Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 20
228 LÆKNAblaðið 2016/102
Algengasta ábending hjá íslenskum sjúklingum fyrir lungna-
ígræðslu var LLT (33,3%), sem einnig er í samræmi við skýrslu IS-
HLT þar sem 32,6% ábendinga var LLT.
Algengasta aðgerðin var lungnaígræðsla beggja vegna og er
það einnig í samræmi við gagnagrunn ISHLT. Meðalaldur ís-
lenskra sjúklinga var 45 ár við ígræðslu og er það sambærilegt við
alþjóðlegar tölur en eftir 2002 hefur meðalaldur farið hækkandi og
er nú um 55 ár.5,11
Eins og annars staðar eru fylgikvillar eftir lungnaígræðslur al-
gengir hjá íslenskum sjúklingum. Bráðahöfnun átti sér stað hjá 8
af 20 sjúklingum en þrátt fyrir þróun í gjöf ónæmisbælandi með-
ferðar við ígræðslu er þetta mikið vandamál eftir lungnaígræðslu
og allt að þriðjungur lungnaþega fær bráðahöfnun á fyrsta ár-
inu.3,8 Einkenni bráðrar höfnunar eru oft lúmsk og skimað er eftir
bráðahöfnun með berkjuspeglun einum, þremur og 12 mánuðum
eftir ígræðslu og ef marktæk versnun verður á öndunarprófum.9
Ef lungnaþegi finnur fyrir breytingu á almennri líðan eða fær
öndunareinkenni án augljósrar skýringar, er mikilvægt að útiloka
og meðhöndla bráðahöfnun. Sjúklingar sem fá bráðahöfnun eru
í aukinni hættu á að fá langvinna höfnun. Það er sá fylgikvilli
sem er algengastur og hvað erfiðastur viðureignar.6,7,9 Helmingur
íslenska þýðisins hefur verið greindur með langvinna höfnun sem
er algengasta dánarorsök lungnaþega. Langvinn höfnun leiðir
til skertra lífsgæða og hjá sumum til dauða.6,7,9 Meðferðarúrræði
langvinnrar höfnunar eru takmörkuð. 6,7,9 Á rannsóknatímabilinu
varð framþróun í meðferð langvinnrar höfnunar þegar hafin var
meðferð með azitromycíni í lágum skömmtum sem er talið hafa
bólguhamlandi áhrif og seinka höfnunarferlinu.12,13 Einnig er skipt
yfir í nýrri höfnunarlyf sem talin eru hafa meiri bólguhemjandi
áhrif.14 Í völdum tilvikum má íhuga endurígræðslu.
Sýkingar eru annar algengur fylgikvilli. Lungnaígræðslur
greina sig frá öðrum líffæraígræðslum að því leyti að lungun eru
opin fyrir umhverfinu og því útsettari fyrir sýkingum en önnur
ígrædd líffæri. Á síðustu 10 árum voru öndunarfærasýkingar, bæði
veiru- og bakteríusýkingar, algengustu sýkingar hjá íslenskum
lungnaþegum. Það er svipað og í öðrum rannsóknum. Rannsókn
frá Suður-Kóreu sýndi að fyrsta mánuðinn eftir ígræðslu voru
blóðsýkingar tengdar leggjum algengustu bakteríusýkingarnar.15
Eftir fyrstu 6 mánuðina voru lungnabólgur algengustu bakter-
íusýkingarnar. Cytómegalóveirusýking var algengasta veirusýk-
ingin fyrstu 6 mánuðina eftir ígræðslu en eftir það voru sýkingar
af völdum öndunarfæraveira algengastar.
Miðgildi lifunar sjúklinga eftir lungnaígræðslu er samkvæmt
skýrslu alþjóðlegu hjarta- og lungnaígræðslusamtakanna 5,7 ár
og eins, 5, og 10 ára lifun 80%, 53% og 32%.5,11 Samanburður við
íslenska þýðið takmarkast af smæð þýðisins en lifunartölur hjá
okkar sjúklingahópi voru ívið betri en þessar tölur frá ISHLT. Rétt
er að benda á að tveir íslenskir sjúklingar hafa lifað mjög lengi
og að langflestar ígræðslur á íslenskum sjúklingum voru gerðar
árið 2012 og því ekki kominn langur eftirfylgdartími fyrir þá.
Tafla III. Algengir fylgikvillar lungnaígræðslna.
Fylgikvillar Fjöldi sjúklinga
Líffærahöfnun
Bráðahöfnun (staðfest með vefjasýni) 8
Á fyrsta ári eftir ígræðslu 4
Meira en einu ári eftir ígræðslu 4
Langvinn höfnun 10
Mótefnaskortur (IgG) 3
Nýrnabilun
Stig 2, GSH >60-89 mL/mín/1,73 m2 10
Stig 3, GSH 30-59 mL/mín/1,73 m2 8
Stig 4, GSH 15-29 mL/mín/1,73 m2 1
Stig 5, GSH <15 mL/mín/1,73 m2 1
Krabbamein
Húðkrabbamein 3
Eitilfrumukrabbamein 1
GSH: gaukulsíunarhraði
Tafla IV. Sýkingar hjá lungnaþegum frá árinu 2006 til 2015.
Sýkill <1 ár frá
ígræðslu
>1 ár frá
ígræðslu
Samtals
Bakteríur
Gram-neikvæðar
Acinetobacter
baumanni
1 1* 2
Eschericia coli 1 1
Klebsiella oxytoca 1 1
Pseudomonas
aeruginosa
1 1 2
Stenotrophomonas
maltophila
2 2
Moraxella
catarrhalis
1 1
Enterobacter
cloacae
1 1
Bordetella
parapertussis
1 1
Gram-jákvæðar
Enterococcus sp 2 1
Actinomyces 1 1
Mýkóbakteríur 0 0 0
Sveppir
Candida sp. 2 1
Aspergillus sp. 2 2 4
Pneumocystis
jiroveci**
1 1
Veirur
Cytomegalovirus*** 5 1 6
Öndunarfæraveirur
(PCR)
1 6 7
* Sýking í kinnholum
** Áður Pneumocystis carinii
*** Skilgreint sem ≥-500 eintök á PCR á sermi (upplýsingar fyrir 14 sjúklinga).
Y F I R L I T