Læknablaðið - 01.12.2016, Side 40
568 LÆKNAblaðið 2016/102
Læknar eru hvattir til að koma ábendingum
um efni á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund.
Dögg
Pálsdóttir
lögfræðingur
Læknafélags Íslands
Dogg@lis.is
Réttur sjúkratryggðra til
heilbrigðisþjónustu í útlöndum
Sjúkratryggðir hér á landi geta átt rétt á
meðferð í útlöndum þannig að kostnaður-
inn við heilbrigðisþjónustuna verði greidd-
ur af sjúkratryggingum, að minnsta kosti
að hluta.
Í fyrsta lagi getur þessi réttur byggst á
reglum um heilbrigðisþjónustu yfir landa-
mæri. Þeim voru gerð skil í síðasta pistli,
sem birtist í júlíblaði Læknablaðsins og vísast
til þeirrar umfjöllunar.
Í öðru lagi opnar 23. gr. laga um sjúkra-
tryggingar nr. 112/2008 sjúkratryggðum leið
að meðferð í útlöndum enda sé ekki unnt að
veita hana hér á landi. Sé sjúkratryggðum
brýn nauðsyn á alþjóðlega viðurkenndri
sjúkdómsmeðferð erlendis, sem ekki er
unnt að veita honum hér á landi, þá greiða
sjúkratryggingar kostnað við meðferðina.
Sama gildir um kostnað við dvöl, lyf og
læknishjálp sem nauðsynleg er erlendis í
tengslum við meðferðina. Þá greiða sjúkra-
tryggingar sjúkratryggðum ferðastyrk og
fylgdarmanni hans þegar sérstaklega stend-
ur á. Það eru Sjúkratryggingar Íslands sem
ákveða hvort skilyrðum sé fullnægt og hvar
sjúkratryggður skuli njóta meðferðarinnar.
Vilji sjúkratryggður sækja meðferð á öðrum
og dýrari stað en Sjúkratryggingar hafa
ákveðið, er einungis greiddur sá kostnaður
sem greiða hefði átt á þeim stað sem stofn-
unin ákvað. Afla þarf greiðsluheimildar frá
Sjúkratryggingum fyrirfram. Nánari reglur
eru í reglugerð nr. 712/2010 um brýna lækn-
ismeðferð erlendis þegar ekki er unnt að
veita nauðsynlega aðstoð hér á landi.
Í reglugerðinni kemur fram að ferða-
styrkur, það er fargjald og dagpeningar, er
greiddur vegna fylgdarmanns ef sjúkra-
tryggður er yngri en 18 ára, ósjálfbjarga
eða mjög mikil áhætta fylgir meðferð og/
eða ferðalagi. Tekið er fram að það að
sjúkratryggður tali ekki erlend tungumál
geri hann ekki ósjálfbjarga í skilningi
hennar. Að jafnaði er einungis greiddur
ferðastyrkur fyrir einn fylgdarmann. Ef
sjúkratryggður er yngri en 18 ára er greidd-
ur ferðastyrkur fyrir báða foreldra eða tvo
nánustu aðstandendur eftir því sem við á.
Ef sjúkratryggður þarf að dveljast erlendis
a.m.k. sex vikur er heimilt, hafi fylgd ver-
ið samþykkt, að greiða ferðastyrk vegna
skipta á fylgdarmanni á fjögurra vikna
fresti. Loks má, ef læknisfræðilegar ástæður
krefjast þess að heilbrigðisstarfsmaður fylgi
sjúkratryggðum, greiða ferðastyrk vegna
starfsmannsins.
Fyrir sjúkratryggðan og fylgdarmann,
fari hann með, greiða sjúkratryggingar að
fullu fargjald fyrir báða. Að jafnaði skal
miðað við lægsta fargjald á almennu far-
rými. Fargjald innanlands er endurgreitt
samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr.
871/2004 um ferðakostnað sjúkratryggðra
og aðstandenda þeirra innanlands.
Sjúkratryggingar greiða einnig dagpen-
inga vegna nauðsynlegs uppihaldskostnað-
ar sjúkratryggðs erlendis utan sjúkrastofn-
unar og nauðsynlegan uppihaldskostnað
fylgdarmanns. Greiðsla dagpeninga fer
eftir sömu reglum og gilda um þjálfun,
nám og eftirlitsstörf ríkisstarfsmanna á
ferðalögum erlendis samkvæmt ákvörðun
ferðakostnaðarnefndar á hverjum tíma.
