Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.12.2016, Blaðsíða 32
560 LÆKNAblaðið 2016/102 Auðvitað er svo misjafnt hversu mikið af tillögum þeirra urðu að veruleika enda breyttist samfélagið hratt á næstu ára- tugum og efnahagsástand réði miklu um uppbyggingu bæjanna. Í Reykjavík má sjá skýr merki um hugmyndir Guðmundar í þeim hverfum borgarinnar sem voru að byggjast upp á þessum árum. Má til dæmis nefna austasta hluta Þingholtanna og Vesturbæ norðan Hringbrautar. Annars staðar þar sem eldri byggð var fyrir og þeir félagar vildu breyta og fjarlægja eldri hús, urðu áhrifin víða minni. Þar má nefna Eyrina á Ísafirði þar sem þeir vildu fjarlægja hina óreglulegu timburhúsa- byggð en af því varð aldrei og lítið byggt eftir þeirra tillögum. Skipulags- og samgöngumál hafa á undangenginni öld farið í gegnum ýmsar vendingar og oft með mikla áherslu á tæknileg atriði á kostnað fagurfræði og félagslegra og efnahagslegra þátta í þétt- býlissamfélaginu en Guðmundur lagði áherslu á samþættingu allra þessara þátta. Nú erum við í vissum skilningi komin aft- ur á upphafsreit að því leyti að skipulags- fræðingar og borgarhönnuðir hafa á síð- ustu árum og áratugum leitað í auknum mæli aftur til þeirra hugmynda sem settar voru fram um aldamótin 1900, til þeirra kenninga sem Guðmundur var frumkvöð- ull að því að kynna hér á landi. Sá ekki fyrir uppgang einkabílsins Pétur: Í hugmyndum sínum um lýðheilsu hugsaði Guðmundur ekki eingöngu um líkamlega heilsu borgaranna heldur einnig andlega vellíðan. Hann leggur því mikla áherslu á fagurfræði skipulags og bygginga þannig að fólki líði vel í almenningsrýmum borgarinnar. Það er einnig vert að geta þess að hugmyndir Guðmundar og Guðjóns vöktu töluverða athygli erlendis. Þeir fóru í fyrirlestraferðir þar sem þeir kynntu hugmyndir sínar og skipulagsforkólfar komu hingað erlendis frá og kynntu sér hvernig tillögur þeirra birtust í framkvæmd. Ásdís Hlökk: Það má velta fyrir sér hvort til sé eitthvað sem kalla mætti ís- lenska bæjarmynd og ef hún er til, þá hve mikil áhrif hugmyndir Guðmundar Hann- essonar og Guðjóns Samúelssonar hafa haft á hana. Þeir höfðu einstakt tækifæri til að móta hugmyndir okkar um skipulag íslensks þéttbýlis. Þótt áhrif þeirra séu víða skýr verða áhrif þeirra minni þegar frá líður vegna þess hversu miklar breytingar verða í samfélaginu um og upp úr miðri síðustu öld. Þeir sáu til dæmis ekki fyrir hversu stórt hlutverk einkabíll- inn myndi hafa í skipulags- og samgöngu- málum. Þannig sáu þeir fyrir sér Reykja- vík byggjast upp innan Hringbrautar (nú Hringbraut og Snorrabraut) með járnbraut meðfram byggðarmörkum. Reykjavík líkt og margir íslenskir bæir gekk í gegnum mikla uppbyggingu á eftirstríðsárunum þar sem fyrirkomulag byggðar og sam- göngulausnir í anda módernismans og bílmiðaðs skipulags eru mjög áberandi í bæjarmyndinni. Pétur: Guðmundur náði engu að síður mjög miklu fram sem hugmynda- fræðingur um skipulagsmál og lýðheilsu, bæði sem höfundur þessa rits, sem einn aðalhöfunda fyrstu skipulagslaganna og síðan með setu sinni í nær tvo áratugi í skipulagsnefnd ríkisins. Ásdís Hlökk: Áhrif Guðmundar eru meiri en flestra annarra á þessum vett- vangi hér á landi og því er full ástæða til að minnast þess með endurútgáfu þessa merka rits. Margar hugmynda Guðmundar náðu fram að ganga en hér lagði hann til breytingu á skipulagi Eyrarinnar á Ísafirði. Ekki varð af þeim áætlunum og timburhúsabyggðin á Eyrinni er enn á sínum stað. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.