Tímarit Máls og menningar - 01.02.2008, Qupperneq 118
118 TMM 2008 · 1
B ó k m e n n t i r
Því miður hafa leitandi listamenn átt erfitt uppdráttar hér í gegnum tíðina, og
sjálfsagt er auðveldara fyrir þá að þrífast í stærri samfélögum. Ítalski kvik-
myndaleikstjórinn Marco Ferreri er ágætt dæmi um slíkan listamann, en eftir
hann liggja t.d. myndir eins og La Grande bouffe og Il Seme dell’uomo, ögrandi
og erfið verk sem segja má að séu tæki í þessari sömu könnun tilverunnar.
Einnig má í mörgum mynda hans finna draumkennt andrúmsloft sem er
kannski ekki svo fjarskylt andrúmsloftinu í sumum bóka Guðbergs.
Hvað varðar fagurfræði í 1 ½ bók – Hryllilegri sögu er t.d. rétt að undirstrika
mikilvægi æxlunar í sögunni. Mannslíkaminn er hér í nokkru öndvegi; eins og
áður segir er hér mikið fjallað um alls kyns óhátíðlega líffærastarfsemi. En það
er kannski ekki af groddaskap einum saman heldur hreinlega af því að lík-
aminn skiptir hér talsverðu máli. Sagan fjallar jú að verulega miklu leyti um
ætterni og barneignir; með öðrum orðum framrás lífsins. Hér er líka komið
stef sem er keimlíkt stefi úr skáldævisögunum og jafnvel fleiri verkum: óður-
inn til líkamans og harmurinn yfir honum. Birna Bjarnadóttir tilgreinir eina
málsgrein úr bókinni Eins og steinn sem hafið fágar þar sem segir að líkaminn
„sé lífið, en sálin eitthvað á mörkum þess og dauðans. Í honum eru ævintýrin,
fyrir utan hann næstum ekkert“ (207). Með þetta í huga er gott að skoða klaus-
ur úr Hryllilegri sögu eins og þessa: „[Kristín] skildi að eina ánægja fátækra og
sjúkra væri hvarvetna sú sama, líkami þeirra sjálfra, og hún gat ekki litið á
þetta með öðrum hætti en þeim að þannig syndir væru fagnaðarefni. Samfarir
og sjálfsfróun var eina ókeypis ánægja fátæklinga og fatlaðra en hvort tveggja
jók dapurleikann í lífi þeirra“ (214). Hér er hann með öðrum orðum kominn,
óðurinn til líkamans og harmurinn yfir honum, nátengdur þeirri lífsafstöðu
að líkaminn sé lífið og að utan líkamans sé sálin, eða næstum ekki neitt,
afstaða sem Birna fullyrðir að sé ein af „meginstoðum fagurfræðinnar í skáld-
skap Guðbergs Bergssonar“ (171).
En 1 ½ bók – Hryllileg saga er margrætt verk og flækt, og erfitt er að fullyrða
um merkingu ólíkra þátta þess. Guðbergur tekur sjaldnast af allan vafa um það
sem hann finnur í fagurfræðilegri leit sinni, ef hann finnur þá nokkuð. Sjálf-
sagt er það líka eins gott að hann tekur fátt skýrt fram þegar kemur að svörum
– hann lætur sér nægja að spyrja spurninga um tilveruna. Eða eins og annar
mikill skáldsagnahöfundur, Gustave Flaubert, á að hafa sagt um skáldskapar-
listina: « La bêtise consiste à vouloir conclure » : „heimskan felst í að vilja leiða
til lykta.“
Heimild
Birna Bjarnadóttir. Holdið hemur andann – um fagurfræði í skáldskap Guðbergs
Bergssonar. Háskólaútgáfan: Reykjavík, 2003.