Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 24
232 LÆKNAblaðið 2016/102
Þar sem hefðbundin meðferð skilaði í hvorugu tilfelli tilætl-
uðum árangri og enn voru sjáanleg hrúður á augnhárum, tók að
vakna grunur um hvarmabólgu af völdum Demodex-mítla.
Rannsóknir hafa sýnt að hrúðurmyndun á augnhárum fylgir
öllum klínískum tilfellum Demodex-sýkinga en hrúðrið er talið
samanstanda af fitu, keratíni og úrgangi frá mítlunum.2
Við skoðun á augnhárum í gegnum raufarlampa (stækkun x25)
komu í ljós, þegar togað var í augnhárin og þeim snúið, litlir, glær-
ir „pinnar“ sem stungust út úr opi augnhárasekkja meðfram sér-
hverju augnhári. „Pinnarnir“ urðu lengri eftir því sem snúið var
meira, jafnvel svo að þeir skildu sig frá augnhárinu. Sýni af augn-
hárum voru því tekin og send til rannsóknar á Tilraunastöð Há-
skóla Íslands í meinafræði að Keldum, þar sem þau voru skoðuð
með tilliti til mítlasýkingar.
Mítlagreining
Tilvist Demodex-mítla í sýnunum var rannsökuð með tvennum
hætti: (i) Sjónrænni rannsókn, það er með víðsjár- og smásjár-
skoðun á sýnum (stækkun x60 – x300); (ii) rannsókn á erfðaefni.
Erfðaefnið í sýnunum var einangrað með GeneMATRIX Tissue
DNA purification Kit (EURx, Póllandi), samkvæmt leiðbeining-
um framleiðanda, en við kjarnsýrumögnun (PCR-próf) var fylgt
aðferðafræði Milosevic og fleiri3 þar sem notaðir voru erfðavísar
sem bindast sértækt 16s hluta erfðaefnis hvatbera (16s mtDNA).
Afurðir kjarnsýrumögnunar voru sendar til raðgreiningar hjá
First BASE Laboratories Sdn Bhd í Malasíu. BLAST (Nucleotide Ba-
sic Local Alignment Search Tool) var keyrt fyrir sérhverja basaröð
sem magnaðist upp, til staðfestingar á tegund og þróunarfræði-
legri stöðu hennar.
Við smásjárskoðun á sýnum greindust mítlar sem samræmd-
ust lýsingum á hársekkjamítlinum Demodex folliculorum (mynd 2).
Kjarnsýrumögnun allra sýnanna skilaði 332 basapara afurð sem
samkvæmt raðgreiningu og samanburði við þekktar basaraðir
reyndist í öllum tilfellum vera Demodex folliculorum. Erfðafræðileg
samsvörun við þekktar Demodex folliculorum basaraðir úr erlend-
um rannsóknum var mikil, eða á bilinu 99,5-100%. Hins vegar var
einungis 79% samsvörun við Demodex brevis, sem enn hefur óræða
þróunarfræðilega stöðu ásamt fleiri Demodex-tegundum sem finn-
ast í spendýrum (mynd 3).
Demodex-mítlameðferð
Í kjölfar niðurstaðna var báðum einstaklingunum boðin meðferð
sem beindist gegn Demodex-mítlasýkingum. Áður en meðferð
hófst voru teknar ljósmyndir af augnhárum (sjá mynd 1). Skoðuð
voru þrjú augnhár á hverju auga og talið hversu margir mítlar
(„pinnar“) stungust út úr opi hvers augnhárasekks (sjá dálk T3 í
töflu I). Meðferð hófst með því að fjarlægja hrúður af augnhárum
með rafmagnsbursta (BlephEx - Rysurg, USA).
Báðir einstaklingarnir fengu Tea tree-olíu blautklúta (Tea
Tree Cleansing Wipes, The Body Shop) sem nota átti til að þrífa
Tafla I. Matskvarðar fyrir og eftir mítlameðferð.
Tilfelli Matskvarðar Tími
T1 T2 T3 T4 T5 T6
Meðferð H TT C TT
1:
72 ára kk
OSDI 8,3 12,5 - 6,25 5,5 6,25
MGD 6 / 5 8 o.u. - 8 o.u. 4 o.u. 8 o.u.
BUT 8 / 10 8 / 5 - 6 / 10 7 o.u. >10 o.u.
SPK ++ o.u. 0 o.u. - 0 o.u. + o.u. + o.u.
Schirmer 14/221 -
Fjöldi mítla2 4-6 o.u. 3 o.u. 3-5 o.u. 1-2 o.u.
2:
35 ára kk
OSDI 37,5 22,9 - 10,4 16,6 10,4
MGD 8 / 3 8/6 - 8 / 7 8 o.u. 8 o.u.
BUT >10 o.u. >10 o.u. - >10 o.u. >10 o.u. >10
SPK ++ o.u. +o.u. - 0 / + 0 o.u. 0 o.u.
Schirmer 12 / 16 -
Fjöldi mítla2 4-6 o.u. 3 o.u. 3-4 o.u 1-2 o.u.
T1: Hefðbundin meðferð hefst; T2: Hefðbundinni meðferð lýkur; T3: Mítlameðferð hefst ; T4: tveimur vikum eftir að mítlameðferð hefst; T5: 6 vikum eftir að mítlameðferð hefst; T6: 10
vikum eftir að mítlameðferð hefst.
H: Hefðbundin meðferð; TT: Meðferð með Tea tree-olíu; C: Meðferð með Cliradex.
OSDI -Ocular Surface Disease Index (0–100; hærri gildi gefa til kynna aukin óþægindi í augum)
MGD -Meibomian Gland Dysfunction (fjöldi opinna kirtla, 8 kirtlar eru taldir miðlægt á neðra augnloki)
BUT - tear film Break Up Time (>10 sekúndur telst eðlilegt)
SPK -Superficial Punctate Keratitis (hægra auga / vinstra auga)
Schirmer -Schirmers Type I,
1Schirmers Type II (hægra auga / vinstra auga)
2Fjöldi mítla sem stingast út úr opi augnhárasekks meðfram hverju augnhári
o.u., (oculus uterque) bæði augu
/ - Skilur hægra og vinstra auga.
S J Ú K R A T I L F E L L I