Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 71

Fréttatíminn - 24.03.2016, Blaðsíða 71
„Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Wellington, hun- angsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“ Unnið í samstarfi við Veislugarð Veisluþjónustan Veislugarður var stofnuð árið 1998 af hjónunum Vigni Kristjáns-syni matreiðslumeistara og Elísu Guðmundsdóttir blómaskreyti. Veislugarður býður upp á alhliða veisluþjónustu og leggur mikla áherslu á girnilegan og vel útilátinn matseðil sem lætur bragðlaukana dansa. Beef Wellington slær alltaf í gegn Vignir segir mikla fjölbreytni ríkja í matseðlum fyrir brúðkaup en eitt af því vinsælasta sé steikarhlaðborðið. „Þá er humarsúpa í forrétt og svo innbökuð nautalund eða Beef Well- ington, hunangsgljáð kalkúnabringa og lambalæri. Svo er úrval sætra bita í boði í eftirrétt.“ Smáréttir af öllum gerðum Smáréttahlaðborð er einnig afar vinsælt í brúðkaupsveisluna og þá er hægt að raða saman alls kyns girni- legum minni réttum. „Þar erum við að tala um tapassnittur og mikið úrval af alls kyns smáréttum,“ segir Vignir. Á vefsíðu Veislugarðs, veislugardur. is, má sjá fjölbreytt úrval rétta og matseðla og fá tilboð í veislu. Bragðlaukarnir dansa í veislunni Veisluþjónustan Veislugarður býður upp á fjölbreytt úrval af mat fyrir brúðkaup og aðrar veislur Smáréttahlaðborð eru afar vinsæl. Matreiðslumeistari með mikla reynslu Matreiðslumeistari og framkvæmdastjóri Veislu- garðs er Vignir Kristjánsson. Vignir útskrifaðist af Hótel Borg árið 1982. Hann hefur starfað við fagið allar götur síðan og m.a. starfað á Hótel Holti, Sjávarsíðunni og í veiðihúsum víða um Ísland. Myndir | Rut Beef Wellington er hluti af steikarhlaðborði Veislugarðs. Unnið í samstarfi við 4 Árstíðir Elísa Ó. Guðmundsdóttir blómahönnuður er eigandi 4 Árstíða. Verslunin sérhæfir sig í árstíðabundinni blómahönn- un og fallegri gjafavöru, til að mynda sælkeravörunum frá Nicholas Vahé, IB Laursen, B. Green og hinu skand- ínavíska House Doctor sem margir þekkja. Í 4 Árstíðum er lögð áhersla á að bjóða upp á það ferskasta sem í boði er á hverjum árstíma. Villtir vendir „Það sem er að gerast í brúðar- blómunum er að vendirnir eru að verða minna formfastir en þeir voru. Þéttingsfastir kúluvendir eru á undanhaldi og það er komin meiri hreyfing í þá, þeir eru að stækka og verða mun lausari,“ segir Elísa. „Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“ Frjálsræðið allsráðandi Fjölbreytnin í blómunum er alls- ráðandi, að sögn Elísu og jafnvel er farið að blanda þykkblöðungum og kryddjurtum með í vendina. Blómin eru í öllum litum og blandast með alls konar greinum. „Þetta er bara mjög skemmtilegt. Við erum að upplifa mikið frjálsræði í þessum efnum, erum að ganga inn í öld Vatnsberans!“ 4 Árstíðir eru til húsa að Lágmúla 4, ekið er inn á plan hjá Mikluborg fasteignaskrifstofu, beygt strax til hægri og keyrt niður brekku. Litagleði, frjálsræði og fjölbreytni Brúðarvendir eru að verða villtari og náttúrulegri Yfirgripsmikil reynsla og fagmannleg vinnubrögð Elísa hefur starfað við blómahönnun og útstillingar frá árinu 1978. Reynsla hennar spannar vítt svið og var hún meðal annars yfirblóma- skreytir hjá Alaska 1982-1993. Þá starfaði hún sjálfstætt við ýmis verk- efni tengd viðburðum, útstillingum og blómasýningum til ársins 1998 er hún stofnaði veislu- og viðburðaþjónustuna Veislugarð ásamt manni sínum, Vigni Kristjánssyni matreiðslumeistara. Veislugarður heldur utan um veislur og aðra viðburði af flestum toga og eru skreytingar Elísu stór umgjörð utan um þá. Árið 2014 opnaði hún 4 Árstíðir sem hún rekur meðfram Veislugarði. Há og falleg skreyting sem myndi sóma sér vel á hvaða háborði sem er. Litríkur hippavöndur úr smiðju Elísu. „Það er líka dálítið verið að leika sér með náttúruna og blanda blómum, vendirnir eru villtir og þurfa alls ekki að vera symmetrískir.“ |19fréttatíminn | pÁSKAHELGIN 24. MARS–28. MARS 2016 Kynningar | Brúðkaup AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.