Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 40
248 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Frygð og fornar hetjur er titill tíundu bókar Óttars Guðmundssonar geðlækn- is og rithöfundar og fjallar hún um kynlíf í Íslendingasögum, kynhegðun og hlutverk kynjanna á þjóðveldisöld. Óttar hefur þaullesið sögurnar og les á milli línanna, bregður upp sjónarhorni geðlæknisins á hegðun einstakra persóna og leggur á ýmsan hátt útaf þeim atburðum sem þar er lýst. „Í byrjun bókarinnar velti ég fyrir mér stöðu kvenna í þessu frumstæða samfélagi og færi ákveðin rök fyrir því hvernig á þeirri stöðu stendur. Eignarréttur karla á konunni tengist frjósemi hennar, karl- maðurinn vill eiga frjósemi konunnar og stjórna henni, hann slær eign sinni á kon- una og fjölgunarfæri hennar. Það verður öðru mikilvægara að börn séu rétt feðruð, en karlarnir eru alltaf hræddir um að þau séu ekki rétt feðruð og það er undirrót tortryggninnar gagnvart konum og þeim margítrekuðu skilaboðum að konum sé ekki treystandi, þær séu viðsjálar og svikular og karlmenn verði að gæta sín á þeim ef ekki á illa að fara fyrir þeim,“ segir Óttar. „Ég velti því síðan fyrir mér hvernig þetta viðhorf endurspeglast í sögunum og hversu gjörsamlega áhrifalausar konurnar eru um sitt eigið líf, þær ráða bókstaflega engu um það. Þær eru giftar mönnum sem þær hafa aldrei séð, þær eru mikilvæg skiptimynt í viðskiptum karlmanna, þær ganga bókstaflega kaupum og sölum eins og hver annar búfénaður.“ Egill var áhugalaus um konur Óttar segist alveg sannfærður um að þeir atburðir sem Íslendingasögurnar lýsa hafi raunverulega gerst og að persónur þeirra hafi verið uppi. „Ég held að þarna sé alveg raunhæf mynd dregin upp af undirokun kvenna þó endalaust megi takast á um að hve miklu leyti söguefni Íslendingasagna sé skáldskapur eða lýsing á raunverulegum atburðum. Staða kvenna í Íslendinga- sögunum er eflaust sú sama og á ritunar- tíma sagnanna og er Egilssaga gott dæmi. Kjör kvenna í Sturlungu eru jafnvel enn síðri en í sumum Íslendingasagnanna, þar eru afskaplega fáar sterkar konur sem hafa einhver áhrif á örlög karla eins og Hall- gerður Langbrók eða Guðrún Ósvífurs- dóttir. Snorri Sturluson lítur á dætur sínar sem eign sem hann getur ráðstafað að vild og hann nýtti bæði eigin hjónabönd og barna sinna til að auka áhrif sín og völd. Konur voru peð á taflborði Snorra og annarra Sturlunga sem menn tefldu fram til sigurs í skákinni. Flestir fræðimenn telja að Snorri Sturlu- son hafi ritað Egilssögu. Það er einkenni- leg staðreynd að kvennamaðurinn mikli, Snorri, skuli hafa ritað eina kynlausustu Íslendingasöguna. Egill og Snorri eiga fátt annað sameiginlegt en skáldskapargáfuna og kvennamál fá lítið rými í sögunni. Egill giftist Ásgerði ekkju Þórólfs bróður síns og þau eignuðust nokkur börn saman en að öðru leyti dvelur Snorri ekkert við lýs- ingar á þessu sambandi. Ásgerður fær lítið rými í sögunni þótt hún hafi verið gift tveimur aðalhetjum sögunnar. Hún virðist láta sér það vel líka að maður hennar dvel- Konur voru skiptimynt í viðskiptum karla ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Málverkið á bókarkápu gerði Jóhanna V. Þór- hallsdóttir eiginkona Óttars. Það sýnir Þorvald Vatnsfirðing með frillum sínum tveimur, Halldóru Sveinsdóttur og Lofnheiði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.