Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 219 Inngangur Eitt helsta vandamál fyrirbura er lungnavanþroski. Hjá minnstu fyrirburunum hafa eiginlegar lungnablöðrur ekki myndast við fæðingu, þannig að loftskipti þurfa að fara fram í gegnum forstig þeirra (sacculi).1 Einnig er háræðabeðurinn, sem seinna umlykur lungna- blöðrurnar, ekki enn fullmyndaður. Framleiðsla á lungnablöðruseyti (pulmonary surfactant) hefur ekki hafist eða er lítil. Flest þessara barna þurfa því á öndunaraðstoð og súrefnismeðferð að halda fyrstu dagana og jafnvel vikurnar eftir fæðingu. Sú meðferð veldur álagi á lungun, sem leitt getur til bólgusvörunar með háræðaleka, þannig að próteinríkur vökvi safn- ast í lungun, sem minnkar eftirgefanleika (compliance) þeirra og truflar loftskipti.2 Þetta eykur öndunarvanda- mál barnanna enn frekar og því getur þörf þeirra fyrir öndunarstuðning og súrefnismeðferð orðið langvar- andi. Ástand þetta hefur verið kallað langvinnur lungnasjúkdómur (LLS) hjá fyrirburum (chronic lung disease of prematurity, bronchopulmonary dysplasia) og er í dag yfirleitt skilgreint sem þörf fyrir súrefnisgjöf við 36 vikna meðgöngualdur (postmenstrual age).3, 4 Barksterar hafa verið notaðir til að meðhöndla og fyrirbyggja LLS hjá fyrirburum. Sýnt hefur verið fram á að gjöf barkstera í æð minnkar þörf þeirra fyr- ir öndunaraðstoð og líkur á að þeir fái LLS, auk þess sem lífslíkur aukast.5 Hins vegar hefur meðferðin verið umdeild, þar sem rannsóknir hafa sýnt að hún hefur Tilgangur: Margir fyrirburar með erfiðan lungnasjúkdóm eru meðhöndl- aðir með barksterum í æð eða á úðaformi í þeim tilgangi að ná þeim af öndunarvél og/eða minnka súrefnisþörf þeirra. Umdeilt er hvort ávinn- ingurinn af meðferðinni sé nægur til að vega upp á móti hugsanlegum aukaverkunum, einkum sterameðferðar í æð. Megintilgangur rannsóknar- innar var að kanna áhrif barksterameðferðar í æð eða á úðaformi á þörf fyrirbura fyrir öndunarvélameðferð og súrefnisgjöf og kanna hugsanlegar aukaverkanir meðferðarinnar. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn hóprannsókn á fyr- irburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins, fæddum 2000-2014, sem fengu barksterameðferð í æð (n=28) eða á úðaformi (n=30) við erfiðum lungnasjúkdómi. Eitt viðmið var valið fyrir hvert tilfelli, parað á með- göngulengd. Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á súrefnisþörf barna sem fengu barkstera í æð eða á úðaformi fyrstu dagana eftir að meðferð hófst en ekki hjá viðmiðum. Marktækt fleiri tilfelli en viðmið þurftu öndunarvéla- meðferð við upphaf steragjafar í æð, en ekki fjórum dögum síðar. Mark- tækt minni þyngdaraukning varð hjá tilfellum sem fengu stera í æð en viðmiðum á meðferðartímabilinu, en við 35 vikna meðgöngualdur var ekki marktækur þyngdarmunur milli hópanna tveggja. Ekki reyndist marktækur munur á öðrum hugsanlegum aukaverkunum milli hópanna, svo sem tíðni heilalömunar. Ályktanir: Barksterameðferð í æð eða á úðaformi minnkar súrefnisþörf fyrirbura og barksteragjöf í æð flýtir því að börnin náist af öndunarvél, án verulegra aukaverkana. Því kemur til greina að nota barkstera hjá fyrirbur- um með erfiðan lungnasjúkdóm í völdum tilvikum. ÁGRIP í för með sér auknar líkur á heilalömun (cerebral pal- sy, CP) og annarri þroskaskerðingu.6 Í flestum þessara rannsókna voru hins vegar notaðir hærri skammtar af barksterum en venja er í dag.7 Barksterameðferð á úðaformi er talin valda minni aukaverkunum en meðferð í æð og sýndi nýleg stór rannsókn að hún dregur úr líkum á LLS hjá minnstu fyrirburum.8 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun barkstera við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum á vökudeild Barnaspítala Hringsins yfir 15 ára tímabil (2000-20014). Metin voru áhrif meðferðar á þörf barn- anna fyrir öndunarvélameðferð og súrefnisgjöf, auk þess sem hugsanlegar aukaverkanir meðferðar voru kannaðar. Jafnframt var þróun þessar meðferðar á rann- sóknartímabilinu skoðuð. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn hóprannsókn (retrospective cohort study) á þeim fyrirburum á vökudeild Barnaspít- ala Hringsins, sem á árunum 2000-2014 fengu barkstera- meðferð í æð eða á úðaformi í þeim tilgangi að minnka súrefnisþörf þeirra og ná þeim af öndunarvél. Þau börn sem fengu bæði stera í æð og á úðaformi voru höfð í rannsóknarhópi með börnum sem fengu eingöngu stera í æð. Fyrir hvert barn sem fékk sterameðferð var fundið Greinin barst 14. desember 2015, samþykkt til birtingar 14. mars 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Barksterameðferð við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum Erna Hinriksdóttir1 læknanemi, Hrólfur Brynjarsson2 læknir, Þórður Þórkelsson1,2 læknir 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala. Fyrirspurnir: Þórður Þórkelsson thordth@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.05.79 R A N N S Ó K N Til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). NÝTT LYF Lymecycline Actavis 300 mg Lymecycline Actavis 300 mg (Hvert hylki inniheldur 408 mg af lymecýklíni sem jafngildir 300 mg af tetracýklíni.) Lymecycline Actavis 300  mg, hart hylki. Virkt innihaldsefni: Hvert hylki inniheldur 408  mg af lymecýklíni sem jafngildir 300  mg af tetracýklíni. Ábendingar: Lymecýklín er ætlað til meðferðar við miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum (acne vulgaris). Hafa skal í huga opinberar leiðbeiningar um viðeigandi notkun sýklalyfja. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir: Venjulegur skammtur við langtímameðferð gegn miðlungsalvarlegum til alvarlegum þrymlabólum er 1 hylki á dag tekið með a.m.k. hálfu glasi af vatni í uppréttri stöðu. Hylkið skal taka með léttri máltíð án mjólkurafurða. Meðferð skal haldið áfram í a.m.k. 8 vikur til 12 vikur, en hins vegar er mikilvægt að takmarka notkun sýklalyfja við eins stutt tímabil og hægt er og hætta notkun þeirra þegar frekari bati er ólíklegur. Meðferð skal ekki haldið áfram í meira en 6 mánuði. Aldraðir: Eins og á við um önnur tetracýklín er ekki þörf á sértækri skammtaaðlögun.Börn: Notkun er ekki ráðlögð hjá börnum yngri en 12 ára. Börnum eldri en 12 ára má gefa fullorðinsskammt. Skert nýrnastarfsemi: Útskilnaðarhraði tetracýklíns minnkar þegar um skerta nýrnastarfsemi er að ræða og geta venjulegir skammtar þannig valdið uppsöfnun. Ef um skerta nýrnastarfsemi er að ræða er ráðlagt að minnka skammtinn og hugsanlega að hafa eftirlit með þéttni í sermi. Frábendingar: Lymecycline Actavis má ekki nota þegar um er að ræða ofnæmi fyrir lymecýklíni eða öðrum tetracýklínum eða einhverju hjálparefnanna, sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, börn yngri en 12 ára, meðgöngu og brjóstagjöf, samhliðameðferð með retínóíðum til inntöku og notkun er tengist altækum retínóíðum. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Pakkningar og hámarksverð í smásölu (september 2015): 300 mg, 100 stk: 7.366 kr. Afgreiðsluflokkur: R. Greiðsluþátttaka: 0. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Frekari upplýsingar: www.actavis.is, s: 550 3300. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika lyfsins: 10. febrúar 2015. September 2015. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 9 0 1 2

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.