Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.2016, Page 10

Læknablaðið - 01.12.2016, Page 10
538 LÆKNAblaðið 2016/102 Inngangur Áhrif hormóna á meðgöngu valda því að gallsteinar eru algengari meðal þungaðra kvenna en annarra kvenna. Prógesterón dregur úr hreyfingum gallblöðru og estrógen eykur kólesterólmagn í galli. Saman auka þau líkurnar á myndun gallsteina.1 Talið er að allt að 12% þungaðra kvenna hafi gallsteina hverju sinni og að um 0,8% þeirra geti þurft að leggjast inn á spítala vegna gallsteina- sjúkdóms.2-4 Alvarlegir gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum kon- um á borð við bráða gallblöðrubólgu, gallgangabólgu (cholangitis) og gallsteina-brisbólgu eru hins vegar sjaldgæfir með tíðni á bil- inu 0,01-0,05%.5 Gallblöðrutaka ásamt botnlangatöku eru algeng- ustu skurðaðgerðirnar sem framkvæmdar eru á þunguðum kon- um, ótengdar meðgöngu (non-obstetrical operations).6 Kjörmeðferð við gallsteinasjúkdómum í þessum sjúklingahópi hefur ekki verið vel skilgreind og lengst af hefur verið mælt með íhaldssamri með- ferð. Með íhaldssamri meðferð hefur hugsunin verið að draga úr tíðni fósturláta og fyrirburafæðinga sem talin voru fylgja opinni aðgerð.7 Ókostir þeirrar meðferðar er hins vegar aukin tíðni sjúk- dómsendurkomu sem er algengari því fyrr sem konur greinast á meðgöngu.4,8-12 Þá hafa rannsóknir sýnt yfir 20% tíðni bráðrar Inngangur: Gallblöðrutaka um kviðsjá er talin örugg aðgerð á meðgöngu, óháð meðgöngulengd. Ekki er vitað hver kjörmeðferð er við gallsteina- sjúkdómum hjá þunguðum konum. Talið hefur verið að meðferð án aðgerðar skili bestum árangri á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu en skurðmeðferð sé öruggust á öðrum þriðjungi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, orsakir, greiningu og árangur gallblöðrutöku hjá þung- uðum konum á Landspítala á tímabilinu 1990-2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra kvenna er lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm meðan á þungun stóð og allt að 6 vikum eftir fæðingu. Skráðar voru meðal annars upplýsingar um aldur, einkenni, vefjagreiningu og þyngdarstuðul ásamt ASA-flokkun og fylgikvillum aðgerða hjá þeim konum sem gengust undir gallblöðrutöku á tímabili rannsóknarinnar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóma í samtals 139 innlögnum og nýgengi því 0,09%. Gall- steinagreiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallgangasteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var verkur í efri hægri fjórðungi kviðar (n=63). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma tengdir meðgöngu voru fyrirburafæðingar (n=2). Fimmtán konur geng- ust undir aðgerð á meðgöngu og 17 á 6 vikna tímabili eftir fæðingu en fylgikvillar aðgerða voru helst steinar í gallgangi (n=2). Meðal þyngdar- stuðull sjúklinga var 31,1 og algengasta ASA-flokkun var 1 (bil: 1-3). Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu (n=24) og bráða bólgu (n=5) í gallblöðru. Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna eru fátíðir, hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka með kviðsjá hjá þunguðum konum á Landspítala er örugg aðgerð, sem er í samræmi við erlendar niðurstöður. Á G R I P gallblöðrubólgu eða brisbólgu hjá þeim konum sem greinast upp- haflega með gallkveisu (biliary colic) og aukna tíðni fósturláta og fyrirburafæðinga hjá þeim sem meðhöndlaðar eru án skurðað- gerðar.4,13,14 Gallblöðrutaka um kviðsjá er talin örugg aðgerð á meðgöngu en samkvæmt leiðbeiningum Society of American Gastrointestinal and Endoscopic Surgeons (SAGES) frá 2011 er mælt með að þung- aðar konur sem greinast með gallsteinasjúkdóma á meðgöngu séu teknar til aðgerðar, óháð meðgöngulengd.4,15 Á Íslandi hefur ekki áður verið gerð samantekt á afdrifum þeirra kvenna sem greinst hafa með gallsteinasjúkdóm á með- göngu. Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna einkenni, greiningu, meðferð og afdrif þeirra kvenna sem greindust með gallsteina á meðgöngu á Landspítala. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir tímabilið 1. janúar 1999 til 31. desember 2010. Bornar voru saman Fæðingarskrá (landskrá fæðinga) og greininganúmer fyrir gallsteinasjúkdóma (K80-K85) samkvæmt greiningakerfi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (Inter national Classification of Diseases, ICD) og þær konur fundn- ar sem greindar voru með gallsteinasjúkdóm á tímabilinu meðan þungun stóð yfir. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám, raf- rænum sjúkraskrárkerfum Landspítala og frá rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði. Skráðar voru upplýsingar um legutíma, Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010 Hörður Már Kolbeinsson læknir1, Hildur Harðardóttir læknir1,2, Guðjón Birgisson1,3, Páll Helgi Möller læknir1,3 R A N N S Ó K N 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvensjúkdómadeild, 3skurðlækningadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Páll Helgi Möller pallm@landspitali.is Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. https://doi.org/10.17992/lbl.2016.12.110 Greinin barst 24. maí 2016, samþykkt til birtingar 20. október 2016.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.