Læknablaðið - 01.03.2016, Síða 14
122 LÆKNAblaðið 2016/102
vinnu bráðalækna, bæklunarskurðlækna, svæfingarlækna, öldr-
unarlækna, endurhæfingarlækna, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfólks
og iðjuþjálfa, auk áætlana um hvað skuli síðan taka við eftir að
sjúkrahúsdvöl lýkur.
Hlutfall kvenna sem hlaut mjaðmarbrot var talsvert hærra en
karla, eða 65% á móti 35%, sem er þekkt frá fyrri rannsóknum.5,7,26,27
Þetta hlutfall kvenna er þó heldur lægra ef borið er saman við eldri
íslenska rannsókn þar sem hlutfallið var 72%28 og rannsóknir frá
Noregi og Danmörku þar sem hlutfallið var 71%7 og 72%5, en sam-
bærilegt við tölur frá Svíþjóð, eða 67%.29
Meðalaldur sjúklingahópsins var 82 ár sem er sambærilegt við
erlendar rannsóknir.3-6 Ekki var marktækur munur á meðalaldri
kynjanna þó svo að konur fái að jafnaði beinþynningu fyrr. Fæstir
sjúklingar falla í yngsta aldurhópinn en flestir eru á bilinu 80-89
ára.
Fleiri hlutu lærleggshálsbrot en lærhnútubrot og var þessi
munur marktækur hjá konum (p=0,001) en ekki körlum. Sams-
konar mun hefur áður verið lýst bæði á Íslandi28 og í Noregi.30
Því lengur sem leið frá áverka að komu á bráðamóttöku jókst
dánartíðni marktækt (p=0,008). Ekki fundust sambærilegar upp-
lýsingar í öðrum rannsóknum. Hugsanleg skýring gæti verið að
hluti þeirra sem brotna eiga erfitt með að gera vart við sig vegna
verkja og skertrar hreyfifærni eða að almennt ástand þeirra sé
lakara, sem gerir þeim erfiðara að kalla eftir hjálp. Þeir geta því
legið bjargarlausir um hríð, sem eykur hættu á alvarlegum fylgi-
kvillum. Fjölgun neyðarhnappa gæti hugsanlega bætt hér úr.
Meðalbiðtími eftir aðgerð frá innlögn á bráðamóttöku var 22
tímar. Þetta er innan marka breskra leiðbeininga sem mæla með
því að sjúklingar fari í aðgerð innan eins til tveggja sólarhringa
frá innlögn.10 Um einn þriðji sjúklinganna beið þó lengur en 24
tíma eftir aðgerð sem bendir til að bæta megi skipulag við meðferð
þessara sjúklinga og að skortur sé á aðgengi að skurðstofu til að
koma að slíkum bráðaaðgerðum. Einu ári eftir aðgerð var dánar-
hlutfall hærra í hópnum sem beið lengur en 24 klukkustundir
eftir aðgerð (31% á móti 26%), þó ekki marktækt, en heilsufars-
vandamál (19%) eða leiðrétting á blóðþynningu (26%) olli töfinni
í tæplega helmingi þessa hóps og því mætti ætla að hann væri
veikari. Hér gæti einnig skipt máli að leiðrétta blóðþynninguna
og önnur heilsufarsvandamál með sem bestum hætti til að tryggja
möguleika á að komast í aðgerð sem fyrst, en erlendar rannsóknir
hafa sýnt að styttri bið lækkar dánartíðni, bæði við 30 daga og
einu ári eftir aðgerð.14
Í þessari rannsókn voru flestir sjúklingar mænudeyfðir (85%)
fyrir aðgerð en þeir sem ekki var hægt að mænudeyfa voru svæfð-
ir. Það var enginn munur á dánarhlutfalli milli mænudeyfingar
og svæfingar, sem er sama niðurstaða og í nýlegum erlendum
rannsóknum. Mænudeyfing virðist þó hafa vissa kosti fram yfir
svæfingu í mjaðmarbrotum, með lægri tíðni fylgikvilla og styttri
aðgerðar- og legutíma.18,19,31
Meðallegutími á bæklunarskurðdeild var 11 dagar sem er
sambærilegt við 9-12 daga í Bretlandi og Danmörku5,20 en töluvert
lengri en í Bandaríkjunum21 þar sem hann var 5-6 dagar. Mark-
tækur munur var á legutíma sjúklinga sem búa á eigin heimili
og hjúkrunarheimili fyrir brot, eða 14 og fjórir dagar hvor um sig
(p=0,001). Hópurinn sem kemur frá eigin heimili er væntanlega að
jafnaði frískari en liggur að meðaltali 10 dögum lengur á sjúkra-
húsinu. Líklegt er að hægt væri að stytta legutíma hjá þessum
sjúklingahópi með góðu aðgengi að sjúkrahóteli og heimahjúkrun,
auk endurhæfingar. Seinni hópurinn er væntanlega viðkvæmari
en hefur greiðan aðgang að umönnun á hjúkrunarheimili þegar
ástand þeirra er orðið stöðugt og ekki lengur talin þörf á vistun á
bráðadeild sjúkrahúss. Hins vegar gæti hugsast að þrýstingur sé á
að útskrifa þessa sjúklinga sem fyrst þar sem umönnunarúrræði
eru til staðar fyrir þennan hóp en dánartíðni var marktækt hærri
hjá þeim sem bjuggu á hjúkrunarheimili fyrir brot (p=0,0001).
