Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið 2016/102 551
Inngangur
Margir læknar finna til vanmáttar þegar kemur að því að vinna
upp sjúklinga með svima. Líklega er hluti ástæðunnar sú stað-
reynd að svimi er huglægt einkenni sem getur haft mjög ólíka
þýðingu í hugum fólks. Snúningssvimi, óstöðugleiki, yfirliða-
kennd og jafnvel ósértæk vanlíðan eru dæmi um einkenni sem
geta fallið undir kvörtun um svima. Önnur ástæða getur verið sú
að þó orsök svima sé oftast góðkynja getur alvarlegur sjúkdóm-
ur sem krefst aðkallandi meðferðar legið á bakvið.1 Það er mikil-
vægt að þekking og uppvinnsla á vandamálinu sé góð, ekki síst
á bráðadeildum þar sem sjúklingar með svima eru stór hluti af
öllum komum á bráðamóttöku.2,3
Niðurskurður til heilbrigðismála er viðvarandi víða um heim
og ekki síst á Íslandi, sem gerir það að verkum að kostnaður í
heilbrigðiskerfinu er til stöðugrar endurskoðunar. Eitt af því sem
vert er að skoða er uppvinnsla svimasjúklinga sem oft er með
þeim hætti að þeir gangast undir óþarfa rannsóknir með auknum
kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið sem og fyrir þá sjálfa.
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna umfang og gæði
uppvinnslu sjúklinga með svima á slysa- og bráðadeild Landspít-
ala. Einnig að athuga hvort draga mætti úr kostnaði án þess að
draga úr gæðum þjónustunnar.
Tillgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna umfang og gæði upp-
vinnslu sjúklinga með svima á slysa- og bráðadeild Landspítala.
Efniviður og aðferðir: Allar komur á slysa- og bráðadeild á fjögurra
mánaða tímabili þar sem svimi var aðalkvörtun sjúklings voru skoðaðar á
afturskyggnan hátt. Þættir sem leitað var eftir í sjúkraskrá voru tímalengd
einkenna, sjúkdómsgreining, fjöldi rannsókna, rannsóknarniðurstöður og
álit sérfræðilækna. Til að einfalda túlkun niðurstaðnanna var rannsóknum
skipt í þrjá flokka; blóðprufur, myndgreiningu og álit sérfræðings.
Niðurstöður: Alls fundust 163 tilfelli. 28% greindust með svima frá
inneyra og 32% voru útskrifaðir án sjúkdómsgreiningar. Fjögur prósent
greindust með alvarlegan miðtaugakerfiskvilla. Í um þriðjungi tilfella voru
gerðar rannsóknir úr öllum þremur rannsóknarflokkunum. Bráðatölvu-
sneiðmynd af heila var gerð hjá 40% og segulómun af heila hjá 17%.
Fengið var álit taugalækna hjá 28%, háls,- nef- og eyrnalæknis hjá 26%
og hjartalæknis hjá 2%. 11,6% (n=19) þessara sjúklinga lögðust inn á
spítala, 53% á taugadeild, 42% á lyflæknadeild og 5% á háls,- nef- og
eyrnalæknir.
Ályktanir: Svimi er algengt einkenni hjá sjúklingum sem leita til slysa- og
bráðadeildar Landspítala. Orsök svima er í flestum tilfellum góðkynja.
Uppvinnsla svimasjúklinga er engu að síður oft viðamikil þar sem bráða-
tölvusneiðmynd af heila er gerð í stórum hluta tilfella.
Svimi á bráðamóttökunni
– vantar okkur klíníska nefið?
Árni Egill Örnólfsson1 læknir, Einar Hjaltested2 læknir, Ólöf Birna Margrétardóttir3 læknir, Hannes Petersen4,5 læknir
1Öron-, näs- och halskliniken, Skånes Universitetssjukhus, Lundi, Svíþjóð,
2háls-, nef- og eyrnadeild Landpítala, 3Kirurgkliniken, Sahlgrenska Universitetssjukhuset,
Gautaborg, Svíþjóð, 4læknadeild Háskóla Íslands, 5Sjúkrahúsi Akureyrar.
Fyrirspurnum svarar Árni Örnólfsson arni.ornolfsson@skane.se
Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl.
https://doi.org/10.17992/lbl.2016.12.112
Greinin barst til blaðsins 30. nóvember 2015, samþykkt til birtingar 17. nóvember 2016.
Efniviður og aðferðir
Skoðað var á afturskyggnan hátt fjögurra mánaða tímabil frá 1.
nóvember 2008 til 28. febrúar 2009. Öll tilfelli á slysa- og bráðadeild
þar sem svimi var aðalkvörtun sjúklings, samkvæmt NOMESKO-
skráningarkerfinu, voru tekin inn í rannsóknina. Farið var yfir
sjúkrasögu og rannsóknarniðurstöður en einnig voru skoðaðar
endurkomur og viðbótarrannsóknir sem tengdust bráðakomunni,
fram til 1. apríl 2009.
Eftirfarandi þættir voru skoðaðir: Kyn og aldur, aðkoma sjúk-
lings, hversu lengi einkenni höfðu staðið, hversu langur tími leið
frá komu sjúklings þar til hann hitti lækni, hvaða rannsóknir voru
gerðar, álit sérfræðinga, afdrif sjúklings og sjúkdómsgreiningar.
Öll gögn voru skráð undir dulkóðun. Tölulegar upplýsingar voru
færðar inn í Microsoft Excel þar sem unnið var úr niðurstöðum.
Fisher ś exact-próf var notað til að meta tölfræðilega marktækan
mun milli hópa. Tölfræðileg marktækni miðast við p-gildi <0,05.
Lögð var sérstök áhersla á þrjá rannsóknarflokka; blóðrann-
sóknir, myndgreiningu af heila (tölvusneiðmynd eða segulómun)
og álit sérfræðinga. Til að einfalda úrvinnslu var fjöldi rann-
sóknarþátta reiknaður þar sem ein eða fleiri rannsóknir úr hverj-
um flokki taldist einn þáttur.
Niðurstöður
Þýði og aðkoma
Alls voru 171 tilfelli skráð með svima sem aðalkvörtun á um-
ræddu tímabili. Þetta eru um það bil 4% af öllum komum á slysa-
og bráðadeild á tímabilinu. Í tveimur tilfellum var ástæða komu
ranglega skráð og í 6 tilfellum fundust engar læknanótur í Sögu-
kerfi vegna komunnar og eru þessi 8 tilfelli ekki tekin með í út-
reikningum. Niðurstöður byggjast því á 163 komum á slysa- og
bráðadeild.
R A N N S Ó K N
Á G R I P