Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2016, Page 32

Læknablaðið - 01.03.2016, Page 32
140 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Það vakti nokkra athygli á dögunum þegar íslenskuneminn Einar Lövdahl Gunnlaugsson var tilnefndur til ný- sköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefni sitt er sneri að íðorðasöfnun og myndun nýrra íðorða í lífvísindum. Alls voru tilnefnd fjögur verkefni sem unnin voru á vegum Nýsköpunarsjóðs námsmanna sumarið 2015 og áttu það öll sameiginlegt að vera vel unnin og frumleg en eru afar ólík innbyrðis og sýna vel þá fjölbreytni sem einkennir verkefni sem Nýsköpunarsjóðurinn veitir styrki til. Verkefnin fjögur voru: • Innigarður: Heimaræktunarkerfi fyrir kryddjurtir byggt á vatnsgeli unnu úr brúnþörungum. • Íðorðasafn og myndun nýrra íðorða í lífvísindum. • Náttúrutúlkun á grænum svæðum í Reykjavík: Stöðumat og nýjar lausnir fyrir ferðamenn og íbúa. • Þekkirðu fuglinn? Rannsókn á fugla- fræðiþekkingu barna og þróun og gerð spils sem gerir þeim kleift að læra í gegnum leik. Síðasttalda verkefnið varð svo hlut- skarpast og voru verðlaunin afhent af forseta Íslands á Bessastöðum þann 26. janúar síðastliðinn. Áhugi okkar á Læknablaðinu beinist þó frekar að söfnun nýrra íðorða í lífvísind- um enda teljum við málið okkur nokkuð skylt og lék forvitni á að fregna nánar af þessu verkefni. Í formlegri kynningu á verkefninu segir eftirfarandi: „Verkefnið fólst í megin- dráttum í söfnun íðorða sem lúta að erfða- fræði, frumulíffræði, þroskunarfræði og þróunarfræði og skipulagðri skrásetningu þeirra. Söfnun orða var unnin í samvinnu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýtt íðorðasafn í lífvísindum Íslenskuneminn Einar Lövdahl Gunnlaugsson safnaði saman 600 nýjum íorðum í lífvísindum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.