Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Side 113
TMM 2008 · 1 113
B ó k m e n n t i r
Karitas með öllum hennar kostum og göllum og fylgjum henni á leiðar-
enda.
Í fyrri bókinni var frásögnin fleyguð með lýsingum á listaverkum Karitasar
sem voru einu textabrotin þar sem hennar eigið sjónarhorn kom fram. Þessu
snýr höfundur nú við, enn er meginfrásögnin fleyguð með lýsingum af lista-
verkum Karitasar en það er ekki lengur hún sjálf sem lýsir hugmyndum sínum
og aðferð heldur virðist textinn nú skrifaður af listfræðingi sem lýsir verk-
unum og reynir um leið að tengja þau við líf listakonunnar. Lesandinn hefur
sjálfur fylgst með tilurð listaverkanna í meginfrásögninni og ekki koma lýs-
ingar listfræðingsins alltaf alveg heim og saman við það sem lesandi veit.
Kannski er höfundur hérna í aðra röndina að benda á að fræðingarnir geta átt
það til að oftúlka og mistúlka með rýni sinni og leita jafnvel langt yfir skammt
í útskýringum sínum. Sem dæmi má nefna hvítu málverkin sem Karitas sýnir
á fyrstu sýningu sinni í París þar sem myndefnið er sótt í hvítan þvott á snúru
og form hinnar „mjúku hvilftar“ legsins. Listgagnrýnendur sýningarinnar sjá
hins vegar jökullandslag og kynferðislegar tilvísanir í verkunum, sem þeir eru
mjög hrifnir af.
Óreiða á striga deilist niður í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn gerist á miðjum
fimmta áratugnum og Karitas sem komin er á miðjan fimmtugsaldur býr ein
á Eyrarbakka og málar myndir fyrir væntanlega sýningu í Reykjavík, síðan
ætlar hún til Parísar að njóta listalífsins. Hún er „gift kona án eiginmanns,
móðir án barna“ og hefur loksins nægan tíma til að sinna listsköpun sinni eða
allt þar til Sumarliði sonur hennar kemur í heimsókn með dóttur sína Silfá og
minnir hana á skyldur hennar sem ömmu. Barnsmóðir Sumarliða hefur stung-
ið af og sjálfur hefur hann fengið skipsrúm og barnið skilur hann eftir hjá
Karitas án samþykkis hennar. Nauðug viljug er Karitas enn og aftur lent í upp-
eldis- og umönnunarhlutverkinu en hún lætur það ekki koma í veg fyrir áætl-
anir sínar og heldur með barnið til Parísar. Karitas binst barninu að sjálfsögðu
sterkum böndum og þessum fyrsta hluta lýkur með áhrifamiklu risi þegar
karlmennirnir í lífi Karitasar, eiginmaður hennar, sonur og elskhugi, bregðast
henni illa.
Í upphafi annars hluta er Karitas aftur komin til Íslands til að vera við jarð-
arför móður sinnar. Mörg ár hafa liðið frá lokum fyrsta hluta og Karitas hefur
búið í New York og hlotið viðurkenningu sem listamaður. Þegar bróðir hennar
býður henni gott húsnæði á Laugaveginum, stóra íbúð og vinnuloft, ákveður
hún að dvelja heima um hríð, og áður en varir hefur safnast að henni litrík
kvennahjörð: Pía, drykkfelld vinkona frá árum áður; sonardóttirin Silfá; Kar-
lína, gömul frænka Sigmars (eiginmanns Karitasar) sem hafði verið henni
innan handar á barneignarárunum fyrir austan en er í Reykjavík að leita sér
lækninga, og síðast en ekki síst hin þýskættaða Herma Reimer, fyrrverandi
mágkona Karitasar, sem hún fær til að stjórna heimilishaldinu þegar allt er að
fara úr böndunum. Í lýsingunni á þessu kvennasambýli á Laugaveginum á
sjöunda áratugnum fer Kristín Marja á flug í gamansemi eins og yfirleitt þegar
hún stefnir saman mörgum kvenpersónum. Hún hefur gaman af að ýkja og