Tímarit Máls og menningar - 01.11.2007, Blaðsíða 132
132 TMM 2007 · 4
B ó k m e n n t i r
Örlögin eru þarna að verki, segulsvið hins helvíska hellis á Suðurskautslandinu
dregur til sín risastóran málmklumpinn – Jóni Karli var einfaldlega ætlað að
koma um borð, honum var ætlað að hitta Kyndarann, reykja með honum
cannabis sativa, sjá blýantsteikninguna af Kutulu, konungi undirheimanna og
þroska með sér meira hatur en nokkru sinni fyrr. Valdahlutföllin þverkrossast:
Kyndarinn er hinn lúbarði og undirgefni kennari á meðan Jón Karl er ógnandi
nemandi í djöflatrú.3
Jóni Karli var líka ætlað að enda þar sem hann endaði. Einna skemmtilegasti
hluti Skipsins er sjálfurinn endirinn. Sagan þróast með slíkum hætti að maður
hlýtur að spyrja sig, svona um það bil um miðbik hennar, hvernig höfundur
ætli að leysa úr málum, hvernig mennirnir nái að snúa heim til ástvina eða
heim í faðm réttvísinnar; hvernig hetjan og hin góðu öfl nái aftur völdum. En
ekkert slíkt gerist. Þess í stað tekur sagan nokkuð óvænta dýfu úr öskunni í
eldinn og skipið rekur vélarvana alla leið á heimsenda – til Suðurskautslands-
ins. Það er versta martröð skipverjanna, enda skipaferðir fátíðar og fjarskipti
stopul.4
Bókin endar sem sagt illa, samkvæmt öllum venjulegum viðmiðum í þeim
efnum. En hún endar líka á óræðan hátt – það er erfitt, kannski ómögulegt, að
lesa Skipið akkúrat upp á hár og skilja plottið til fulls. Þegar Jón Karl hefur
fetað hellinn lengi og rekst svo á sléttan klettavegg í myrkrinu verður hann
illur, illari en áður og hann sér rautt og öskrar og skallar vegginn og … fer í
gegnum hann? Allt í einu breytist sjónarsviðið og við færumst aftur á byrj-
unarreit, á barinn þar sem uppreisn fimmmenninganna var skipulögð. Hinn
óræði endir kippir öllum raunverustoðum undan lesandanum: Jón Karl/
Kölski, Karl, Spilakassa-Kalli, Kyndarinn – allir virðast þeir renna saman í eitt
þarna í lokin.
Skipið sver sig þannig í ætt við kvikmyndir á borð við Usual Suspects,
Mulholland Drive, Jacobs Ladder og auðvitað Pulp Fiction. Allar afvegaleiða
þær áhorfandann og reynast ekki vera svo auðséðar – reynast vera púsluspil
sem passar ekki alveg saman, passar pirrandi næstum því saman, en ekki
alveg.
Skipið er skemmtilesning ef lesandi getur á annað borð sett sig í reyfarastell-
ingar. En skáldsagan hefur líka óvænta ljóðræna dýpt og áræðni til að fara
óvenjulegar leiðir og sú staðreynd breiðir yfir fyrrnefnda galla í textanum og
gerir heildarmyndina sannfærandi.
Svo er bara að bíða eftir kvikmyndinni …
Tilvísanir
1 Þessi dagsetning getur varla verið tilviljun, en engar vísbendingar var að finna
innan bókarinnar sem gefa til kynna frekari tengingar við árásirnar á Tvíbura-
turnana.
2 Hér er einn slíkur heilabrjótur sem gerir ekkert nema pirra lesandann: „Skip-
stjórakáetan er stjórnborðsmegin á F-þilfari sem kallað er skipstjóraþilfar.