Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 14
222 LÆKNAblaðið 2016/102
(p<0,001). Í innúðahópnum fengu 20 af 30 börnum (67%) grein-
inguna LLS, sem er ekki marktækt lægra hlutfall en hjá börnum
sem fengu sterameðferð í æð (p=0,17).
Hugsanlegar aukaverkanir
Börnin í meðferðarhópnum þyngdust marktækt minna meðan á
steragjöf stóð en börnin í viðmiðunarhópnum á tilsvarandi aldurs-
bili (8,8 g/dag og 18,7 g/dag; p<0,01). Hins vegar var ekki mark-
tækur þyngdarmunur milli hópanna við 35 vikna meðgönguald-
ur (tafla II). Ekki reyndist hægt að gera samanburð á blóðsykri
milli hópanna þar sem of margar mælingar vantaði, einkum í
viðmiðunarhópnum. Ekki var marktækur munur á fjölda grun-
aðra eða staðfestra sýkinga milli hópanna tveggja. Ekki var heldur
marktækur munur á fjölda heilablæðinga né heilalömunar milli
hópanna (tafla II).
Sterameðferð á úðaformi
Marktækt færri mæðrum barna sem fengu stera á úðaformi voru
gefnir sterar fyrir fæðingu í þeim tilgangi að flýta fyrir lungna-
þroska fóstursins en í viðmiðunarhóp (p=0,012). Ekki var mark-
tækur munur á öðrum helstu klínísku þáttum milli hópanna
tveggja (tafla I).
Öll börnin sem fengu stera á úðaformi fengu budesonide
(Pulmicort®). Meðgildi upphafsskammts lyfsins var 1000 µg á dag
(spönn 500-1200 µg á dag) Meðalaldur barnanna sem fengu inn-
úðastera við upphaf meðferðar var 30,1 ± 14,4 dagar (miðgildi 27,5
dagar; spönn 10-71 dagar). Meðallengd meðferðar var 43,0 ± 21,6
dagar (miðgildi 38,5 dagar; spönn 8-86 dagar).
Súrefnisþörf og öndunaraðstoð
Meðalsúrefnisþörf barnanna sem fengu stera á úðaformi var 30,8%
(miðgildi 27,5%; spönn 21-54%) 5 dögum fyrir upphaf meðferðar,
en hafði hækkað í 31,4% á upphafsdegi meðferðar (miðgildi 29,5%;
spönn 21-47,3%), p=0,77. Meðalsúrefnisþörfin lækkaði jafnt og
þétt frá upphafsdegi meðferðar og var lækkunin orðin marktæk
á þriðja degi, 28,3% (miðgildi 26,5%; spönn 21-49%), p<0,01. Fjórt-
án dögum eftir upphaf meðferðar var hún orðin 24,7% (miðgildi
23,9%; spönn 21-42%), p<0,001. Á sama tímabili breyttist súrefnis-
þörf barnanna í tilfellahópnum ekki marktækt.
Súrefnisþörf barnanna í meðferðarhópnum var marktækt hærri
en súrefnisþörf barnanna í viðmiðahópnum alla dagana frá því
5 dögum fyrir og til og með 10 dögum eftir upphaf meðferðar.
Fjórtán dögum eftir upphaf meðferðar var munurinn á súrefnis-
þörf hópanna tveggja hins vegar ekki lengur marktækur (p=0,3)
(mynd 4).
Fimm dögum fyrir upphaf úðameðferðar voru marktækt fleiri
börn í meðferðar- en viðmiðahópnum á öndunarvél (8 á móti 0;
p=0,002) og einnig á upphafsdegi meðferðar (6 á móti 1; p=0,035).
Eftir það var munurinn milli hópanna ekki lengur marktækur.
Hugsanlegar aukaverkanir
Ekki reyndist vera marktækur munur á hugsanlegum aukaverk-
unum af völdum sterameðferðar á úðaformi milli hópanna.
Umræður
Áhrif sterameðferðar á lungnastarfsemi
Í rannsókninni voru áhrif barksterameðferðar á lungnasjúkdóm
fyrirburanna metin með því að kanna súrefnisþörf þeirra og þörf
fyrir öndunarvélameðferð. Meðal barnanna sem fengu stera í æð
fór súrefnisþörfin vaxandi síðustu dagana áður en meðferð hófst,
en minnkaði síðan marktækt næstu dagana þar á eftir. Einnig
fækkaði þeim börnum sem þurftu öndunarvélameðferð eftir að
meðferð hófst, þannig að fjórum dögum síðar voru þau orðin
marktækt færri en við upphaf meðferðar. Samsvarandi breytingu
á súrefnisþörf og þörf fyrir öndunarvélameðferð var ekki að sjá
hjá viðmiðunarhópi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niður-
stöður erlendra rannsókna sem sýnt hafa að barksterameðferð í æð
R A N N S Ó K N
Tafla II. Samanburður á hugsanlegum aukaverkunum sterameðferðar í æð milli
meðferðarhóps og viðmiðahóps (%).
Fengu stera
í æð N=28
Viðmið
N=28
p-gildi
Þyngd við upphaf meðferðar [g] 972 ± 333 980 ± 333 0,93
Þyngdaraukning á meðferðartíma
[g/dag]
8,8 ± 13,9 18,7 ± 10,9 0,005
Við 35 vikna meðgöngualdur [g]
Þyngd 1901 ± 245 1890 ± 410 0,90
Lengd 41,7 ± 0,5 42,0 ± 0,5 0,59
Höfuðummál 30,8 ± 0,4 30,5 ± 0,4 0,63
Sýkingar
- grunur um sýkingu 12 (42,9) 11 (39,3) 0,79
- sýking staðfest með ræktun 4 (14,3) 6 (21,4) 0,51
Heilablæðing 5 (17,9) 4 (14,3) 0,72
Heilalömun 1 (3,6) 3 (10,7) 0,31
Súrefnisþörf barnanna frá því 5 dögum fyrir og þar til 14 dögum eftir upphaf meðferðar.
Dagur 0 er upphafsdagur meðferðar.
- Samanburður á súrefnisþörf milli daga hjá meðferðarhópi: Dagur 0 og 3, p=0,009.
- Samanburður á súrefnisþörf meðferðarhóps og viðmiðunarhóps: Dagur -5, p<0,001;
dagur 0, p<0,001; dagur 1, p<0,001; dagur 2, p<0,001; dagur 3, p=0,002; dagur 4,
p=0,03; dagur 5, p=0,01; dagur 6, p=0,01; dagur 7, p=0,02; dagur 10, p=0,02; dagur
14, p=0,3.
Mynd 4. Samanburður á súrefnisþörf barna sem fengu sterameðferð á úðaformi
og barna í viðmiðunarhópi.