Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 541 settur undir hrygg konunnar hægra megin til að forða því að legið þrýsti á neðri holæð (vena cava inferior) og skerði þannig blóðflæði til hjartans.15 Þegar kemur að vali á staðsetningu fyrsta stingjar (trocar) er mælt með að tekið sé tillit til legbolshæðar konunn- ar og íhugað hvort nota eigi opna aðferð (Hassan) í stað blindrar ísetningar stingjar í kviðarhol.15 Legslakandi lyf (tocolytics) í fyrir- byggjandi tilgangi meðan á aðgerð stendur hefur ekki sýnt sig að fækka fyrirburafæðingum en mælt er með að þau séu gefin ef vís- bendingar vakna um yfirvofandi fyrirburafæðingu.15,26 Þá er mælt með notkun fósturrita bæði fyrir og eftir bráðar skurðaðgerðir hjá þunguðum konum en ekki á meðan á aðgerð stendur.15 Lítið bar á fylgikvillum aðgerða en hvorki fósturlát né fyrir- burafæðingar var hægt að rekja beint til gallblöðrutöku. Niður- stöður erlendis skýra frá svipuðum niðurstöðum hvað fósturlát varðar en fyrirburafæðingar virðast litlu tíðari, eða allt að 6,7%.11 Í tveimur tilfellum (6%) greindust steinar í gallgangi eftir gall- blöðrutöku. Í grein Ólafar Viktorsdóttur og félaga frá 2004, um fylgikvilla gallblöðrutöku, kom fram að steinar í gallgangi eftir aðgerð hafi verið þriðji algengasti fylgikvilli þessara aðgerða á eft- ir gallleka og blæðingu í kviðarhol með um 1,5% tíðni.27 R A N N S Ó K N Meðalaðgerðartími var 63 mínútur og blæðing í aðgerðum óveruleg en það er svipað og aðrir rannsakendur segja frá.11 Þyngdarstuðull sjúklinga í aðgerð var að meðaltali 31,1 sem er yfir offitumörkum og ASA-skor í flestum tilfellum 1 (bil:1-3). Svo hár meðalþyngdarstuðull er ekki óeðlilegur þegar tekið er tillit til þess að offita er stór áhættuþáttur fyrir myndun gallsteina sem og að offita er tiltölulega algeng á Íslandi en 21% kvenna hér var yfir offitumörkum á rannsóknartímabilinu.28 Ályktanir Gallsteinasjúkdómar eru sjaldgæfir meðal þungaðra kvenna á Ís- landi, með nýgengi svipað og á Vesturlöndum. Meðferð er örugg bæði með og án skurðaðgerðar og meðgöngutengdir fylgikvillar eru sjaldgæfir. Aðgerð með kviðsjá, framkvæmd á fyrsta og öðr- um þriðjungi meðgöngu, er örugg fyrir móður og barn. Niður- stöðurnar eru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Þakkir fyrir veitta aðstoð fá Sigríður Pála Konráðsdóttir, fyrr- verandi ritari á deild 13A, Anna Haarde, skrifstofustjóri kvenna- deildar og Guðrún Garðarsdóttir, ritari Fæðingarskrár. Heimildir 1. de Bari O, Wang TY, Liu M, Paik CN, Portincasa P, Wang DQH. Cholesterol cholelithiasis in pregnant women: pathogenesis, prevention and treatment. Ann Hepatol 2014; 13:. 728-45. 2. Ko CW. Risk factors for gallstone-related hospitalization during pregnancy and the postpartum. Am J Gastroenterol 2006; 101: 2263-8. 3. Ko CW, Beresford SAA, Schulte SJ, Matsumoto AM, Lee SP. Incidence, natural history, and risk factors for biliary sludge and stones during pregnancy. Hepatology 2005; 41: 359-65. 4. Date RS, Kaushal M, Ramesh A. A review of the management of gallstone disease and its complications in pregnancy. Am J Surg 2008; 196: 599-608. 5. Bouyou J, Gaujoux S, Marcellin L, Leconte M, Goffinet F, Chapron C, et al. Abdominal emergencies during pregn- ancy. J Visc Surg 2015; 152: S105-115. 6. Cox TC, Huntington CR, Blair LJ, Prasad T, Lincourt AE, Augenstein VA, et al. Laparoscopic appendectomy and cholecystectomy versus open: a study in 1999 pregnant patients. Surg Endosc 2015; 30: 593-602. 7. Ghumman E, Barry M, Grace PA. Management of gallsto- nes in pregnancy. Br J Surg 1997; 84: 1646-50. 8. Jorge AM, Keswani RN, Veerappan A, Soper NJ, Gawron AJ. Non-operative management of symptomatic chol- elithiasis in pregnancy is associated with frequent hospitalizations. J Gastrointest Surg 2015; 19: 598-603. 