Fréttatíminn - 24.03.2016, Síða 68
Unnið í samstarfi við Luxor tækjaleigu
Fólk leitar gjarnan til okkar með grófar hugmyndir og við útfærum þær með viðkomandi. Við tökum hugmyndina og látum hana verða að veruleika,“ segir
Bragi Reynisson, framkvæmdastjóri Luxor tækja-
leigu.
Luxor hefur verið starfrækt frá árinu 2001 og
starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli reynslu
í tæknimálum, til að mynda frá framleiðslu
sjónvarpsþátta á borð við Biggest Loser og The
Voice. Luxor býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir,
hljóðkerfi, rauða dregla og ýmislegt annað til
leigu sem tilheyrir veisluhaldi.
„Við getum með einföldum hætti tekið hefð-
bundinn sal og umbreytt honum. Látlaus salur
eignast nýtt líf með tækjunum okkar, sérstak-
lega LED-ljósunum sem breyta stemningunni.
Þau fylgja því litaþema sem er í brúðkaupinu og
svo þegar líður á kvöldið breytist litaþemað yfir í
partí með einum smelli,“ segir Bragi.
Hann segir að fagþekking síns fólks geti komið
að góðum notum í brúðkaupsveislum. „Mínir
menn geta komið á staðinn og séð alfarið um
tæknimálin, þá eru þau í öruggum höndum.
Hvort sem það eru ræðuhöld, myndbönd eða
plötusnúðar. Það er algengt að einhverju sé
tæknilega ábótavant í veislusölum og þá kemur
fagþekking okkar sér vel. Flestir fá sér veisluþjón-
ustu í brúðkaupum, það er alveg jafn sjálfsagt að
leita eftir tækniþjónustu.“
Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni
www.luxor.is.
Tæknimálin í
öruggum höndum
Luxor tækjaleiga býður upp á ljósakerfi, sviðslausnir og
hljóðkerfi fyrir brúðkaupsveislur
Látlaus salur eignast nýtt líf með LED-ljós-
unum sem Luxor hefur yfir að ráða.
Bragi Reynisson,
framkvæmdastjóri Luxor.
Unnið í samstarfi við
Más og blás
Þegar kemur að því að skipu-leggja stóra daginn er vissara að huga að tónlistinni. Steinar Sigurðarson tónlistar-
maður hefur mikla reynslu af því
að troða upp í brúðkaupum og að
skipuleggja tónlistaratriði.
„Ég hef komist að því í gegnum
tíðina að margir vita ekki hvert þeir
eiga að leita þegar kemur að tónlist
í veislum. Ég hef tekið þetta að mér,
allt frá því að troða upp sjálfur með
saxafóninn í að skipuleggja stór tón-
listaratriði eða tónlist sem spiluð er
undir borðhaldi,“ segir Steinar.
Steinar segir ýmsa möguleika
í boði varðandi tónlistarflutning
í brúðkaupum. Hann hafi til að
mynda sett saman brassband í New
Orleans-stíl sem hafi marserað með
fólk frá kirkju að veislu, hann hafi
troðið upp með saxafóninn bæði
með plötusnúðum og gítarleikurum
og þannig mætti áfram telja. „Við
höfum spilað hresst „happy“ lag í
staðinn fyrir útgöngumarsinn og það
heppnaðist ótrúlega vel. Presturinn
og kirkjan ráða því ekki hvort eða
hvernig þú spilar brúðarmarsinn
eða útgöngumarsinn. Það er hægt
að spila þetta á allt annan hátt eða
spila önnur lög.“
Steinar segir að margir veigri sér
við að leggja fram óskir sínar í þeirri
trú að það sé ómögulegt, passi ekki
eða sé illframkvæmanlegt. „Það
þarf ekki að vera svo og yfirleitt er
hægt að hanna hlutina í kringum
viðburðinn. Fólk áttar sig oft ekki á
þeim möguleikum sem í boði eru og
þorir jafnvel ekki að spyrja.“
Þeir sem hafa skipulagt brúðkaup
vita að ýmislegt getur gengið á í
hamaganginum. Steinar segir að eitt
og annað er snýr að tónlist og tækni-
málum eigi það til að gleymast og þá
sé gott að hafa fagmann í málinu.
