Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2016/102 229
Okkar tölur eru sambærilegar lifunartölum sem Svíar hafa birt á
lifun 342 sjúklinga eftir lungnaígræslu vegna LLT þar sem eins,
5, og 10 ára lifun var 85%, 66% og 43%.16 Ef litið er til samantektar
lungnaígræðslusjúklinga í Danmörku frá árunum 1992 til 2003 var
sýnt fram á eins, 5, og 10 ára lifun upp á 81%, 63% og 36%. Í þeim
hópi voru 21 af 362 lungnaþegum sem höfðu fengið ígrædd bæði
hjarta og lungu.17 Þeir tveir Íslendingar sem lifað hafa lengst eft-
ir aðgerð fóru báðir í hjarta- og lungnaígræðslu vegna meðfædds
hjartagalla sem olli lungnaháþrýstingi. Langtímalifun eftir slíkar
aðgerðir er oft betri en eftir lungnaígræðslu sem gerð er vegna
lungnasjúkdóms þar sem um er að ræða yngri sjúklinga með færri
fylgisjúkdóma. Í dag væri að jafnaði gert við þessa hjartagalla með
skurðaðgerð snemma á ævinni og ekki kæmi til lungnaígræðslu.
Sjúklingum með langvinna lungnateppu hefur fjölgað mjög á
Íslandi undanfarin ár og er rétt að farið sé yfir ábendingar fyr-
ir lungnaígræðslu hjá þessum sjúklingum þegar sjúkdómurinn
er farinn að valda mikilli skerðingu á lífsgæðum.3 Almennt er
mikilvægt að slík uppvinnsla fari ekki fram of seint, þannig að
sjúkdómurinn sé ekki of langt genginn og sjúklingur sé orðinn of
veikur fyrir aðgerð eða eigi skammt eftir ólifað.2,3,4
Vel skipulagt og reglulegt eftirlit er nauðsynlegt hjá sjúkling-
um sem hafa farið í lungnaígræðslur. Mikilvægt er að eftirlitið sé
í höndum lækna með sérfræðikunnáttu á sviði lungnaígræðslna.
Á undanförnum árum hefur verið myndaður þverfaglegur hópur
fagaðila á Landspítala og Reykjalundi sem koma að málefnum ís-
lenskra lungnaígræðslusjúklinga ásamt sérhæfðri göngudeild.
Til að tryggja framþróun lungnaígræðslna þarf að koma til
aukið framboð á líffærum og betri meðferð við langvinnri höfn-
un.18,19 Stöðugt er unnið að þróun nýrra ónæmisbælandi lyfja og
skurðtækni verður sífellt betri. Til þess að bæta árangur eftir
lungnaígræðslu og fjölga mögulegum gjafalungum, er nýlega farið
að meðhöndla gjafalungu utan líkamans í allt að sólarhring fyrir
ígræðslu.20,21 Þá eru lungun sett í öndunarvél og fá þannig súrefni.
Í gegnum æðakerfi þeirra eru settar næringarlausnir, sýklalyf og
bólgueyðandi lyf. Þannig er hægt að minnka bjúg, bólgu og sýk-
ingar í gjafalunganu fyrir ígræðslu. Á þann hátt er hægt að nota
lungu sem eru í verra ástandi en áður var gert. Líta verður svo á
að um sé að ræða meðferð á tilraunastigi. Farið er að nota þessa
meðferð í Gautaborg.
Árangur lungnaígræðslna er betri hjá stofnunum þar sem
margar ígræðsluaðgerðir eru framkvæmdar. Því er mikilvægt fyr-
ir okkur Íslendinga að halda áfram samvinnu við bestu stofnanir
á Norðurlöndum til að tryggja að lungnaígræðsla geti verið með-
ferðarmöguleiki fyrir íslenska lungnasjúklinga.
Þakkir
Starfsmönnum Landspítala og Reykjalundar er þakkað kærlega fyr-
ir aðstoð við lungnaígræðslusjúklinga allt frá því lungnaígræðslur
hófust. Sigrúnu Helgu Lund lektor í líftölfræði, Miðstöð lýðheilsu-
vísinda HÍ, er þakkað kærlega fyrir aðstoð við tölfræðiúrvinnslu.
Y F I R L I T
Heimildir
1. Hardy JD, Eraslan S, Webb WR. Transplantation of the
lung. Ann Surg 1964; 160: 440-8.
2. Rampolla R. Lung transplantation: an overview of candi-
dacy and outcomes. Ochsner J 2014; 14: 641-8.
