Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 6
6 TMM 2008 · 1
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n
sveitarmenn læra íslensku“.1 Þarna er strax kominn opinber vísir að von-
lenskunni og fyrsta heimildin um hana.
Þegar hljómsveitin tók upp lagið „Von“ í hljóðveri vantaði söngtext-
ann, en Jón Þór prófaði sig áfram með því að söngla málleysu yfir lagið,
og var ákveðið að láta það standa. Þegar vonlenskan var orðin eitt af
sérkennum Sigur Rósar var nafn hennar dregið af heiti lagsins.2 Jón Þór
hefur sagt að hugtakið hafi verið búið til af fjölmiðlum, að hljómsveitin
hafi ekki stungið upp á nafninu. En aðalatriðið er ekki hvaðan hugtakið
er komið. Rétt eins og önnur listahugtök fékk vonlenskan nafn sem er
notað við skilgreiningar á henni,
Meðlimir Sigur Rósar hafa aldrei birt vonlensku á prenti. Ritunin,
eins og hún birtist hér á eftir, er túlkunaratriði og byggð á rannsókn
minni. Dæmin eru til þess að sýna þróun vonlenskunnar. Það fyrsta er
úr umræddu lagi, „Von“:
tjsó so vó
sjórn tufæ
tso jú gó
óon tsuha
tsó jú tsó jí …3
Engin sjáanleg regla er í orðskipan eða orðhlutaröðun, það er að segja
hvernig málleysunni er raðað upp í „sönglínur“ og „orð“. Skipting mín í
sönglínur er byggð á hvernig söngurinn spinnst saman við tónlistina.
„Von“ er á handahófskenndri málleysu og segir sagan að Jón Þór hafi
sungið viðstöðulaust við lagið í hljóðverinu. Eina sem sjá má er vísir að
forskeytum og hljóman orða í komandi lögum Sigur Rósar. Þar má
nefna orðið „jú“, sem verður mjög áberandi í síðari verkum hljómsveit-
arinnar.
Á annarri breiðskífu Sigur Rósar, Ágætis byrjun (1999), er eitt lag á
vonlensku, „Olsen Olsen“, öll hin eru sungin á íslensku.
séí tsé sjáu
séivá de ida
éleifidí
édíidí …4
Regla er farin að myndast, forskeytin „sé-“ og „é-“ eru fremst í hverri
sönglínu. Það er til merkis um að vonlenskan sé hugsuð sem staðgengill
fyrir tækan texta. Hugtökin tækur texti og ótækur texti vísa til þess