Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 24.03.2016, Qupperneq 70
Unnið í samstarfi við Culina Margir þekkja vörurnar frá Culina sem fást til dæmis í Búrinu og Frú Laugu en góður rómur hefur verið gerður að sósunum, kexinu og maukinu sem framleitt er úr fyrsta flokks hráefni. Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari er eigandi Culinu sem einnig er veislu- þjónusta með áherslu á persónu- lega matseðla sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavinarins. „Ég vil semja matseðlana með fólki þannig að hver matseðill verði svona dálítið sérstakur,“ segir Dóra. Sérhæfir sig í sérþörfum Sérstaða veisluþjónustunnar er ef til vill sú að mikið er lagt upp úr því að koma til móts við þau sem þurfa af einhverjum ástæðum að vera á sér- fæði, til dæmis vegna ofnæmis eða óþols. „Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sér- stöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra sem notar sína miklu reynslu og þekkingu til þess að sníða matseðlana að þörfum hvers og eins án þess að það bitni á bragði eða gæðum. Bæði græn- metisætur og þau sem eru vegan hafa líka verið stór hópur sem sækir veisluþjónustu sína til Culinu. Alltaf hægt að finna lausnir Dóra gefur sér mikinn tíma til að semja matseðilinn með kúnnanum, sest niður með honum og ræðir óskir og væntingar. „Það er alltaf gott að fólk sé með einhverja hug- mynd áður en það kemur til mín og jafnvel verðhugmynd. Það er svo auðvelt að smíða inn í rammann eftir hugmyndum hvers og eins og alltaf hægt að finna lausnir og gera eitthvað skemmtilegt sem passar inn í flesta fjárhagsramma. Mark- miðið er alltaf að þetta verði fallegt og gott og sanngjarnt fyrir alla,“ segir Dóra. Sjá nánari upplýsingar á culina.is. Hafið samband beint við Dóru: dora@culina.is eða í síma 892 5320 Rómantískur brúðarvöndur Falleg blanda af hvítum vorblómum, sígildur og rómantískur. 4 árstíðir Lágmúla 4 S. 566 8215 Framandi brúðarvöndur Leikur að þykkblöðung- um og orkídeum, ný og skemmtileg blanda. 4 árstíðir Lágmúla 4 S. 566 8215 Frjálslegir, rómantískir og náttúrulegir Persónulegir matseðlar og pottþétt þjónusta Veisluþjónusta Culinu leggur metnað sinn í að uppfylla óskir og væntingar viðskiptavina Samansettur af nellikum, hor- tensíum, bónda- rós, brúðar- kollu, safari og eryngium. 18 Rauðar Rósir Hamraborg S. 554 4818 Hefðbundin rómantík Vöndurinn er vafinn með brúðarslöri, nellikum, ástareldi og hvítum hortensíum. 18 Rauðar Rósir Hamraborg • S. 554 4818 Rómantískur og lukkulegur Samkvæmt gömlum brúðkaupshefðum er það brúðinni til lukku að hafa eitthvað blátt á brúðkaupsdaginn. Bláu hortensíurnar gera þennan vönd einstaklega rómantískan og fallegan og færa brúðinni vonandi lukku í komandi hjónabandi. Garðheimar Stekkjarbakka 6 • S. 540 3300 Frjálslega formaðir vendir eru að koma sterkir inn. Þeir bera með sér fersk- an og óformlegan andblæ. Líkt og brúðurin hafi farið út á engi og tínt sér nokkur blóm í vönd. Í þessum vendi leika græn lauf og greinar mikilvægt hlut- verk í fylgd með uppáhaldsblómum brúðarinnar. Garðheimar Stekkjarbakka 6 S. 540 3300 Ferskur og frjálslegurVilltur náttúruvöndur Matseðlar af öllum sortum Þó að Culina sérhæfi sig í mat- seðlum fyrir þau sem eru með sérþarfir af einhverju tagi eru engin takmörk fyrir því hvað er í boði; matseðlarnir geta verið af öllum sortum. Það eina sem þeir eiga allir sameiginlegt er að Culina leggur metnað sinn í að elda alla rétti frá grunni og notar engin óþörf aukaefni eða rotvarnarefni. „Það er ekkert leiðinlegra en þegar fólk sem þarf að huga að sérstöku mataræði getur ekki einu sinni borðað matinn í eigin veislu, það er alveg glatað,“ segir Dóra. Mynd | Hari 18 | FRéttatíminn | páSkaHeLgin 24. MarS–28. MarS 2016 Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.