Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 44
Undanfarin ár höfum við félagarnir fjall- að nokkuð um líðan og heilsu lækna og erum í hópi sem Læknafélagið skipaði árið 2014 til að kanna stöðu þessara mála. Í því sambandi höfum staðið fyrir málþingi á Læknadögum og sótt nokkur norræn, evrópsk og alþjóðleg þing um þetta efni. Nýkomnir heim af alþjóðaþingi um heilsu og líðan lækna (International Conference on Physician Health; Increasing Joy in Medicine), sem haldið var í Boston dagana 18.-20. september sl. finnum við okkur knúna að upplýsa læknasamfélagið um stöðu þessara mála. Með hertum inntökuskilyrðum til náms í læknisfræði, auknum kröfum um sífellda fullkomnun og þeim þrýstingi frá almenningi að smæstu mistök séu ófyrirgefanleg og kalli oft á tíðum á lög- sóknir og refsingar, hefur sigið mjög á ógæfuhliðina í okkar liði. Yfirgripsmiklar og endurteknar rannsóknir staðfesta að um 50% læknanema líður verulega illa og eiga mjög erfitt með einbeitingu og þjást af kulnun og uppgjöf. Ekki tekur betra við eftir að grunnnáminu lýkur og sérnámið hefst. Í sumum sérgreinaprógrömmum mælist kulnunar- og uppgjafarástand í allt að 70% tilfella. Vegna þessa ástands fjölgar að sjálfsögðu mistökum og vandinn stigmagnast. Stórar bandarískar rannsóknir gerðar á starfandi sérfræðingum sýna að í þeirra hópi er ástandið á svipuðum nótum. Á þriggja ára tímabili frá 2011-2014 jókst kulnunar- og uppgjafarástand starfandi sérfræðinga úr 41-46%. Lítil sem engin að- sókn er lengur í sérnám í frumheilsugæslu (primary care). Þannig lenda sjúklingarnir á villigötum í heilbrigðiskerfinu. Gerðar eru rándýrar og óþarfar rannsóknir og aðgerð- um og mistökum fjölgar. Fyrir lækna, sem flestir eru haldnir fullkomnunaráráttu í einni eða annarri mynd, verður álagið og vinnuumhverfið þannig óbærilegt og kulnun og uppgjöf yfirskyggir alla skyn- semi. Bandarísku læknasamtökin áætla að á næstu 8 árum muni um 90.000 skurðlækn- ar gefast upp og hætta störfum. Yfir 400 bandarískir læknar svipta sig lífi árlega af þessum sökum. Það samsvarar því að í okkar litla læknasamfélagi svipti einn læknir sig lífi annað hvert ár. Fram kom á þinginu að þetta ástand sé orðið svo alvar- legt að líkja megi við faraldur sem ógni almannaheill. Það sé þannig knýjandi að læknasamfélagið í samvinnu við stjórn- völd grípi í taumana og leiti allra leiða til að vinda ofan af þessari vá. Þótt grunnstef þessarar ráðstefnu í Boston hafi þannig verið að koma þessum grafalvarlegu upplýsingum á framfæri við alþjóðasamfélag lækna var undirtitill ráðstefnunnar eins og framan er greint Increasing Joy in Medicine. Það var þannig líka slegið á létta strengi með uppistandi og tónlist og reynt að draga fram hvernig margs konar listir, líkamsþjálfun og góð tengsl við fjölskyldu og vini samfara námi og starfi minnki álag og bæti líðan og heilsu. Engin formleg rannsókn hefur far- ið fram á því hérlendis hvernig ástand þessara mála er meðal íslenskra lækna. Þótt fjarvistartölur vegna veikinda lækna á Landspítala sýni gott ástand miðað við samanburðarhópa segja þessar tölur ekk- ert um andlegt ástand og líðan læknanna. Fátt bendir til þess að ástandið hér sé eitt- hvað betra en annars staðar í Vesturheimi. Þetta er brýnt að kanna jafnframt því að taka strax á málinu með fyrirbyggjandi aðgerðum við upphaf læknanámsins. Því lengi býr að fyrstu gerð. Þau úrræði sem helst koma til greina og voru reifuð á þinginu og lúta öll að því að draga úr kulnun og bæta líðan og heilsu læknanema, sérnámslækna og sérfræðinga eru að grípa strax inn í ferlið við upphaf læknanámsins. Nokkrir læknaháskólar í Bandaríkjunum hafa þegar sett á námskrá skyldu um að nemarnir leggi rækt við eitt- hvað annað en hreina læknisfræði, virki eigin áhugamál, svo sem íþróttir, tónlist, sögu eða heimspeki, raunar allt sem hvílir hugann frá fræðunum. Fyrir þetta eru gefnar námseiningar en á móti jafnframt dregið úr einingafjölda í sjálfum fræðun- um, að þetta verði hluti af náminu en ekki viðbót við ofhlaðna námskrá. Markmiðið er þannig að útskrifa lækna með breiðari grunn, ekki bara í læknisfræði heldur með hæfileika til að tvinna saman áhugamálin og læknisfræðina. Hlutfall þeirra lækna sem lent hafa í lögsóknum í Bandaríkjunum er yfir 50% og eykst með hækkandi starfsaldri og er orðin um 80% hjá þeim sem náð hafa sex- tugsaldri. Meirihluti þessara mála tengist skurðlækningum. Það góða við þessar fréttir er þó að um 97% þessara mála eru dæmd læknum í hag. Slík málaferli eru hins vegar tímafrek, standa oftast yfir í meira en ár. Slíkt vinnuumhverfi hefur lagst mjög þungt á andlega heilsu og líðan félaga okkar enda er sjálfsvígstíðni þar mjög há eins og að framan er rakið. Í ljósi þessa hefur breska læknasamfélagið ákveðið að rýna í og skoða þessi mál bet- ur. Þar hefur verið leitað nýrra leiða til að leysa þessi mál með bættum samskipt- um lækna og sjúklinga, en augljóst er af framanskráðu að samskiptavillur eru meginástæðan fyrir þeim vanda sem við blasir. Það gefur þannig auga leið að það að greiða úr ágreiningi lækna og sjúklinga er mun farsælli aðferð fyrir báða aðila en dómstólaleiðin. Hingað til hefur það verið stefnan í okkar vinnuumhverfi að skrá allt upp á punkt og prik svo verjanlegt sé fyrir dómi, fremur en að eyða tímanum í eðlileg mannleg samskipti og tengsl við sjúklingana. Kanadísk rannsókn á öllum læknanem- um þar í landi, sem telja um 12.000, sýndi að þunglyndi, kvíði, kulnun og sjálfsvígs- hugsanir voru algengari á síðari stigum læknanámsins en hjá samanburðarhóp. Ástralíumaðurinn Forbes1 rýndi í þau skrif sem varða virkar leiðir til að bæta andlega heilsu læknanema og lækna og fann við þá yfirferð 14 góðar rannsóknir. Þar bar ýmislegt á góma svo sem einka- Heilsuvá lækna U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Haraldur Erlendsson yfirlæknir Haraldur@heilsustofnun.is Benedikt Óskar Sveinsson læknir Höfundar eru starfandi læknar á Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. 572 LÆKNAblaðið 2016/102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.