Það bjuggu marktækt færri á eigin heimili eftir brot heldur
en fyrir brot (p=0,001). Af þeim 173 (68% af heildarhópnum) sem
bjuggu á eigin heimili fyrir brot útskrifuðust 136, eða 79% þeirra,
aftur heim til sín að lokum. Það er því töluverður hluti sjúklinga
sem ekki nær fyrri færni eftir mjaðmarbrot. Það gátu einungis 37%
sjúklinga útskrifast aftur á fyrra heimili beint eftir spítalaleguna
en í einni breskri rannsókn og annarri danskri voru þessi hlutföll
57%32 og 64%.5 Skipulag heilbrigðiskerfis hefur að sjálfsögðu áhrif
hér á en hugsanlega mætti hækka hlutfall þeirra sem útskrifast
beint heim með aukinni heimaþjónustu.
Tíðni endurinnlagna var 11%. Erlendis er þetta hlutfall um 12%
en þar er miðað við endurinnlögn innan 30 daga.33 Í þessari rann-
sókn voru öll tilfelli endurinnlagna höfð með sem var hægt að
rekja til fylgikvilla mjaðmarbrotsins, óháð tíma.
Dánarhlutfall við 30 daga eftir aðgerð var 9% sem er sambæri-
legt við erlendar rannsóknir.4,6 Eins árs dánarhlutfallið var 27%
sem er sambærilegt við Svíþjóð árin 2010-2012 þar sem 30 daga
dánartíðni eftir mjaðmarbrot var 10% og eins árs dánartíðni 26%
hjá hópi 50 ára og eldri með fyrsta mjaðmarbrot.29 Dánarhlutfallið
var einnig sambærilegt við danska rannsókn þar sem eins árs dán-
artíðnin var 30%.24 Þetta er þó nokkru hærra en í nokkrum nýleg-
um erlendum rannsóknum þar sem dánartíðnin var 16-21% (tafla
I).3,26,27 Það var ekki marktækur munur á dánartíðni milli kvenna
og karla eins og sést í erlendum rannsóknum þar sem dánartíðni
er hærri hjá körlum.3,4,6 Eins og fram kom að ofan virðist vera
R A N N S Ó K N
Tafla I. Meðalaldur og kynjahlutfall ásamt dánartíðni við 30 daga og eitt ár, borið saman við erlendar rannsóknir.
Höfundar Land Tímabil Fjöldi sjúklinga Meðalaldur Kynjahlutfall Dánarhlutfall
við 30 daga
Dánarhlutfall
við eitt ár
Kristófer A. Magnússon et al. Ísland 2011 255 82 ár 65% konur 9% 27%
Andreas P. Diamantopoulos et al.3 Noregur 2004-2005 942 81 ár 72% konur 21%
Socialstyrelsen29 Svíþjóð 2010-2012 40.300 67% konur 10% 26%
Lund et al.24 Danmörk 2005-2007 6143 83 ár 74% konur 30%
Simran Mundi et al.22 Bandaríkin 2000-2013 13.379 21%