Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Qupperneq 6
6 TMM 2007 · 4
D i c k R i n g l e r
eftir gamlan granna Jónasar í Öxnadalnum, séra Jón Þorláksson á Bæg-
isá, þýðanda Paradise Lost eftir Milton. En „Landkostirnir“ fylgja sjálfir
nákvæmlega ennþá eldri texta, kvæði eftir norska prestinn og alþýðu-
skáldið Claus Frimann. Jónas las að öllum líkindum kvæði Frimanns
þegar hann var í skóla á Bessastöðum, en allar heimildir benda til þess
að það hafi verið aðlögun Jóns sem hvatti hann til að yrkja sitt kvæði.
Hér eru þá kvæði Jóns og Jónasar, hlið við hlið:
LANDKOSTIRNIR DALVÍSA
Minn sumardalur! þökk sé þér,
með þúfu hverri og steini!
gott þegar kvikféð útleyst er
af dimmu vetrarleyni,
blómgrænan faðm þú breiðir því,
býður sælgæti mart þarí;
minn sumardalur! þökk sé þér
með þúfu hverri og steini!
Minn góði skógur, þökk sé þér
þarfra hvern fyrir lunda!
arðsæll haustplógur minn er mér
megi eg þitt umrót stunda;
dýpt vetrarfanna drjúg þó sé,
svo dansi lágt þín stoltu tré;
minn góði skógur, þökk sé þér
þarfra hvern fyrir lunda!
Mín fjallagirðing! þökk sé þér
þú dalsins háfi bakki!
vörn móti stormum ólmum er
þinn yfrið stolti hnakki;
mín Silfurtá, þú góða geit!
gjörist þar næsta spræk og feit;
mín fjallagirðing! þökk sé þér
þú dalsins háfi bakki!
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
góða skarð með grasahnoss!
gljúfrabúi, hvítur foss!
verið hefur vel með oss,
verða mun það enn þá löngum;
gljúfrabúi, gamli foss!
gilið mitt í klettaþröngum!
Bunulækur blár og tær!
bakkafögur á í hvammi!
sólarylur, blíður blær,
bunulækur fagurtær!
yndið vekja ykkur nær
allra best í dalnum frammi;
bunulækur blár og tær!
bakkafögur á í hvammi!