Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Page 69
TMM 2007 · 4 69
H a l l d ó r L a x n e s s í í s l e n s k u m s k á l d s k a p
Harlow, en eftir nokkurra mánaða hjónaband stytti hann sér aldur, að sögn
vegna getuleysis, en því var líka haldið fram, að fyrrverandi eiginkona hans
hefði myrt hann.40
Þessi athugasemd skilaði sér inn á svið Þjóðleikhússins undir lok leikrits
Ólafs Hauks þar sem kvikmyndamógúllinn tilkynnti Halldóri að ekkert
gæti orðið af kvikmyndagerðinni:
HALLDÓR: Hefur ekki herra Bern, einn hæfasti kvikmyndaleikstjórinn hér
um slóðir barist fyrir því að fá að gera þessa mynd? Hvað segir hann um þessar
málalyktir?
MÓGÚLL: Ekkert, herra Laxness, herra Bern segir ekkert.
HALLDÓR: Segir hann ekkert? Það kemur mér sannarlega á óvart.
MÓGÚLL: Herra Bern skaut sig í nótt. Hann skaut sig í höfuðið.
(Löng þögn. Loks tekur Halldór við handritinu.)
MÓGÚLL: I am sorry. Better luck next time.
UNNUSTA: Þetta gerðist ekki svona. Herra Bern svipti sig ekki lífi fyrr en
þremur árum eftir að þú fórst frá Bandaríkjunum.
HALLDÓR: Og hvað með það? Þetta fer betur í sögu.
UNNUSTA: Finnst þér þú þurfa að skrökva þessu?
HALLDÓR: Þetta leiðréttist einhverntíma. Þá verð ég dauður. Í augnablikinu
þykir mér ásættanlegra að Dauðinn hafi bundið endi á drauma mína, fremur
en …
UNNUSTA: … fremur en hvað? (Halldór svarar því ekki. Grýtir frá sér handrit-
inu. Amman tekur það til handargagns.)41
Það er með öðrum orðum ekki nóg með að Halldór Laxness hafi talað á
einum stað í gegnum kvikmyndamógúlinn í Hallóri í Hollywood heldur
brá Hannesi Hólmsteini þar líka fyrir, eitt hverfult andartak, sem unn-
ustu skáldsins.
Þeir mjög svo afmörkuðu þættir úr leikriti Ólafs Hauks Símonarson-
ar sem hér hafa verið til umræðu gefa vonandi vísbendingu um nokkur
þeirra álitamála sem hægt yrði að fjalla um í ritgerðinni „Halldór Lax-
ness í íslenskum skáldskap“. Ljóst er að margir tóku þátt í að móta þá
mynd af hinni skálduðu persónu Halldóri Laxness og samferðafólki
hans sem birtist leikhúsgestum haustið 2005, þar á meðal Halldór sjálf-
ur. Bæði dæmin sem hér hafa verið greind leiða í ljós þá tilhneigingu
skáldsins að tengja eigin skáldskap við æviferil sinn, meðal annars í for-
málum og eftirmálum að verkum sínum. Þau benda jafnframt til þess að
sú ævisaga sem Halldór vildi segja af sjálfum sér sé einum þræði skáld-
skapur; að minnsta kosti er ástæða til að taka henni með fyrirvara.42
Það væri því ef til vill viðeigandi að fyrsti kafli margboðaðrar lokarit-