Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 14
14 TMM 2008 · 1
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n
Komið ykkur í eins hlutlaust eða móttækilegt hugarástand og þið getið. Gleymið
bæði snilligáfu ykkar og hæfileikum sem og allra annarra. Minnið sjálfa ykkur
á að bókmenntirnar eru ein hryggilegasta leiðin og hún getur leitt menn hvert
sem þeir vilja. Skrifið ört, án þess að gefa ykkur viðfangsefnið fyrirfram, nógu
ört til að þið náið ekki að leggja það á minnið og freistist ekki til að lesa yfir.19
Að mati súrrealista draga aðferðir sem þessar upp hreinasta form sköp-
unar, þar sem skáldið reynir að komast nær dulvitund sinni, en ýtir frá sér
allri fyrri reynslu og þekkingu. Eina sem skiptir máli í skrifunum er opið
og hlutlaust hugarástand listamannsins. Þegar Jón Þór sönglar ósjálfrátt
yfir lagið „Von“ minnir það mjög á hugmyndir súrrealista um ósjálfráð
skrif. Upplifun og túlkun viðtakenda á ótækum texta vonlenskunnar líkj-
ast einnig frjálsu hugrenningarflæði og ósjálfráðum skrifum.
Annar undirkafli „Leyndardóma hinnar súrrealísku galdralistar“ ber
heitið „Að ganga í augun á konu á götu úti“. Hann er svona:
……………………………….
……………………………….
……………………………….20
Þegar kemur að því hvernig á að stýra kynhvötinni er Breton orða vant,
en samt má greina vissa kaldhæðni þarna. Eins og áður hefur verið rætt,
lagði Freud talsverða áherslu á hvernig frumhvatirnar, sérstaklega kyn-
hvötin, er bæld niður og síðan stýrt frá dulvitundinni inn á þjóðfélags-
legt svið einstaklingsins. Með ósjálfráðum skrifum sóttust súrrealistar
eftir því að draga þessa bælingu upp á yfirborð meðvitundarinnar, en
greinilegt er að Breton gefur í skyn að hver og einn verði að stýra eigin
kynhvöt. Aðferð hans til að ná fram túlkun viðtakenda á þessum und-
irkafla er svipuð og Sigur Rós gerir með vonlenskunni. Enginn tækur
texti er til staðar, en þegar viðtakandi upplifir textaleysið leitar hann
ósjálfrátt á svið dulvitundarinnar og býr til í huganum persónubundna
aðferð við að ganga í augun á konu. Það gerist vegna titils undirkaflans,
en ekki innihaldsins.
Annar þáttur sem tengir verk Sigur Rósar við súrrealisma er skoðun
Bretons á siðferðisvitund mannsins:
Hlutskipti hans felst nú í lítillætinu […] ríkidæmi hans eða fátækt skipta hann
engu, að þessu leyti er hann ennþá nýfætt barn, og hvað viðvíkur velþóknun
siðferðisvitundar hans, þá viðurkenni ég að hann kemst auðveldlega af án
hennar.21