klæddist þegar hún gekk að eiga prins Rainier af Mónakó. Það tók tæplega fjörutíu saumakonur meira en sex vikur að handsauma hverja perlu og blúndu á kjólinn. Hann hefur elst einstaklega vel og þegar Kate Middleton giftist Vilhjálmi Bretaprinsi var kjóllinn hennar, sem hannaður var hjá tískuhúsi Alexander McQueen, greinilega inn- blásinn af Grace Kelly. Einn frægasti brúðarkjóllinn í seinni tíma bíómyndasögu er án efa kjóllinn sem Carrie Bradshaw úr Sex and the City klæddist þegar hún ætlaði að giftast mr. Big í bíómyndinni um hinar fjórar fræknu – en það fór ekki eins og ætlað var, eins og frægt er. Það var Vivienne Westwood sem hannaði kjólinn sem varð, aðeins klukkutímum eftir frumsýningu myndarinnar, uppseldur. Þrátt fyrir að hafa sjálf látið framleiðendum myndarinnar kjólinn í té var Westwood langt því frá uppnumin yfir henni og yfirgaf raunar bíósalinn á frumsýningunni eftir aðeins tíu mínútur. Hún sagðist hafa haldið að „konsept“ Sex and the city væri beitt og ögrandi jaðartíska en það sem hún hefði séð væri ekki á nokkurn máta áhugavert eða eftirminnilegt. Hananú. 12 | fréttatíminn | páskaHelgin 24. mars–28. mars 2016 Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.