Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Side 117
TMM 2007 · 4 117
B ó k m e n n t i r
bóta fyrir textann. Gamla gervihlutleysið er frekar til þess fallið að drepa text-
anum á dreif. Til dæmis um viðhorf sögumanns má nefna að sagt er frá fem-
ínískri andúð lítillar stúlku á því að þurfa að ríða í söðli meðan yngri bróðir
montar sig í hnakk ( 361) án þess að greint sé frá heimildum um þetta, og
nokkur slík dæmi eru í sögunni. Á sama hátt kemur fram að sögumaður er
andsnúinn flengingum og hvers konar öðru ofbeldi, hefur vantrú á kreddum
en hins vegar sterka trú á það sem kalla mætti hið mannlega í fari okkar eða
kærleikann. Bæði þessi og önnur viðhorf sögumanns falla nokkuð skilmerki-
lega að sjónarmiðum Matthíasar eins og honum er lýst í bókinni. Sögumanni
og viðfangsefni kemur þannig séð nokkuð vel saman þó auðvitað séu höfund-
ur, sögumaður og aðalpersóna ekki einn og sami maður. Það gerist ekki einu
sinni í sjálfsævisögum.
Ekki er þó hægt að segja að sögumaður í Upp á Sigurhæðir sé með öllu
ógagnrýninn á aðalpersónu sögunnar og gagnrýni samtímamanna fær að
njóta sín. Matthías skrifar gúmmítékka sem áreiðanlega er nokkuð framsækin
hugmynd á hans tímum og gerir sig sekan um ýmiss konar annað reiðuleysi í
fjármálum, hann hleypur frá óléttri stúlku þó að hann snúi að vísu seint og um
síðir til hennar aftur; hann kann sér ekki alltaf hóf í ýtni og löngun eftir lífsins
gæðum. Það kalla sumir frekju og græðgi og hann er stundum lausmáll.
Heildarmyndin af Matthíasi, sem dregin er upp í þessari ævisögu, sýnir
mann sem heyr harða lífsbaráttu, veðjar á mannkærleikann og deyr að lokum
frægur og vinsæll þrátt fyrir mörg heiftarleg áföll. Leiðarhnoðu í lífi hans eru
framar öðru skáldskapurinn og trúin. Hann samdi við Guð, bað hann að
hjálpa sér að komast í skóla og lagði sál sína undir (106). Skáldskapinn fékk
hann hins vegar með mjólkinni frá móður sinni (16). Skáldskapurinn varð
honum sterkt vopn í fásinninu í Flatey og kom honum í dálæti hjá heldra fólki
sem átti peninga. Sama var að segja um stöðu hans sem skólaskálds, og stund-
um vill samleikur stóru sögunnar og þeirrar litlu verða svolítið sérstakur. Árið
1862 hafði Björn Gunnlaugsson kennari ferðast um öræfin og sagt í Íslendingi
að engir útilegumenn hefðu nokkurn tímann verið til. Þess vegna var nauð-
synlegt að koma þeim til varnar. Þjóðin vill ekki láta taka af sér þjóðsögurnar
og enn sem fyrr hrærast upplýsing og rómantík saman í íslenskri hugmynda-
sögu. Kvöldfélagið auglýsir eftir drápu um Fjalla-Eyvind til þess að verja þjóð-
leg gildi og fornar sagnir og Matthías skrifar leikrit sitt Útilegumenn að mestu
yfir jólin 1861. Það var svo sýnt í febrúar 1862 við gríðarleg fagnaðarlæti. Það
er tekist á um heimsmynd bæði í bókmenntum og trú. Hið óræða í heimi
mannanna er á undanhaldi en vísindin sækja á. Útilegumenn eða Skugga-
Sveinn er að mörgu leyti faglega skrifað leikrit þrátt fyrir afar litla og frum-
stæða leikhefð. Auk þess þýddi Matthías leikrit eftir Ibsen og Shakespeare og
var þannig í margföldum skilningi einn mikilvægasti maður íslenskrar leikrit-
unar og leikhúss. Hann var mikilvirkur þýðandi og gildi hans fyrir sögu
íslenskra bókmenntaþýðinga er ótvírætt.
Prestaskólinn er mjög fámennur þegar Matthías hefur þar nám, einungis
þrír nýliðar setjast á skólabekk í Hafnarstræti þar sem nú er númer 22. Skáld-