Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 19

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 19
LÆKNAblaðið 2016/102 547 Rannsóknin var framkvæmd með tilskildum leyfum frá Vís- indasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Helstu lýðfræðilegar upplýsingar um sjúklingana eru sýndar í töflu I. Karlar voru 69,5% af þýðinu. Meðalaldur sjúklinga á að- gerðardegi var 60,7 ± 13,9 ár (bil: 23-85). Konur voru að meðaltali 3,4 árum eldri en karlar en aldursmunurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Alls höfðu 64,8% sjúklinga sögu um háþrýsting og 51,0% höfðu tvíblöðku-ósæðarloku. Hlutfall tvíblöðkuloku var hærra hjá körlum en konum, eða 59,7% borið saman við 30,0% (p=0,012). Ósæðarlokuþrengsl voru til staðar hjá 33 sjúklingum en 26 þeirra höfðu tvíblöðkuloku (78,8%). Ósæðarlokuleki var til stað- ar hjá 46 sjúklingum og voru 20 þeirra með tvíblöðkuloku (43,5%). Bæði ósæðarlokuleka- og -þrengsl höfðu 10 sjúklingar. Fyrir að- gerð hafði heilkenni Marfans verði greint hjá 5 sjúklingum (4,8%) en enginn hafði greint Ehler Danlos-heilkenni. Fjölskyldusaga um ósæðargúlpa var til staðar hjá 10 sjúklingum (9,5%). Meðal EuroSCORE II fyrir allt þýðið var 4,5 ± 5,7 (bil: 1,0 – 45,5). Helsta ábending fyrir aðgerð var stærð eða hröð stækkun ósæðargúlps (66,7%). Þar á eftir komu ósæðarlokuþrengsl, ósæðar- lokuleki eða ef fyrirhuguð var kransæðahjáveituaðgerð. Fleiri en ein ábending fyrir aðgerð var til staðar hjá tveimur þriðju sjúk- linga (67,6%). Helmingur sjúklinga (50,5%) var einkennalaus og greindist fyr- ir tilviljun. Hjartabilun með mæði var til staðar hjá 36 sjúklingum (34,3%) og 15 sjúklingar (14,3%) voru með brjóstverk við greiningu. Einn sjúklingur kvartaði bæði um brjóstverk og mæði. Meðalstærð ósæðargúlps við greiningu var 55,6 ± 9,1 mm í mesta þvermál; eða 55,0 ± 10,7 mm hjá sjúklingum með einkenni sem rekja mátti til gúlpsins og 56,3 ± 7,3 mm hjá þeim sem ekki höfðu einkenni sem rekja mátti til gúlpsins (p=0,48). Stærsti gúlpurinn var 100 mm og teygði hann sig niður í ósæðarrót. Að meðaltali voru gerðar 7 aðgerðir á ári. Aðgerðum fjölgaði marktækt eftir því sem leið á tímabilið (OR: 1,07, 95%-ÖB: 1,02- 1,12, p=0,003), eða úr 23 aðgerðum á árunum 2000-2004 í 38 að- gerðir árin 2005-2009 og 44 aðgerðir frá 2010-2014. Engin aðgerð flokkaðist sem bráðaaðgerð en 5 aðgerðir voru gerðar í flýti vegna einkenna sem rakin voru til gúlpsins, oftast vegna brjóstverkja. Í engu tilfellanna reyndist ósæðargúlpur rofinn. Tafla II sýnir hvaða aðgerðir voru framkvæmdar. Algengust voru ósæðarrótarskipti með lífrænni loku (bioprosthesis), eða í 28 tilfellum. Hjá 18 sjúklingum var ósæðinni ekki skipt út en hún í staðinn sveipuð stoðneti. Gert var við ósæðarbogann hjá 11 sjúk- lingum og var blóðrásarstöðvun með djúpri kælingu framkvæmd í 8 tilfellum. Var meðaltímalengd blóðrásarstöðvunar 17 ± 10 mín og blóði veitt sérstaklega til heilaæða í öllum tilfellum. Hjá 20% R A N N S Ó K N Tafla II. Aðgerðatengdir þættir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall (%) eða meðaltal með staðalfráviki. N=105. Fjöldi % Slagæð sem HLV var tengd við Rishluti ósæðar/ósæðarbogi 80 76,2 Náraslagæð 14 14,3 Holhandar- eða viðbeinsslagæð 11 10,5 Nærlæg viðgerð á ósæð (proximal anastomosis, n=105) Rishluti 23 21,9 Rótarskipti, ólífræn loka 19 18,1 Rótarskipti, lífræn loka 28 26,7 Lokusparandi rótarskipti (David-aðgerð) 16 15,2 Lokuskipti + rishluti 1 0,95 Sveipun (wrapping) 18 17,1 Fjartenging (distal anastomosis, n=87) Rishluti 76 87,4 Neðri ósæðarbogi 10 11,5 Allur ósæðarbogi 1 1,1 Blóðrásarstöðvun (n=8) Lengd, mínútur 17 ± 10 Lægsti líkamshiti °C, miðgildi 24 Framvirk blóðveita til heila (ACP) 8 100 Tími á hjarta- og lungnavél, mínútur 166 ± 63 Tangartími, mínútur 118 ± 47 Kransæðahjáveituaðgerð 21 20 HLV = hjarta– og lungnavél, ACP = antegrade cerebral perfusion Tafla III. Fylgikvillar eftir aðgerð. Fjöldi og hlutfall. N=105. Fjöldi % Fylgikvillar 70 66,7 Alvarlegir fylgikvillar 33 31,4 Enduraðgerð vegna blæðingar 15 14,3 Hjartadrep* 16 15,2 Barkaraufun (tracheostomy) 4 3,8 Þörf á nýrnaskilun (n=104)*** 3 2,9 Djúp bringubeinssýking 0 0 Heilablóðfall 2 1,9 Fjölkerfabilun 2 1,9 Minniháttar fylgikvillar 62 59 Nýtilkomið gáttatif/flökt (n=97)** 41 42,3 Öndunarvélameðferð >48 klukkustundir 18 17,1 Lungnabólga 12 11,4 Bráður nýrnaskaði (n=104)*** 16 15,4 Grunn bringubeinssýking 6 5,7 Aftöppun fleiðruvökva 16 15,2 Aftöppun gollurshússvökva 13 12,4 Dauði í aðgerð 0 0 Dánarhlutfall innan 30 daga (skurðdauði) 2 1,9 CKMB = kreatín kínasi >70 μg/L*. Sjúklingar sem höfðu sögu um gáttatif/gáttaflökt voru ekki taldir með til nýtilkomins gáttatifs/gáttaflökts**. Einn sjúklingur var með lokastigs nýrnabilun fyrir aðgerð og í skilunarmeðferð og var ekki talinn með sem bráður nýrnaskaði eða þörf á nýrnaskilun***.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.