Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 25
 LÆKNAblaðið 2016/102 233 augnhár, augnabrúnir og andlit kvölds og morgna í tvær vikur. Tea tree-olía inniheldur 4-Terpineol sem drepur Demodex-mítla.⁴ Einnig var þeim ráðlagt að auka notkun gervitára eftir þörfum og skola augu ef blautklútur kæmist í snertingu við þau. Endurkomur Tilfelli 1: Að tveimur vikum liðnum (sjá dálk T4 í töflu 1) hafði OSDI lækkað og að sögn sjúklings var „kláðinn að mestu leyti horfinn“. Enn mátti greina hrúður á augnhárum beggja augna og voru hrúðr- in fjarlægð með BlephEx rafmagnsbursta. Þar sem engar aukaverk- anir virtust fylgja notkun blautklútanna var ákveðið að skipta yfir í blautklúta sem innihalda hærri styrk af 4-Terpineol (Cliradex Bio tissue, Doral, FL 33122, USA) en Tea tree-blautklútarnir. Mælt var með notkun Cliradex-klútana á augnhár, augnabrúnir og andlit kvölds og morgna í fjórar vikur. Sex vikum frá fyrstu mítlameðferð (sjá dálk T5 í töflu I) kom í ljós að blautklútarnir höfðu verið notaðir tvisvar sinnum á dag í tvær vikur, einu sinni á dag þriðju vikuna og síðan hafði notkun þeirra verið hætt vegna sviða í húð og í kringum augu. Við skoðun kom í ljós að hrúður á augnhárum beggja augna hafði aukist. Sjúk- lingur sagðist finna fyrir augnþurrki á morgnana og kláða af og til. Í kjölfar þessara niðurstaðna var ákveðið að skipta aftur yfir í Tea tree-blautklútana og mælt með notkun þeirra kvölds og morgna í fjórar vikur. Einnig var veitt viðbótarmeðferð með doxýcýklíni í töfluformi og dexametasón-augndropum í einn mánuð. Tíu vikum eftir fyrstu mítlameðferð var líðan í augum góð að sögn sjúklings og kláðinn horfinn. Augnhár voru hrein, ekkert sjáanlegt hrúður. Niðurstöður mítlatalningar (sjá dálk T6 í töflu I) bentu til fækkunar á mítlum. Mælt var með áframhaldandi notk- un gervitára án rotvarnaefna eftir þörfum og notkun Tea tree-olíu blautklúta kvölds og morgna. Tilfelli 2: Tveimur vikum seinna var kláðinn farinn og samkvæmt sjúklingi hafði honum ekki liðið svona vel í augunum lengi. OSDI studdi frásögn sjúklings um betri líðan (sjá T4 í töflu I) og þar að auki hafði hann minnkað notkun gervitára niður í einu sinni á dag. Smávægileg hrúðurmyndun greindist á augnhárum á vinstra auga svo ný BlephEx hreinsun var gerð á því auga. Engar auka- verkanir voru af Tea tree-klútunum svo ákveðið var að skipta yfir í Cliradex-klúta sem áttu að notast í fjórar vikur, kvölds og morgna, á augnhár, augnabrúnir og andlit. Fjórum vikum síðar (sex vikum frá fyrstu mítlameðferð, sjá dálk T5 í töflu I) kom í ljós að notkun blautklútanna hafði verið lítil vegna sviða í andliti og kringum augu sem fylgdi notkun þeirra. Sjúklingur lýsti verri líðan í augum og hafði aukið notkun gervi- tára upp í þrisvar á dag. Aukning var á hrúðri í kringum augn- hár á báðum augum. Bæði augu voru hreinsuð með BlephEx og áframhaldandi meðferð með Tea tree-klútum, kvölds og morgna í fjórar vikur. Tíu vikum frá fyrstu mítlameðferð (sjá dálk T6 í töflu I), leið sjúklingnum vel í og umhverfis augun og enginn kláði var til staðar. Augnhár voru hrein (mynd 4) og talning á mítlum benti til fækkunar. Sjúklingurinn var útskrifaður með áframhaldandi notkun gervitára án rotvarnaefna eftir þörfum og notkun Tea tree olíu-blautklúta kvölds og morgna. Niðurstaða/Umræða Demodex folliculorum veldur hvarmabólgu með tilheyrandi ein- kennum. Meðferð með Tea tree-olíublautklútum gefur góða raun. Hreinsun augnhára með BlephEx er góð viðbót, þar sem erfitt virðist vera fyrir sjúklinga að þrífa nægjanlega vel hrúðrið af augnhárum heimafyrir. Höfundum er ekki kunnugt um neinar fyrri rannsóknir á hvarmabólgu af völdum Demodex-mítla í mönnum á Íslandi. Algengi mítla eykst með aldri og talið er að 84% einstaklinga, 60-70 ára, séu með Demodex-mítla en 100% þeirra sem eru 70 ára og eldri.5 Fjöldi mítla á hverjum einstaklingi er talinn vera á bilinu 1000 til 2000.2 Demodex-mítlar voru fyrst uppgötvaðir af líffærafræðingnum Jacob Henle árið 1841 og ári síðar var fyrstu tegundinni, Demodex folliculorum – hársekkjamítlinum – lýst.6 Nú eru þekktar að minnsta kosti 86 tegundir af ættkvísl Demodex, þar af tvær, Demodex foll- iculorum og Demodex brevis, sem finnast á mönnum.7 Tegundirnar S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 1. Tilfelli 2 við fyrstu komu í mítlameðferð. Sívalningslaga hrúður sést við ræt- ur augnháranna. Mynd 2. Hársekkjamítillinn Demodex folliculorum úr íslenskum sjúklingi með hvarmabólgu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.