Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 36
244 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Katrín Thoroddsen (1897-1970) var fyrsti íslenski læknirinn sem veitt var sér- fræðileyfi í barnasjúkdómum árið 1927. Hún starfaði hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn (1915-1956) frá 1927 til 1956 og síðan hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (1956-2006) frá 1956. Hún sat á Alþingi fyrir hönd Sósíalistaflokksins á árunum 1946-1949, en starfaði á þeim tíma að hluta til sem lækn- ir líka. Vísindadagur barnalækna er nefnd- ur Katrínardagurinn henni til heiðurs. Margrét Sveinbjörnsdóttir menningar- miðlari hóf daginn á sögu Katrínar. Katrín var brautryðjandi á sviði heilsuverndar barna og verðandi mæðra hér á landi, bæði með beinum hætti og í stefnumótun á sínum pólítíska vettvangi. Það liðu 10 ár þar til næsti læknir sótti sérfræðiviðurkenningu í barnasjúk- dómum, en það var Óskar Þórðarsson (1897-1958) árið 1937. Hann starfaði sem barnalæknir Sumargjafar við barnaheimili Reykjavíkur, skólalæknir og víðar. Bent Scheving Thorsteinsson stofnaði Verð- launasjóð Óskars Þórðarsonar árið 2000 með veglegri peningagjöf til minningar um fóstra sinn, til að styrkja rannsóknir á sviði barnalækninga. Ásgeir Haraldsson (f. 1956) fór yfir sögu barnadeildar Landspítalans, sem sett var á fót árið 1957, og komið fyrir á þriðju hæð í elstu byggingu spítalans. Tveir læknar voru ráðnir við deildina og annar þeirra var Kristbjörn Tryggvason (1909-1983). Kristbjörn var þriðji læknirinn til að fá sérfræðiviðurkenningu í barnalækningum (1940) hér á landi, á eftir Katrínu og Ósk- ari. Kristbjörn starfaði sem deildarlæknir fyrstu árin en þarna voru sérfræðingar gjarnan í deildar- og aðstoðarlæknisstöð- um. Hann var yfirlæknir barnadeildar árin 1960-1974, og dósent við HÍ á sama tímabili. Hann varð prófessor í barna- lækningum 1970-74. Barnadeild Landspítalans flutti í nýrri húsakynni árið 1965, á tvær hæðir í nýrri álmu. Barnadeildin hlaut nafnið Barna- spítali Hringsins í virðingarskyni við Félag íslenskra barnalækna 50 ára – saga barnalækna á Íslandi Katrínardagur er árlegur vísindadagur barnalækna. Hann var haldinn laugardaginn 2. apríl þetta árið og dagskrá var skipulögð í ljósi þess að Félag íslenskra barnalækna fagnar nú 50 ára starfsafmæli, stofnað 20. maí 1966. Stofnfélagar voru alls 13. Þröstur Laxdal var sérfræðingur á barnadeild Landakotsspítala og kenndi í læknadeild í 20 ár. Ásgeir Haraldsson prófessor í barnalækningum rakti sögu barnadeildar Landspítala. Stofnfélagaskrá frá árinu 1966 – 13 félagar og þar af þrjár konur, það er merkilegt hlutfall. Baldri Jónssyni barnalækni á FSA var boðin aðild að félaginu stuttu eftir stofnun þess, sem hann og þáði. Ingólfur Einarsson formaður Félags íslenskra barnalækna Ingolfur@greining.is Myndir frá vísindadeginum: Brynja Kristín Þórarinsdóttir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.