Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 245
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
kvenfélag Hringsins, en félagskonur veittu
verulegu fjármagni til deildarinnar og
stuðluðu að hraðari uppbyggingu hennar.
Sérstök bygging var loks reist til að
sinna sjúkrahúsþjónustu fyrir veik börn.
Nýr Barnaspítali Hringsins var tekinn í
notkun vorið 2003. Sú bygging var einnig
styrkt mjög myndarlega af Hringskonum.
Bygging spítalans fór af stað áður en tekin
var ákvörðun um að sameina Landspítal-
ann og Sjúkrahús Reykjavíkur (1996-2000).
Töluverð endurskipulagning starfsem-
innar var því nauðsynleg á byggingar-
tíma. Staðsetningin var ákveðin meðal
annars með það í huga að tengsl vöku-
deildar og fæðingardeildar væru góð.
Ásgeir fór yfir aðkomu barnalækna að
kennslu í læknadeild HÍ, vísindastarfsemi
og doktorsnám þeirra. Kristbjörn varð
fyrsti prófessorinn í faginu. Víkingur
Heiðar Arnórsson (1924-2007), sem hlaut
sérfræðiviðurkenningu 1961, var skipaður
næsti prófessor í barnalæknisfræði 1974 og
gegndi því hlutverki þangað til Ásgeir tók
við árið 1995. Fram kom í umræðum með
Ásgeiri að fyrsti íslenski barnalæknirinn
til að verja doktorsritgerð í barnalækn-
isfræði við Karolinska (1988) var Birgir
Jakobsson (f. 1948) núverandi landlæknir.
Stuttu síðar, árið 1989, varði Atli Dag-
bjartsson (f. 1940) doktorsritgerð sína við
HÍ. Alls hafa vel á annan tug barnalækna
lokið doktorsnámi og eru nokkrir í slíku
námi. Einnig kom fram að barnalæknar
hafa verið virkir í vísindavinnu. Vísinda-
greinar, nemaverkefni og ritgerðir skipta
hundruðum. Þá nefndi Ásgeir einnig
mikinn og almennan áhuga barnalækna á
kennslu.
Þröstur Laxdal (f. 1935) fór yfir fyrstu
árin sín sem barnalæknir og á bæjarvökt-
um í Reykjavík eftir að hann kom heim frá
Bandaríkjunum síðla árs 1968. Hann fékk
ásamt Sævari Halldórssyni (1934-2008)
sérfræðingsstöðu á barnadeild Landakots-
spítala í ársbyrjun 1969. Fyrir ráðningunni
stóð yfirlæknir spítalans, Dr. Bjarni Jóns-
son (1909-1999). Yfirlæknir og eini læknir
barnadeildarinnar frá formlegri stofnun
hennar 1961, Björn Guðbrandsson (1917-
2006), var henni mótfallinn, taldi fram hjá
sér gengið um samráð og sýndi andúð
sína með ýmsu móti, eins og fram kem-
ur í sjálfsævisögu hans frá 1987. Þröstur
lýsti ýmsum tilfellum sem hann þurfti að
fást við og mjög áhugavert var að heyra
Barnalæknar komu saman í húsnæði læknafélaganna í Hlíðasmára 8 og fóru yfir hálfrar aldar sögu síns félags.
Þórður Þórkelsson er yfirlæknir á vökudeildinni þar sem yngstu hjörtun á landinu
hamast við að slá.
Magnús Stefánsson var yfirlæknir barnadeildar Sjúkrahúss Akureyrar.