Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.05.2016, Blaðsíða 44
252 LÆKNAblaðið 2016/102 Hugmynd að dagskrá fyrir Læknadaga? Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Læknadaga 16. – 20. janúar 2017 eru beðnir að fylla út umsóknarblað á innra neti Læknafélagsins (lis.is undir TENGLAR) og senda til Margrétar Aðalsteinsdóttur margret@lis.is fyrir 10. maí næstkomandi. Undirbúningsnefnd M yn di r: M ar gr ét A ða ls te in sd ót tir Heimilislæknaþing Félags íslenskra heimilislækna verður haldið á Grand Hótel dagana 7. -8. október 2016. Skráning er á thorunn@islandsfundir.is fyrir 2. september. Eins og á fyrri þingum verða kynntar rannsóknir, rannsókn- aráætlanir og þróunarverkefni í erindum og veggspjöldum. Útdráttum (sjá leiðbeiningar) skal skila til Emils L. Sigurðs- sonar á emilsig@hi.is og er skilafrestur til 26. ágúst næstkom- andi. Ágripin verða birt í sérstöku riti þingsins. • Útdráttur á rannsókn skal rúmast á einu A4-blaði með hefð- bundnum spássíum og hægri jöfnun. Texti getur að jafnaði verið um 300-350 orð. • Letur: Times New Roman. • Leturstærð 16 í fyrirsögn og 14 í megintexta. • Nota skal lágstafi í fyrirsögn. • Á eftir fyrirsögn koma nöfn höfunda. • Undirstrikið nafn flytjanda/aðalhöfundar ásamt vinnustað hans og tölvupóstfangi. • Ef um hefðbundna megindlega rannsókn er að ræða skal megin- texta skipt í: • Bakgrunnur; Tilgangur; Efniviður og aðferðir; Niðurstöður og Ályktanir. Framsetning eigindlegra rannsókna getur verið frjáls- legra, en kaflaskipti æskileg. Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir heimildalista í útdrætti. Þinginu lýkur með aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna laugardaginn 8. október. Nánari dagskrá verður send í tölvupósti til félagsmanna þegar nær dregur. Fyrir hönd undirbúningsnefndar, Emil L. Sigurðsson og Þórdís Anna Oddsdóttir Heimilislæknaþingið 2016 í Reykjavík 7.-8. október

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.