Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 241
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
andi til frambúðar með tilheyrandi kostn-
aði og skertum lífsgæðum.“
Uppruni krónískra verkja er aukaatriði
Magnús réðst að Reykjalundi árið 1985 eft-
ir að hafa numið og starfað í Gautaborg í
Svíþjóð að endurhæfingarlækningum með
verkjameðferð sem sérgrein.
„Um það leyti sem ég kom hingað var
megináherslan lögð á atferlisfræðilega
nálgun – hugræn atferlismeðferð (HAM)
var ekki til á þessum árum – þar sem
styrkja átti jákvæða hugsun sjúklings-
ins en hunsa algjörlega kvartanir og
kveinstafi hans. Þegar hugræn atferlismeð-
ferð kom fram á tíunda áratugnum vorum
við svo heppinn að hafa hér geðlækni,
Pétur Hauksson, sem hafði kynnt sér þetta
og strax var settur á laggirnar tveggja ára
skóli til að þjálfa starfsfólk okkar, meðal
annars hjúkrunarfræðinga og iðjuþjálfa,
í hugrænni atferlismeðferð. Þannig urðu
til fljótlega um tveir tugir starfsmanna
sem höfðu full tök á að veita HAM og það
nýttist strax í geðheilsumeðferðinni og
svo fljótt sem 1997 í verkjateyminu. Nú er
þetta löngu orðinn lykilþáttur í allri okkar
meðferð á þessum tveimur sviðum. Við
gerðum rannsókn á 111 sjúklingum sem
farið höfðu í gegnum HAM á verkjasviði
og niðurstaðan var sú að meðferðin skil-
aði mjög góðum árangri. Aðalstyrkur
rannsóknarinnar þegar upp var staðið
fólst hins vegar í þeirri löngu eftirfylgni
sem sjúklingunum bauðst sem tóku þátt.
Við könnuðum árangurinn eftir eitt ár og
síðan eftir þrjú ár og það sýndi sig að þeir
sem farið höfðu í gegnum HAM stóðu
mun betur að vígi eftir lengri tíma en hin-
ir sem ekki höfðu fengið slíka meðferð.“
Verkjameðferð snýst ekki um að losa
fólk við verkina að sögn Magnúsar.
„Flestir sem koma til okkar hafa verið
með króníska verki í 5 ár eða lengur en
skilgreiningin á krónískum verkjum er að
þeir hafi verið til staðar í þrjá mánuði eða
lengur. Meðferð við krónískum verkjum
snýst um að breyta viðhorfi fólks til verkj-
anna og bæta verkjavarnir einstaklingsins
sjálfs, ekki með sterkum verkjalyfjum því
þau gera nánast ekkert gagn, oftar ógagn,
þannig að líf hans verði bærilegra. Í rann-
sóknum á krónískum verkjum sýnir sig
að með réttri meðferð er hægt að draga
úr verkjum umtalsvert og þá með HAM
og öðrum hugrænum aðferðum. Uppruni
verkjanna er í rauninni aukaatriði í þessu
samhengi, þeir eru oft af óljósum líkam-
legum toga sem erfitt er að sannreyna og
meðferð hefur þá engin áhrif á. Bakverkir
eru gott dæmi enda þjáist um helming-
ur okkar skjólstæðinga af bakverkjum.
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er með
bakverki af óljósum toga. Oft á tíðum er
ljóst hvað olli verkjunum í upphafi en eftir
að bólgur og aðrar orsakir eru yfirstaðn-
ar situr fólk uppi með verkina. Afstaða
okkar lækna er sú að líta á króníska verki
sem sjálfstæðan sjúkdóm sem verður að
þjálfa sjúklinginn í að lifa við og því snýst
meðferðin og endurhæfingin um að gera
fólki kleift að lifa sem bestu lífi þrátt fyrir
verkina og láta þá ekki stjórna daglegu lífi
þess. Verkir eru alltaf raunverulegir þó
ekki sé hægt að setja fingurinn á ástæðu
þess að þeir eru til staðar. Það er lykilat-
riðið í meðferðinni að hafa það á hreinu,”
segir Magnús Ólason að lokum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Kostir sérnáms:
• Fjölbreytt starfsnám þar sem blandast heilsugæsla
í dreifbýli með bráða- og slysaþjónustu, vinna á
sjúkradeild og hjúkrunardeildum.
• Starfsnám undir virkri handleiðslu reyndra sér-
fræðinga og þátttaka í vaktþjónustu
• með lækni með sérfræðimenntun á bakvakt.
• Einstaklingsmiðuð námsáætlun.
• Hópkennsla og námsferðir með öðrum sérnáms-
læknum
• Þátttaka í vísindavinnu
• Nám samhliða starfi
• Náin samvinna við aðra lækna og annað starsfólk
starfsstöðvarinnar og við þá
• sérfræðilækna sem koma reglulega á stöðvarnar.
• Góðir tekjumöguleikar
• Húsnæði í boði
Hæfnikröfur
• Íslenskt lækningarleyfi
• Mjög góðir samskiptahæfileikar, fagmennska og
jákvæðni
• Frumkvæði, faglegur metnaður og geta til að starfa
sjálfstætt
Viltu verða sérfræðingur í heimilislækningum
og starfa á landsbyggðinni?
Laus er til umsóknar sérnámsstaða í heimilislækningum við Heilbrigðisstofnun Norðurlands Húsavík. Námsstaðan
veitist til 5 ára frá 1. september 2016. Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2016. Sérnámslæknir vinnur að
skipulagi námsins í samvinnu við mentor og/eða kennslustjóra sérnáms. Námið fer fram á heilsugæslustöð,
sjúkrahúsi og hjúkrunarheimili.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir.
Frekari upplýsingar um starfið
Á Húsavík búa um 2.400 manns, helstu atvinnugreinar eru iðnaður, þjónusta við ferðamenn, sjávarútvegur og verslun.
Leik- grunn- og framhaldsskólar eru í héraðinu. Í héraði heilsugæslunnar í S-Þingeyjarsýslu búa um 4.500 manns, bæði
í blómlegri sveit og í þéttbýli í Mývatnssveit og Húsavík. Náttúra og menning er lifandi og fjölbreytileg og atvinnuupp-
bygging í fullum gangi.
Nánari upplýsingar veitir
Unnsteinn Ingi Júlíusson - unnsteinn.ingi.juliusson@hsn.is - 464 0500
Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 455 4000
Farið skal eftir reglum um notkun merkis settum í mörkunarleiðarvísi.
HEILBRIGÐISSTOFNUN
NORÐURLANDS
HSN
MERKI
PANTONE 337
PANTONE 7694
PANTONE
AVERY 777-029- MINT
AVERY 777-027- PASSION BLUE
AVERY BÍLAMERKINGAEFNI
CMYK - FJÓRLITUR
CYAN 40% / MAGENTA 0%
YELLOW 30% / BLACK 0%
CYAN 84% / MAGENTA 40%
YELLOW 0% / BLACK 62%
RGB - SKJÁLITUR
RED 165% / GREEN 211%
BLUE 188%
RED 38% / GREEN 67%
BLUE 105%
GRÁSKALI
BLACK 100%
BLACK 40%
SVARTHVÍTT
BLACK 45%
BLACK 0%
NEGATÍFT