3. Zeriouh M, Mohite PN, Sabashnikov A, Zych B, Patil
NP, Garcia-Saez D, et al. Lung transplantation in chron-
ic obstructive pulmonary disease: long-term survival,
freedom from bronchiolitis obliterans syndrome, and fact-
ors influencing outcome. Clin Transplant 2015; 29: 383-92.
4. Orens JB, Estenne M, Arcasoy S, Conte JV, Corris P, Egan
JJ, et al. International guidelines for the selection of lung
transplant candidates: 2006 update—a consensus report
from the Pulmonary Scientific Council of the International
Society for Heart and Lung Transplantation. J Heart Lung
Transplant 2006; 25: 745-55.
5. Yusen RD, Edwards LB, Kucheryavaya AY, Benden
C, Dipchand AI, Dobbels F, et al. The registry of the
International Society for Heart and Lung Transplantation:
thirty-first adult lung and heart-lung transplant
report--2014; focus theme: retransplantation. J Heart Lung
Transplant 2014; 33: 1009-24.
6. Todd JL, Palmer SM. Bronchiolitis obliterans syndrome.
The final frontier for lung transplantation. Chest 2011; 140:
502-8.
7. Weigt SS, Wallace WD, Derhovanessian A, Saggar R,
Saggar R, Lynch JP, et al. Chronic allograft rejection:
epidemiology, diagnosis, pathogenesis, and treatment.
Semin Respir Crit Care Med 2010; 31: 189-207.
8. Martinu T, Pavlisko EN, Chen DF, Palmer SM. Acute
allograft rejection: cellular and humoral processes. Clin
Chest Med 2011; 32: 295-310.
9. Meyer KC, Raghu G, Verleden GM, Corris PA, Aurora
P, Wilson KC, et al. ISHLT/ATS/ERS BOS Task Force
Committee; ISHLT/ATS/ERS BOS Task Force Committee.
An international ISHLT/ATS/ERS clinical practice
guideline: diagnosis and management of bronchiolitis
obliterans syndrome. Eur Respir J 2014; 44: 1479-503.
10. Guðmundsson G. Lungnaígræðslur. Læknablaðið 2000;
86: 587-90.
11. Stehlik J, Hosenpud JD, Edwards LB, Hertz MI,
Mehra MR; International Society for Heart and Lung
Transplantation. ISHLT International Registry for Heart
and Lung Transplantation--into the fourth decade, from
strength to strength. J Heart Lung Transplant 2013; 32:
941-50.
12. Vos R, Vanaudenaerde BM, Verleden SE, Ruttens D,
Vaneylen A, van Raemdonck DE, et al. Anti-inflammatory
and immunomodulatory properties of azithromycin
involved in treatment and prevention of chronic lung
allograft rejection. Transplantation 2012; 94: 101-9.
13. Kingah PL, Muma G, Soubani A. Azithromycin improves
lung function in patients with post-lung transplant
bronchiolitis obliterans syndrome: a meta-analysis. Clin
Transplant 2014; 28: 906-10.
14. Scheffert JL, Raza K. Immunosuppression in lung trans-
plantation. J Thorac Dis 2014; 6: 1039-53.
15. Yun JH, Lee SO, Jo KW, Choi SH, Lee J, Chae EJ, et al.
Infections after lung transplantation: time of occurrence,
sites, and microbiologic etiologies. Korean J Intern Med
2015; 30: 506-14.
16. Tanash HA, Riise GC, Ekström MP, Hansson L,
Piitulainen E. Survival benefit of lung transplantation for
chronic obstructive pulmoary disease in Sweden. Ann
Thorac Surg 2014; 98: 1930-5.
17. Burton CM, Milman N, Carlsen J, Arendrup H, Eliasen
K, Andersen CB, et al The Copenhagen National Lung
Transplant Group: survival after single lung, double lung,
and heart-lung transplantation. J Heart Lung Translant
2005; 24: 1834-43.
18. Nathan SD. The future of lung transplantation. Chest; 147:
309-16.
19. Rúnarsdóttir K, Ólafsson K, Arnarsson Á. Viðhorf
Íslendinga til ætlaðs samþykkis við líffæragjafir.
Læknablaðið 2014; 100: 522-5.
20. Popov AF, Sabashnikov A, Patil NP, Zeriouh M, Mohite
PN, Zych B, et al. Ex vivo lung perfusion - state of the art
in lung donor pool expansion. Med Sci Monit Basic Res
2015; 21: 9-14.
21. Machuca TN, Cypel M. Ex vivo lung perfusion. J Thorac
Dis 2014; 6: 1054-62.