Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Síða 101
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 1 101
Jón Kalman Stefánsson hlaut Verðlaun Félags bóksala fyrir bestu íslensku
skáldsöguna, Himnaríki og helvíti (Bjartur), Kristín Svava Tómasdóttir fyrir
bestu ljóðabókina, Blótgælur (Bjartur) og Þórarinn og Sigrún Eldjárn fyrir
bestu barnabókina, Gælur, fælur og þvælur (MM). Maðurinn var valin best í
hópi handbóka og fræðibóka (JPV), Þúsund bjartar sólir eftir Khaleid Hosseini
besta þýdda skáldsagan (JPV) og Harry Potter og dauðadjásnin besta þýdda
barnabókin (Bjartur).
Íslensku myndskreytiverðlaunin, sem kennd eru við Dimmalimm, voru
afhent í sjötta sinn í Gerðubergi 7. desember. Þau hlaut Sigrún Eldjárn, mynd-
listarkona og rithöfundur, fyrir myndirnar í barnaljóðabókinni Gælur, fælur
og þvælur. Kvæðin eru eftir Þórarin Eldjárn og með bókinni fylgir geisladiskur
þar sem Bára Grímsdóttir kveður öll ljóðin við íslensk rímnalög. Sigrún er
ákaflega vel að þessum verðlaunum komin og bókin öll aldeilis frábær.
Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut Jónína Leósdóttir á afmælisdegi Jóns 21. janúar
fyrir ljóðið „Miðbæjarmynd“. Viðurkenningar hlutu Helgi Ingólfsson og
Davíð Hjálmar Haraldsson.
Bókaútgáfan í fyrra var óvenjumikil en mál manna var að ljóðabækur hefðu
náð meiri athygli en venja er til. Sést það meðal annars á því að tvær ljóðabæk-
ur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk minningabókar
ljóðskálds. Hefur satt að segja verið erfitt fyrir dómnefndina að velja úr ljóða-
bókunum sem út komu, svo margar voru athyglisverðar í þeim flokki. Má þar
til dæmis minna á Ástarljóð af landi eftir Steinunni Sigurðardóttur, áðurnefnd-
ar Blótgælur Kristínar Svövu, Blysfarir Sigurbjargar Þrastardóttur, Fjöllin verða
að duga eftir Þórarin Eldjárn, Fléttur eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Án spora
eftir Stefanínu G. Gísladóttur, Vestanvind Ólínu Þorvarðardóttur og verð-
launabókina Öskudaga eftir Ara Jóhannesson. Aðgangsharðari voru bækur
Nýhilista, stórbókin Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum eftir Eirík
Örn Norðdahl og Sekúndu nær dauðanum – vá, tíminn líður eftir Ingólf Gísla-
son. Hjá Nykri kom út prósaljóðabókin Vaxandi nánd eftir Guðmund Ósk-
arsson. Ljóðasöfn komu út eftir látin skáld, þar á meðal Guðmund Inga
Kristjánsson, Sóldagar, og Kristján frá Djúpalæk, Fylgdarmaður húmsins.
Eina ljóðabók þarf að nefna enn: Söngvana frá Písa eftir Ezra Pound sem
Magnús Sigurðsson hefur þýtt og skrifar ítarlegan inngang að og skýringar við
(Háskólaútgáfan). Þetta er ótrúlegt þrekvirki af svo ungum manni, en umsjón
með verkinu hafði Ástráður Eysteinsson prófessor. Pound hóf að yrkja Söngv-
ana meðan hann var í haldi Bandaríkjahers í Písa á Ítalíu fyrir landráð eftir lok
seinni heimsstyrjaldar: „Varð umhverfi og einangrun fangabúðanna, auk þess
samneytis sem skáldið átti við nauðgara, morðingja og aðra harðsvíraða
glæpamenn, snar þáttur í merkingarsköpun ljóðanna,“ segir í inngangi. Magn-
ús á grein í þessu hefti um ljóðalestur.
Sveinn Einarsson bætti enn í safn bóka sinna um leikritun og leikhús með
bókinni Leiklistin í veröldinni (Hið íslenska bókmenntafélag). Þetta er ágrip af
almennri leiklistarsögu eins langt aftur og séð verður, því eins og Sveinn segir
hefur mönnum „ekki tekist að finna neitt skeið mannkynssögunnar að leikur