Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 42
250 LÆKNAblaðið 2016/102
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Í Laxdælasögu er það Guðrún Ósvífurs-
dóttir sem tryllir þá Kjartan Ólafsson og
Bolla Þorleiksson með fegurð sinni og
kynþokka og veldur dauða þeirra beggja
auk nokkurra annarra í leiðinni. Guðrún
hefur þó fengið mun jákvæðari eftirmæli
en Hallgerður þrátt fyrir ýmis líkindi með
þeim. „Þjóðin hefur alltaf talið sér trú um
að Guðrún hafi elskað þrjá eiginmenn sína
og ekki hvað síst hetjuna Kjartan Ólafsson,
sem var ástmaður hennar. Reyndar lét hún
drepa þennan sama Kjartan, en þjóðin
gerði Guðrún að heilagri konu sem hvílir
við rætur Helgafells. Guðrún er barnaleg,
hégómleg og afbrýðisöm og fellur vel að
hefndarsamfélaginu. Hún hagar sér eins
og kona á að gera í karlasamfélaginu og
semur sig að siðalögmálum samtíma síns.
Guðrún hefur verið heillandi og fögur
kona sem lærir fljótlega að vefja karl-
mönnum um fingur sér. Hún áttar sig á
viðkvæmni karlmanna sem vilja allt til
þess vinna að fá viðurkenningu og aðdáun
glæsilegrar konu. Hún afhjúpar veikleika
þeirra og kemur miklum hetjum til að líta
út og haga sér eins og vesalingar.“
Að hafa stjórn á eigin frjósemi
Óttar segir ýmislegt vera sammerkt þess-
um tveimur konum, Guðrúnu og Hall-
gerði. Feður þeirra gifta þær kornungar
eldri mönnum og hjónaböndin enda bæði
með ósköpum. „Báðar þessar stúlkur báru
sterk einkenni persónuleikaröskunar og
gelgju, svo sennilega hafa þær ekki verið
eiginmönnum sínum eftirlátar. Þær haga
sér báðar í samræmi við það. Hallgerður
vanrækti bústörfin en Guðrún eyddi öllu
því sem eiginmaðurinn gat komið hönd-
um yfir. Í báðum þessum samböndum
eiga þær sér elskhuga sem þær sinna betur
en mönnum sínum. Hjúskapur beggja
gæti verið í nútímanum með tilheyrandi
drama, framhjáhaldi og gelgjulátum.
Stúlkurnar eru reyndar báðar svo ungar
að nútímamenn myndu ekki hika við að
kalla eiginmennina barnaperra. Höfundar
sagnanna hafa fulla samúð með þessum
óhamingjusömu eiginmönnum sem héldu
sig hafa höndlað hamingjuna en hlutu
báðir dapurleg endalok.“
Það er augljóst hvar samúð Óttars gagn-
vart persónum Íslendingasagnanna liggur.
Konurnar eru fórnarlömb aðstæðna og þó
þær sterkustu geti haft áhrif á líf karlanna
í kringum sig fá þær litlu breytt um eigin
örlög.
„Ég vorkenni konum Íslendingasagn-
anna og Sturlungu. Mér finnst líf þeirra
ömurlegt og flestar eru þær undir hæl ein-
hverra karla sem stjórna lífi þeirra. Sumir
þessara karla eru sannarlega ekki öfunds-
verðir af uppeldi sínu og lífsreynslu á
unga aldri, Snorri goði er gott dæmi en
hann á ömurlega æsku og fer því mjög
tengslaraskaður út í lífið og lætur það síð-
an bitna á systur sinni Þuríði. Það réttlætir
í sjálfu sér ekki neitt en útskýrir sumt.
Meginboðskapur Íslendingasagnanna
hvað konur varðar er að þeim sé ekki
treystandi og þetta má finna í Hávamálum
þar sem beinlínis er sagt að konur séu við-
sjárverðar og ungir menn eigi að vara sig á
þessum helmingi mannkynsins.
Tilvera og réttindi konunnar í þessu
samfélagi voru algjörlega undir því komin
hversu sterkir og voldugir karlmenn voru
í kringum hana og að mínu mati þá helst
þessi staða kvenna óbreytt allt fram á 20.
öld þegar konur geta farið að stjórna frjó-
semi sinni án afskipta karla.“
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN)
auglýsir eftir lækni í afleysingar í eitt ár
á heilsugæslustöðinni á Dalvík.
Auglýst er eftir sérfræðingi í heimilislækningum eða
almennum lækni í 100% stöðu eða annað starfshlutfall skv.
samkomulagi í rúmt eitt ár, frá 1. júlí 2016 til 31. júlí 2017,
við HSN Dalvík.
• Kröfur um hæfni og menntun er hægt að nálgast á
www.hsn.is eða á síðunni http://www.starfatorg.is þar
sem tekið er á móti umsóknum rafrænt.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra
og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur um störfin eru til 10. maí 2016 og eru
störfin veitt skv. nánara samkomulagi.
Upplýsingar um störfin veita:
Guðmundur Pálsson, yfirlæknir HSN Dalvík í síma 466-1500
eða Gudmundur.palsson@hsn.is
Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri í síma 460-4672, 892-
3091 eða thorhallur.hardarson@hsn.is