Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 90
90 TMM 2008 · 1
K r i s t í n B j a r n a d ó t t i r
því varð ekki. Bókin var enda mjög fræðileg og óvíst hvort margir
Íslendingar voru læsir á efni hennar.
Gunnarskver
Kverið Lijtid wngt Støfunar Barn, öðru nafni Gunnarskver, eftir sr.
Gunnar Pálsson, útg. 1782, er merkilegt rit. Fyrri hluti þess er stafrófs-
kver þar sem fjallað er um sérhljóða, samhljóða, stafrófið og margvís-
legar samstöfur eins og segir þar. Síðari hlutinn, sem hefst á bls. 41, er
um „frekari Støfunar idkun, ef ei og maa ske Lestrar“. Í fyrsta kafla þess
hluta eru nokkrir orðskviðir eða málshættir. Í öðrum kafla eru nokkrar
ráðgátur, þar á meðal gátan um fuglana, ásamt lausninni í bundnu máli.
Í þriðja kafla er að finna tölustafi, „almennelega“ eða venjulega og
rómverska, auk margföldunartöflunnar. Yfirskrift fjórða kapítula er svo
„Ymislegt, sem Nøfnum tiaair ad nefna.“
Málfar og ritháttur hefur breyst töluvert á þeim átta áratugum sem
liðu frá útgáfu stafrófskversins þar til Björn Gunnlaugsson reit handrit
sitt, en texti gátunnar er nánast sá sami. Aðeins skeikar um orðin „flýt-
um oss“ þar sem Gunnar hefur „fórum við“.
Uppruni gátunnar
Gátan hefur yfir sér íslenskt yfirbragð. Hún fjallar um íslenska fugla og
íslenskar verðeiningar, álnir vaðmáls. Ætla mætti að hún væri eins
konar húsgangur úr fyrndinni, varðveittur í bundnu máli í munnlegri
geymd. Alþekkt er þó að erlent efni af þessu tagi hefur verið tekið og
fært í íslenskan búning sem fer því svo vel að hvergi sér á því misfellu
(Vésteinn Ólason, 1967).
Gátu þessa er að finna í fornum ritum erlendum og í mörgum
útgáfum. J. Tropfke talar um 100 fugla dæmið í yfirlitsriti sínu, Ge-
schichte der Elementarmathematik (1980). Hann rekur söguna aftur til
ársins 485 e. Kr. í Kína þar sem kaupa á 100 hænsn fyrir 100 sapeka.
Hani kostar 5 sapeka, hæna 3 sapeka og þrír kjúklingar 1 sapek. Gefnar
eru þrjár lausnir á þeirri þraut. Dæmið birtist síðar meðal Araba hjá Abu
Kamil (um 850–930), á Indlandi, m.a. hjá Bhaskara II (1114–1185), þar
sem fuglategundirnar eru fjórar, í Persíu og í Býsansríkinu. Það barst
síðan til Vesturlanda þar sem Leonardo frá Pisa tók það upp (Tropfke,
1980: 613–616).