9. Othman MO, Stone E, Hashimi M, Parasher G. Conservative management of cholelithiasis and its complications in pregnancy is associated with recurrent symptoms and more emergency department visits. Gastrointest Endosc 2012; 76: 564-9. 10. Jelin EB, Smink DS, Vernon AH, Brooks DC. Management of biliary tract disease during pregnancy: a decision ana- lysis. Surg Endosc 2008; 22: 54-60. 11. Juhasz-Boss I, Solomayer E, Strik M, Raspe C. Abdominal surgery in pregnancy--an interdisciplinary challenge. Dtsch Arzteblatt Int 2014; 111: 27-8. 12. Dhupar R, Smaldone GM, Hamad GG. Is there a benefit to delaying cholecystectomy for symptomatic gallbladder disease during pregnancy? Surg Endosc 2010; 24: 108-12. 13. Muench J, Albrink M, Serafini F, Rosemurgy A, Carey L, Murr MM. Delay in treatment of biliary disease during pregnancy increases morbidity and can be avoided with safe laparoscopic cholecystectomy. Am Surg 2001; 67: 539- 42; discussion 542-3. 14. Lee S, Bradley JP, Mele MM, Sehdev HM, Ludmir J. Cholelithiasis in pregnancy: surgical versus medical management. Obstet Gynecol 2000; 95: S70–S71. 15. Pearl J, Price R, Richardson W, Fanelli R. Guidelines for diagnosis, treatment, and use of laparoscopy for surgical problems during pregnancy. Surg Endosc 2011; 25: 3479- 92. 16. Hagstofa Íslands. „Fæðingartíðni 1990-2010.” http://px. hag stofa.is - nóvember 2015. 17. Basso L, McCollum PT, Darling MR, Tocchi A, Tanner WA. A study of cholelithiasis during pregnancy and its relationship with age, parity, menarche, breast-feeding, dysmenorrhea, oral contraception and a maternal history of cholelithiasis. Surg Gynecol Obstet 1992; 175: 41-6. 18. Paramanathan A, Walsh SZ, Zhou J, Chan S. Laparoscopic cholecystectomy in pregnancy: An Australian retrospecti- ve cohort study. Int J Surg 2015; 18: 220-3. 19. Portincasa P, Moschetta A, Petruzzelli M, Palasciano G, Di Ciaula A, Pezzolla A. Gallstone disease: Symptoms and diagnosis of gallbladder stones. Best Pract Res Clin Gastroenterol 2006; 20: 1017-29. 20. Anciaux ML, Pelletier G, Attali P, Meduri B, Liguory C, Etienne JP. Prospective study of clinical and biochemical features of symptomatic choledocholithiasis. Dig Dis Sci 1986; 31: 449-53. 21. Glasgow RE, Visser BC, Harris HW, Patti MG, Kilpatrick SJ, Mulvihill SJ. Changing management of gallstone disea- se during pregnancy. Surg Endosc 1998; 12: 241-6. 22. Lu EJ, Curet MJ, El-Sayed YY, Kirkwood KS. Medical versus surgical management of biliary tract disease in pregnancy. Am J Surg 2004; 188: 755-9. 23. Oelsner G, Stockheim D, Soriano D, Goldenberg M, Seidman DS, Cohen SB, et al. Pregnancy outcome after laparoscopy or laparotomy in pregnancy. J Am Assoc Gynecol Laparosc 2003; 10: 200-4. 24. Chen MM, Coakley FV, Kaimal A, Laros RK Jr. Guidelines for computed tomography and magnetic resonance imaging use during pregnancy and lactation. Obstet Gynecol 2008; 112: 333-40. 25. Bani Hani MN. Laparoscopic surgery for symptomatic cholelithiasis during pregnancy. Surg Laparosc Endosc Percutan Tech 2007; 17: 482-6. 26. Tan TC, Devendra K, Tan LK, Tan HK. Tocolytic treatment for the management of preterm labour: a systematic revi- ew. Singapore Med J 2006; 47: 361-6. 27. Viktorsdóttir Ó, Blöndal S, Magnússon J. Tíðni alvarlegra fylgikvilla gallkögunar. Læknablaðið 2004; 90: 487-90. 28. Valdimarsdóttir M, Jónsson SH, Þorgeirsdóttir H, Gísla dóttir E, Guðlaugsson JÓ, Þórlindsson Þ. Líkams- þyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990-2007. Lýðheilsustöð, Reykjavík 2009.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.