Læknablaðið - 01.12.2016, Page 11
LÆKNAblaðið 2016/102 539
einkenni, meðgöngulengd við greiningu og fæðingu, mynd-
greiningar, niðurstöður myndgreininga, fylgikvilla og fósturlát
ásamt vefjagreiningum hjá þeim konum sem gengust undir að-
gerð. Farið var yfir aðgerðarlýsingar og svæfingarskrár hjá þeim
konum sem fóru í gallblöðrutöku á ofangreindu tímabili og að-
gerðartími, þyngd og hæð sjúklings, ASA-flokkun og fylgikvillar
aðgerðar skráð. Nýgengi var reiknað út frá tölum um fæðingar á
vef Hagstofu Íslands á árunum 1990-2010.16 Tilskilin leyfi frá vís-
indasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd voru fengin fyrir
rannsókninni. Upplýsingar voru skráðar í tölvuforritið Microsoft
Excel® (Microsoft, Redmond WA).
Niðurstöður
Rannsóknarþýði og sjúkdómsgreiningar
Alls greindust 182 konur með gallvegasjúkdóm á meðgöngu og 6
vikum eftir barnsburð á tímabilinu 1990-2010. Níutíu og sjö konur
voru útilokaðar þar sem greining átti sér stað á 6 vikna tímabilinu
eftir barnsburð. Sjö konur voru útilokaðar vegna rangrar grein-
ingar og ein vegna þess að sjúkraskrá fannst ekki. Það voru því
77 konur sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Nýgengi gall-
steinasjúkdóma á rannsóknartímabilinu reiknast því 0,09%. Upp-
lýsingar um meðalaldur, legutíma og fjölda innlagna má finna í
töflu I.
Flestar konurnar fengu greininguna gallkveisa á rannsóknar-
tímabilinu (n=59, 76,6%). Aðrar greiningar voru bráð gallblöðru-
bólga, gallgangasteinar (choledocholithiasis) eða gallsteina-brisbólga
(tafla II). Þrjár konur fengu greininguna brisbólga en einungis í
einu tilfelli var hægt að tengja hana við gallsteina. Hin tvö tilfellin
voru annars vegar brisbólga í kjölfar gallvegaspeglunar (endoscopic
retrograde cholangiopancreatography, ERCP) þar sem fjarlægðir voru
steinar úr gallgangi og hins vegar brisbólga af óljósum toga þar
sem ekki voru greindir gallsteinar í gallblöðru eða gallgöngum á
myndrannsóknum. Ekkert tilfelli sýkingar í gallgöngum átti sér
stað á meðal rannsóknarþýðis.
Klínísk birtingarmynd, greiningaraðferðir og aðgerðir
Algengasta einkennið sem konur höfðu við komu var verkur í efri
hægri fjórðungi kviðar með eða án leiðni aftur í bak eða upp í
herðablöð (n=63). Önnur einkenni voru fátíðari en ógleði, upp-
köst og kláði voru tiltölulega algeng einkenni (mynd 1). Meðal
einkenna sem féllu í flokkinn „Annað“ voru niðurgangur (n=5),
öndunaróþægindi (n=5) og dökkt þvag (n=2) ásamt öðrum sjald-
gæfari einkennum á borð við slappleika, hroll, minnkaða matar-
lyst og ljósar hægðir.
Algengasta myndrannsóknin var ómskoðun en 70 konur (91%)
voru greindar þannig. Í flestum tilfellum var ómun eina mynd-
rannsóknin sem gerð var. Tvær konur fóru í kjölfar ómunar í
gallvegaspeglun og þrjár í segulómun af gallvegum (magnetic re-
sonance cholangiopancreatography, MRCP) vegna gruns um steina í
gallvegum. Í fjórum tilfellum fóru konur bæði í segulómun og í
gallvegaspeglun í kjölfar ómunar. Ein kona hlaut greiningu með
segulómunarrannsókn og gallvegaspeglun án undangenginnar
ómskoðunar en þá hafði gallblaðran þegar verið fjarlægð. Engar
myndrannsóknir af gallblöðru eða brisi fundust hjá 6 konum
en líklegt verður að teljast að greining hafi þá farið fram utan
Landspítala.
Af 77 konum rannsóknarinnar fóru 32 í gallblöðrutöku á rann-
sóknartímabilinu, 15 á meðgöngu og 16 innan 6 vikna frá fæðingu.
Ábendingar fyrir aðgerðum voru bráð gallblöðrubólga (n=6) eða
endurtekin gallkveisa (n=26). Allar aðgerðirnar voru framkvæmd-
R A N N S Ó K N
Tafla II. Greiningar kvenna rannsóknarinnar.
Fjöldi sjúklinga n=77
Gallkveisa 59
Bráð gallblöðrubólga 7
Brisbólga 1
Gallgangasteinar 10
Tafla I. Aldursdreifing, fjöldi innlagna per konu og legutími.
Fjöldi sjúklinga n=77
Meðalaldur 29 (bil: 19-43)
Meðal innlagnarfjöldi 1,8 (bil: 1-7)
Legutími í dögum (miðgildi) 1 (bil: 1-31)
Mynd 1. Einkenni við greiningu. Hver súla sýnir hlutfall sjúklinga með tiltekið ein-
kenni. RUQ = right upper quadrant (hægri efri fjórðungur kviðar).
Mynd 2. Fjöldi gallblöðrutakna á hverjum þriðjungi meðgöngu.
Þriðjungur meðgöngu