Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 26
234 LÆKNAblaðið 2016/102 nýta mismunandi vistir, sú fyrrnefnda finnst einkum í augnhára- sekkjum, þá oft margir saman, meðan sú síðarnefnda lifir alldjúpt í fitukirtlum (sebaceous glands og meibomian glands) en oftast aðeins stakt dýr.8,9 Fullorðnir Demodex folliculorum-mítlar eru um 0,3-0,4mm að lengd en Demodex brevis nokkru styttri, eða um 0,15-0,2mm, og báðar tegundir því ósýnilegar beru auga. Mítlarnir eru hálfgegn- sæir og pinnalaga, með fjögur fótapör á stuttum frambolnum og langan sívalningslaga afturbol. Lífsferill mítlanna er um 15 dagar. Mökun á sér stað efst í hársekkjunum en að henni lokinni fær- ir frjóvgað kvendýrið sig neðar í hársekkinn (D. folliculorum) eða inn í fitukirtill (D. brevis) þar sem það verpir eggjum sínum. Um 12 klukkustundir líða frá mökun og þar til varp á sér stað en 60 klukkustundum síðar skríða lirfur úr eggjum. Eftir það tekur við 6 sólarhringa þroskaferli sem samanstendur af nokkrum lirfustig- um þar til fullþroska einstaklingur myndast. Talið er að fullorðin dýr lifi í um það bil vikutíma. Allt bendir til þess að smit milli manna verði með beinni snertingu þar sem mítlarnir lifa stutt utan hýsils síns.6,8,9 Demodex folliculorum og Demodex brevis eru almennt taldir vera saklausar samlífislífverur húðarinnar10 en við mikinn fjölda þeirra (demodicidosis) geta þeir orsakað ýmsa húðsjúkdóma og hvarma- bólgu.5,6,10 Talið er að mítlarnir nærist á útþekjufrumum í hársekkjum og fitukirtlum sem leiði til vanstarfsemi þeirra og þar með ójafnvægis í fitulagi tárafilmunnar og bólgu á yfirborði augans. Einnig er talið að mítlarnir sjálfir og afurðir þeirra virki ónæmiskerfi hýsilsins með tilheyrandi bólgusvörun.11 Flestir mítlar drepast inni í augn- hárasekkjunum og fitukirtlunum. Þar leysast þeir upp og skilja eftir sig uppsafnaðan úrgang auk ýmissa baktería sem þeir bera með sér.12 Rannsóknir hafa sýnt að í táravökva Demodex-hýsla er meira af boðefninu interleukin -17 (IL-17) sem veldur bólgusvörun og stíflu í kirtlum, auk þess að geta valdið skaða á yfirborði aug- ans. Sýnt hefur verið fram á að meðferð með Tea tree-olíu virkar lækkandi á IL-17 gildin sem leiðir til betri líðanar hjá hýsli.13,14 Erfitt getur verið að útrýma Demodex-mítlum úr augnhárasekkj- um þar sem meðferðarheldni skiptir sköpum.14 Meðferð miðar því meira að fækkun mítlanna til að bæta líðan sjúklinga. Ýmsar með- ferðir hafa verið reyndar erlendis, einkum ýmiss konar krem sem eiga að sporna við fjölgun mítlanna og Tea tree-olía (4-Terpineol) sem drepur þá.5 Rannsóknir hafa einnig sýnt að lyfið Ivermect- in, sem notað er við meðhöndlun á ýmsum sníkjudýrum eins og þráðormum, sé gagnlegt sem viðbótarmeðferð við Demodex-sýk- ingum.15 Vísbendingar eru einnig um að augnháraburstun með BlephEx sé góð viðbót við aðrar meðferðir. BlephEx þrífur vel hrúður af augnhárum og einnig örveruhimnu sem talið er að þeki augnhvarma hjá þeim sem eru með hvarmabólgu.16 Megineinkenni augnþurrks og hvarmabólgu eru aðskotahluts- tilfinning, kláði, sviði, útferð á augnhárum, roði í hvörmum og breytileg sjón. Kláði og aðskotahlutstilfinning eru algengustu ein- kennin við hvarmabólgu vegna Demodex.2 Hvarmabólga er algengt vandamál sem oftast svarar hefðbundinni meðferð vel. Skortur á árangri við hefðbundna meðferð er algengasti samnefnari hvarma- bólgu af völdum Demodex. Einstaklingar með hvarmabólgu af völdum Demodex hafa margir reynt fjölmörg mismunandi með- ferðarúrræði vegna augnþurrks, vanstarfsemi fitukirtlanna og ofnæmis, þar með talin gervitár, ofnæmislyf og dropa, doxýcýklín um munn, steradropa og cýklósporín-augndropa. Við augnskoðun með raufarlampa er mikilvægt að leita eftir „pinnalaga“ fyrirbærum meðfram augnhárum í augnhárasekkj- S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 3. Þróunarfræðileg staða íslenska stofns Demodex folliculorum í samhengi við aðra erlenda stofna sömu tegundar sem og annarra ættleggja Demodex-tegunda, byggt á 16s mtDNA. Mynd 4. Tilfelli 2, tíu vikum eftir fyrstu mítlameðferðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.