„Þegar pípulagnirnar bila þá ræð
ég mér pípara, ég er ekki að fara í
rörin sjálfur því þá eru töluverðar
líkur á að það leki. Það sama gildir
um tónlistina, fólk vill bara hafa
þetta í lagi. Það vill ekki að það sé
bara þögn þegar ræður eru búnar,
tónlistin í borðhaldinu passi ekki
eða það gleymist snúra til að tengja
græjurnar,“ segir hann.
Hægt er að hafa samband við
Steinar í gegnum síðu hans á
Facebook (Steinar Sig) og þar eru
jafnframt nánari upplýsingar um
hann.
Steinar sér um tónlistina
Tekur að sér að troða upp í brúðkaupum og skipuleggja tónlistaratriði
Steinar Sigurðarson hefur góða
reynslu af því að skemmta í
brúðkaupum og að skipuleggja
tónlistaratriði.
Mynd | Hari
Unnið í samstarfi við Hljóðver.is
Þetta er tilvalið til að gera daginn skemmtilegan, að taka saman upp lag,“ segir Jónas Björgvinsson, upptökumaður
og eigandi Hljóðvers.is. Jónas hefur
mikla reynslu af því að taka á móti
hópum í gæsunum og steggjunum.
Vinsælt er að gæsin eða steggurinn
syngi lag í hljóðverinu sem svo
er spilað í brúðkaupinu, gjarnan
undir myndasyrpu frá gæsuninni eða
steggjununni.
Hljóðver.is hefur verið rekið frá
2008 að Langholtsvegi 60 og þar
hefur fjölbreytt tónlist verið tekin
upp í gegnum tíðina. „Þetta er lítið
og skemmtilegt hljóðver og hér er
gott að vinna,“ segir Jónas sem hefur
auk tónlistar fengist talsvert við aug-
lýsingar og talsetningu.
„Og síðan hefur þetta alltaf fylgt,
að taka á móti
hópum, eða gæsa-
tímabilið eins og
við köllum það.
Gæsatímabilið hjá
okkur er á vorin
og sumrin en ekki
á haustin eins og
hjá flestum,“ segir
hann í léttum tón.
Aðspurður segir
Jónas að vanalega hafi skipuleggjend-
ur samband við hann og velji lag. Svo
þegar hópurinn mætir í hljóðverið
tekur um það bil hálftíma til klukku-
tíma að hljóðrita sönginn. „Gæsin
eða steggurinn syngur aðalröddina
og stundum syngja vinirnir bakraddir,
það getur komið skemmtilega út. Svo
eru dæmi um það að báðir hóparnir,
gæsin og steggurinn, komi í sitt hvoru
lagi og brúðhjónin séu óafvitandi
látin syngja dúett,“ segir Jónas.
Hann segir athyglisvert að kon-
urnar séu yfirleitt metnaðarfyllri
og vilji gera hlutina vel. Strákarnir
virðist hafa meiri ánægju af að pína
stegginn, til að mynda með því að
syngja rokkballöður sem viðkom-
andi ráði alls ekki við.
Gengur ekki fólki misvel að spjara
sig í hljóðverinu?
„Jú, auðvitað. Við höfum
fengið alla flóruna, allt frá góðum
söngvurum til fólks sem er algjör-
lega laglaust. Það hefur auðvitað
ákveðið skemmtanagildi líka. Svo er
líka vissara að reyna að gera þetta
fyrri part dags, svo allir séu ennþá
hressir.“
Þegar gæsir og steggir hafa
sungið hjá Jónasi hljóðblandar hann
lagið og skilar af sér geisladiski með
laginu og myndum frá upptökunum.
Allar nánari upplýsingar má fá á
heimasíðunni www.hljodver.is.
Tekur á móti steggjum og gæsum
Jónas Björgvinsson rekur Hljóðver.is þar sem vinsælt er að láta tilvonandi brúðhjón syngja lag sem svo er spilað í brúðkaupinu
Jónas
Björgvinsson.
Það er oft lífleg stemning í hljóðverinu
þegar gæsir og steggir kíkja í heimsókn.
16 | fréttatíminn | PáSkAHELGiN 24. MARS–28. MARS 2016
Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is