Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 70
70 TMM 2007 · 4
J ó n K a r l H e l g a s o n
gerðar – kafli sem nefna mætti „Þetta fer betur í sögu“ – yrði helgaður
hinni skálduðu persónu Halldóri Laxness í skrifum Halldórs sjálfs. Slík-
ur kafli gæti hafist á stuttri umfjöllun um skáldsöguna Vefarann mikla
frá Kasmír sem Halldór sendi frá sér árið 1927, skömmu áður en hann
fór til Vesturheims. Í sjöundu bók verksins er lýsing á kvöldverðarboði
þar sem Steinn Elliði, nýkominn til Íslands eftir langa útivist, upplýsir
viðstadda um að hann hafi varið drjúgum hluta af deginum í að lesa
Morgunblaðið, einkum þó auglýsingar. Amma hans spyr hvort hann
hafi ekki lesið neitt annað: „Nei, hann hafði ekki lesið annað en auglýs-
íngar. Þær vóru hið skemmtilegasta sem hann hafði fundið í blaðinu.
Hitt var þvaður. – Stundum eru þó greinar í Morgunblaðinu eftir Sigurð
Þórólfsson og Halldór Kiljan Laxness, sagði amma hans.“43
Grein þessi er hluti af rannsókn sem styrkt er af rannsóknarsjóði RANNÍS.
Tilvísanir
1 Ólafur Haukur Símonarson. Halldór í Hollywood. Handrit sýningarstjóra með
handskrifuðum leiðréttingum, varðveitt í Þjóðleikhúsinu. Þjóðleikhúsið, októ-
ber 2005, s. 34.
2 Jón Karl Helgason. Hetjan og höfundurinn. Brot úr íslenskri menningarsögu.
Reykjavík: Heimskringla – háskólaforlag Máls og menningar, 1998.
3 Þröstur Helgason. „Með höfund Njálu í vasanum.“ Morgunblaðið 5. apríl, 1998.
4 Bjarni Hinriksson. „Tryggðatröll.“ Gisp! Guðdómleg innri spenna og pína. Fransk-
ar og íslenskar myndasögur á Kjarvalsstöðum. Reykjavík: Listasafn Reykjavíkur,
Kjarvalsstaðir, 1992, s. 51–53.
5 Jón Kalman Stefánsson. Sumarið bakvið Brekkuna. Reykjavík: Bjartur, 1997, s.
14.
6 Gerður Kristný. Regnbogi í póstinum. Reykjavík: Mál og menning, 1996, s. 8.
7 Alda Björk Valdimarsdóttir. „Vera Hertzsch. Dæmisögur um siðferði skálds.“
Skírnir 181 (vor 2007): 36–60. Lokaritgerð Öldu í almennri bókmenntafræði
við Háskóla Íslands er frá árinu 2004 og ber titilinn „Rithöfundur Íslands. Um
skáldskaparfræði Hallgríms Helgasonar.“
8 Arnaldur Indriðason. Konungsbók. Reykjavík: Vaka-Helgafell 2006, einkum s.
352–54.
9 Inga María Leifsdóttir. „Förin til Hollywood.“ Morgunblaðið 14. október 2005.
10 Ólafur Haukur Símonarson. Halldór í Hollywood, s. 2.
11 Peter Hallberg. Hús skáldsins I. Þýð. Helgi J. Halldórsson. Reykjavík: Mál og
menning 1970, s. 46.
12 Gérard Genette. Palimpsests. Literature in the Second Degree. Þýð. Channa
Newman og Claude Doubinsky. Lincoln og London: University of Nebraska
Press, 1997, s. 3. Sjá einnig: Gérard Genette. Paratexts. Thresholds of Inter-