Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Page 103
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 1 103
fæddist 20. maí 1928 eða fyrir áttatíu árum. Sigurður A. Magnússon verður
áttræður 31. mars og Þorsteinn frá Hamri verður sjötugur 15. mars.
Aðalafmælisbarn ársins er þó enn ótalið. Sjálfur Steinn Steinarr fæddist
fyrir hundrað árum, 13. október 2008. Hljótt hefur verið um Stein síðan ævi-
saga hans eftir Gylfa Gröndal kom út í tveimur bindum árin 2000 og 2001, það
breytir ekki því að hann var eitthvert áhrifamesta skáld síðustu aldar hér á
landi og höfðar enn sterkt til nýrra ljóðalesenda.
Nýi Nóbelsverðlaunahöfundurinn Doris Lessing talaði um lestur í þakk-
arávarpi sínu til Sænsku akademíunnar og dró upp skýran og átakanlegan
mun milli hinna ríku þjóða sem hirða lítt um bækur og fátæku þjóðanna sem
þrá bækur. Lýsingar hennar á bókaþrá Afríkubúa minna á lýsingar á samskon-
ar þrá Íslendinga fyrir einni til tveimur öldum. Áhrifamikil er frásögn hennar
af ungu konunni sem er að ná sér í vatn í fátæklegri krambúð, einhvers staðar
í sunnanverðri Afríku, kasólétt með tvö lítil börn hangandi í mussunni sinni.
Hún grúfir sig yfir bókarslitrur sem liggja innan um tímarit og bæklinga á
borðinu og gleypir í sig textann; ef það vantaði ekki kápuna á bókina myndi
hún sjá að hún heitir Anna Karenina þótt persónurnar á blaðsíðunni heiti
Varenka og Koznyshev. „Hvað ertu að lesa?“ spyr búðarmaðurinn. „Þetta er
um Rússland,“ svarar unga konan. Þegar búðarmaðurinn spyr hissa hvort hún
viti hvar Rússland sé svarar hún stolt: „Ég var best í bekknum, Kennarinn
minn sagði það.“ En búðarmaðurinn trúir því ekki að hún geti lesið þennan
texta – sem vantar auk þess bæði framan og aftan á – og hún fer út bókarlaus
en með kollinn fullan af framandi heimi Leos Tolstoj. „Stúlkan í sögunni var
með hvítan höfuðdúk, alveg eins og ég,“ hugsar hún, „og hún var líka að líta
eftir börnum. Ég gæti vel verið hún, þessi rússneska stúlka …“
Myndlistin
Í Listasafni Íslands verður þann 23. febrúar opnuð sýningin Streymið – La
Durée. Þar taka þrjár nafntogaðar listakonur, Emmanuelle Antille, Gabríela
Friðriksdóttir og Guðný Rósa Ingimarsdóttir, mið af streyminu, innri upplifun
tímans, í margslunginni og ólíkri nálgun sinni. Hún stendur til 1. maí, en
framlag LÍ til Listahátíðar í Reykjavík er sýningin List mót byggingalist. Þar
sýnir úrval íslenskra og erlendra listamanna verk sín, þau Monica Bonvicini,
Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Steina Vasulka og Franz West. Öll tefla
þau fram list sinni mót umgjörð Listasafns Íslands og undirstrika með því
aldagamla togstreitu milli húsagerðarlistar og myndlistar en hvor listgreinin
fyrir sig á bágt með að láta í minni pokann fyrir hinni. Leitast er við að velta
upp sem flestum hliðum þessara merkilegu átaka, í raun og í riti, og fylgja eftir
þeim frjóa og skapandi ágreiningi sem af þeim hefur hlotist. Þessi sýning
stendur frá 16. maí til 29. júní.
Nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi sýningin Lóan er
komin, innsetning Steingríms Eyfjörð frá tvíæringnum í Feneyjum. Sú sýning
stendur til 2. mars. 7. febrúar var opnuð sýningin Þögn sem stendur til 27. apríl.