Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Síða 83
TMM 2007 · 4 83
S é r s t a k a r a ð g e r ð i r g e g n s ó s í a l i s t u m
Guðni, bls. 65). Um þetta mætti margt segja. Bandarískar leyniskýrslur til
Þjóðaröryggisráðsins um viðræður íslenskra ráðherra við bandaríska ráða-
menn í aðdraganda NATO-aðildar liggja fyrir. Þær birtust að hluta í Lesbók
Morgunblaðsins 1976. Þar segir m.a.:
Í viðræðum sem fóru fram í Washington í mars 1949 milli íslenska utanríkisráð-
herrans og fulltrúa bandaríska utanríkisráðuneytisins og hermálaráðuneytisins
voru menn sammála um það að hugsanleg bylting kommúnista væri mesta hættan
sem vofði yfir Íslandi. Hversu mikil sú hætta er kom greinilega fram í uppþotum
kommúnista meðan umræður um Norður-Atlantshafssáttmálann fóru fram á
alþingi 31. mars. (Lesbók Mbl. 28. mars 1976, bls. 3)
Í þessum skýrslum er rætt um ytri og innri hættu á Íslandi og því slegið föstu
að viðbúnaður NATO skuli miðast fyrst og fremst við þetta: uppþot og bylt-
ingu innlendra kommúnista (sjá meira af þessum skýrslum í Dagfara 2. tbl.
1986).
Skrif Guðna Th. sýna að sérráðstafanir gegn sósíalistum eftir stríðið, svo
sem hleranir og skipulagning varalögreglu, komu í beinu og rökréttu fram-
haldi af áðurnefndum lögregluaðgerðum fyrir stríð. Í aðgerðum stjórnvalda
kringum Keflavíkursamning og NATO-aðild blasir sama stéttarlega kenni-
mark við í gögnum þeim sem hann birtir. Sósíalistaflokkurinn hafði styrkt sig
mjög í verkalýðshreyfingunni, hann náði yfirburðameirihluta á Alþýðusam-
bandsþingi 1946, og ASÍ og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna beittu sér af fullum
krafti í baráttu gegn Keflavíkursamningnum það ár. Guðni nefnir þessa stað-
reynd (bls. 52 og 55) en leggur allt of litla áherslu á hana: að stjórnvöld áttu í
höggi við herskáa verkalýðshreyfingu þar sem vinstri sósíalistar höfðu sterka
stöðu á evrópskan mælikvarða. Barátta verkalýðshreyfingarinnar á þessum
árum var ekkert „ímyndað stríð“ og hún var valdamönnum örugglega meira
áhyggjuefni en hitt ef einstaka reiðir menn gripu til hnefaréttar í mótmælaað-
gerðum. Auk þess voru þjóðerniskenndir afar sterkar í hinu unga lýðveldi.
Samkvæmt heimildum Guðna Th. marka atburðirnir kringum inngönguna
í NATO upphaf meiri háttar hlerana eftir stríð. Í ljósi slagsmálanna á Aust-
urvelli álítur hann „að símhleranirnar í mars og apríl 1949 hafi verið réttlæt-
anlegar“ (Guðni, bls. 98). Svo kom herinn 1951 og gögn Guðna setja þá atburði
einnig í afar áhugavert samhengi íslenskrar stéttabaráttu. Þremur dögum eftir
komu hersins „lögðu Bjarni Benediktsson og Lawson sendiherra drög að sam-
komulagi um samstarf á sviði heimavarna“ þar sem Bandaríkjastjórn bauðst til
að veita Íslendingum vopn og þjálfun (Guðni, bls. 142). Útfærslan dróst á lang-
inn en hvað falist gat í slíku „samstarfi“ birtist í kringum „stóru skrúfuna“ í
desember 1952, víðtækasta verkfall sem orðið hafði á Íslandi. Guðni ýjar að því
að áður en lauk hafi verið að því komið að hernum væri beitt til að leysa það.
Og strax eftir verkfallið voru Hermann Jónasson og Bjarni Benediktsson sam-
taka um að óska eftir stofnun íslenskra hersveita eða þjóðvarðliðs m.a. af því
að bandaríska hernum væri „ekki hægt að beita í innanlandsátökum nema
hreint valdarán hefði hafist“ (Guðni, bls. 143). Á 1. maí um vorið var krafan