Hafi ferðastyrkur verið samþykktur fyrir
báða foreldra eða nánustu aðstandendur
fær annað foreldri dagpeninga samkvæmt
framangreindum reglum en hitt foreldrið
hálfa dagpeninga. Heilbrigðisstarfsmað-
ur fær almenna dagpeninga samkvæmt
ákvörðun ferðakostnaðarnefndar.
Í þriðja lagi á sjúkratryggður rétt á því
að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-landi,
sé bið hans eftir nauðsynlegri meðferð
hérlendis orðin lengri en viðmiðunartími
nauðsynlegrar meðferðar er. Þessi réttur
byggist á reglugerð ESB um samræmingu
almannatryggingakerfa, sem gilt hefur
hér á landi frá 1. janúar 1994, nú reglugerð
(ESB) nr. 883/2004 um samræmingu al-
mannatryggingakerfa sem innleidd var í ís-
lenskan rétt með reglugerð nr. 442/2012 um
gildistöku reglugerða Evrópusambandsins
um almannatryggingar. Heimildin er í 20.
gr. ESB-reglugerðarinnar. Þessu fylgir að
EES-löndin hafa þurft að setja sér reglur
um það hvað þau telja ásættanlegan bið-
tíma eftir meðferð. Hafi sjúkratryggður
ekki fengið nauðsynlega meðferð innan
þess biðtíma stofnast rétturinn til að leita
meðferðar í öðru EES-landi. Allur gangur
hefur verið á því hvort og hvernig löndin
hafa sett þessar reglur en vaxandi þrýsting-
ur er á að þau geri það.
Lengst af voru engar biðtímareglur hér
á landi og því erfitt fyrir sjúkratryggða að
knýja fram þennan rétt. Hinn 15. júní 2016
setti landlæknir viðmiðunarmörk af þessu
tagi.1 Fyrir aðgerð/meðferð hjá sérfræðingi
eru mörkin sett við 90 daga frá greiningu.
Þetta þýðir að hafi sjúkratryggður ekki
fengið nauðsynlega aðgerð eða meðferð hjá
sérfræðingi innan 90 daga frá því að talið
var að hennar væri þörf, stofnast réttur til
að leita sér þjónustunnar á EES-svæðinu. Í
þessu felst ekki að bið á biðlista í 90 daga
tryggi réttinn því mögulega hefur lækn-
irinn skráð sjúkratryggðan á biðlistann
strax og nauðsyn aðgerðar var fyrirsjáan-
leg. Það er í höndum Sjúkratrygginga að
ákveða hvort biðin sé orðin of löng og þá að
tryggja sjúkratryggðum meðferðina í EES-
landi, kjósi hann það. Heilbrigðiskostnaður
er greiddur að fullu í þessum málum og út-
gefin greiðsluábyrgð af hálfu SÍ. Um kostn-
aðarþátttöku gilda sömu reglur og raktar
voru hér að framan.
Það skiptir miklu að læknar þekki til
hlítar reglur um rétt sjúkratryggðra til
læknismeðferðar í útlöndum. Lögfræðimál-
þing Læknafélags Íslands á Læknadögum
2017 mun því fjalla um þessi mál.
Það er umhugsunarefni að þessar reglur
tryggja sjúkratryggðum rétt til meðferðar
í útlöndum. Engar reglur tryggja sjúkra-
tryggðum rétt til meðferðar hjá heilbrigð-
isstarfsmönnum sem starfa án samnings
við Sjúkratryggingar Íslands, jafnvel þótt
þeir gætu veitt sömu meðferð og réttur er
til í EES-landi. Sjúkratryggður gæti því
átt rétt á að fara í nauðsynlega meðferð í
útlöndum en ekki hér á landi, þótt hennar
væri völ í einkarekinni heilbrigðisþjónustu.
Mögulega gætu Sjúkratryggingar í slíkum
tilvikum samið við innlenda aðilann, kysi
sjúkratryggður það frekar en að fara til
útlanda. Á þetta hefur ekki reynt.
L Ö G F R Æ Ð I 2 0 . P I S T I L L
1. landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item29708/Vidmidunarmork-um-bidtima-eftir-heilbrigdisthjonustu