Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 42
570 LÆKNAblaðið 2016/102 Hér á landi var staddur í október doktor Cheik Ibrahime frá Senegal í Afríku og flutti erindi á málþingi um alþjóðlega heilsu sem haldið var í Háskóla Íslands. Ibrahime er prófessor í félagsmannfræði með læknisfræðilega mannfræði og um- hverfisfræði sem aukagreinar og gegnir prófessorsstöðu við ríkisháskólann í Dakar í Senegal. Erindi hans fjallaði um félags- og mannfræðilegar aðferðir við að vinna bug á ebólufaraldrinum í Vest- ur-Afríku. „Ég hef unnið fyrir Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina WHO í mörg ár og sérstaklega í baráttunni gegn HIV í Afríkulöndum. Þegar ebólufaraldurinn braust út varð fljótt ljóst að ekki yrði hægt að ráða niðurlögum hans með læknisfræðilegum aðferðum eingöngu. Félagsleg og menn- ingarleg þekking á hefðum og siðum hinna fjölmörgu ættbálka og þorpssamfé- laga sem urðu fyrir barðinu á sjúkdómn- um var í rauninni forsenda þess að hægt væri að vinna á honum. Þessi sjónarmið voru ekki höfð til hliðsjónar í upphafi baráttunnar en okkur tókst að ná eyrum WHO og ég og samstarfsfólk mitt vorum fengin til að vera eins konar framverðir í baráttunni; fara á undan lækna- og hjúkr- unarteymunum inn í þorpin og vinna íbúana á okkar band áður en hægt var að hefjast handa við smitvarnir og læknis- hjálp,“ segir Ibrahime í upphafi. „Staðreyndin var sú að íbúar afskekktra þorpa í Sierra Leone, Malí og Gíneu voru mjög andsnúnir allri hjálp frá vestrænum löndum og því var nauðsynlegt að senda á undan þeim teymi félags- og mann- fræðinga til að skilja í hverju andstaðan fólst og finna leiðir til að fá íbúana til samvinnu. Þeir neituðu að senda sýkta einstaklinga í sjúkraskýlin og réðust á lækna og sjúkrabíla þegar átti að sækja sjúklingana. Fólkið taldi að ebólafar- aldurinn væri hinum erlendu læknum að kenna, og ýmist snerist til varnar eða flúði úr þorpunum út í skógana þegar átti að sækja sjúklinga eða einangra þorpin. Það var mikilvægt að skilja að þetta fólk var hrjáð af borgarastríði, ofsóknum og árásum og treysti bókstaflega eng- um sem komu í stórum bílalestum inn í þorpin með blikkandi ljósum og framandi fólk í einkennisbúningum. Öllum slíkum táknum um vald er tekið með fullkominni tortryggni. Skiljanlega. Þar á ofan eru enn mjög lifandi í munnlegum frásögnum íbúanna skelfilegar reynslusögur þegar forfeður þeirra voru teknir og hnepptir í þrældóm af hvítum þrælasölum svo allt lagðist á eitt um að gera þetta mjög erfitt.“ Ibrahime segir að mannfræðiteymið hafi oft lent í lífshættu og mætt mikilli tor- tryggni í upphafi en ávallt tekist að vinna traust íbúanna að lokum. „Við sem fórum á undan urðum því að afþakka ökutæki og fara fótgangandi inn í þorpin klædd sömu klæðum og íbúarnir og gefa það mjög skýrt til kynna að við værum komin til að hlusta og fara eftir Saga, menning og siðir ráða viðbrögðunum AKRANES • BORGARNES • BÚÐARDALUR • GRUNDARFJÖRÐUR • HÓLMAVÍK • HVAMMSTANGI • ÓLAFSVÍK • STYKKISHÓLMUR SK ES SU H O R N 2 01 6 Starf læknis í Stykkishólmi Laus er til umsóknar staða læknis við Heilbrigðistofnun Vesturlands í Stykkishólmi. Starfið felur fyrst og fremst í sér verkefni á háls- og bakdeild með möguleikum á tengingu við störf í heilsugæslu. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Áhugavert fyrir t.d sérfræðing eða verðandi sérfræðing í heimilislækningum með sérstakan áhuga á háls- og bakvandamálum, verkjameðferð og stoðkerfisvandamálum almennt. Háls- og bakvandamálum er sinnt á sérstakri 13 rúma legudeild, sem tekur við sjúklingum af öllu landinu. Í tengslum við deildina er stunduð sérhæfð verkja meðferð með búnaði til gegn- um lýsingar. Aðstaða til sjúkraþjálfunar og almennrar endurhæfingar eru mjög góð. Stofnunin er vel mönnuð sjúkraþjálfurum með breiða þekkingu á sviði endurhæfingar auk sérþekkingar og þjálfunar í greiningu og meðferð stoðkerfisvandamála. Á staðnum er rekin heilsu gæslu- stöð, sem þjónar um 1200 manns. Rannsóknastofa vel tækjum búin er starf rækt. Þá eru þar starfrækt sjúkra- og hjúkrunarrými í rúmgóðu og vel búnu húsnæði. Aðstaða er til innlagna bráðveikra. Umsókn skal fylgja ítarlegar upplýsingar um nám, starfsferil, rannsóknir og kennslustörf. Laun eru sam kvæmt kjara samningi Læknafélags Íslands og ríkisins. Við ráðningar í störf á HVE er ávallt tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til 31. desember 2016. Upplýsingar um starfið gefa Þórir Bergmundsson framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar, GSM 8496987, tölvupóstur: thorir.bergmundsson@hve.is og Jósep Blöndal yfirlæknir Stykkishólmi, s. 4321200, tölvupóstur: josep@hve.is. Umsókn ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Ásgeiri Ásgeirssyni forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, asgeir.asgeirsson@hve.is. ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.