Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 12
kallaðar CFC-reglur til að girða fyrir
löglegar hagsbætur af því að skrá fé-
lög í skattaskjólum sá Geir H. Haarde
fjármálaráðherra ekki ástæðu til að
leggja fram frumvarp þar um. Arf-
taki hans, Árni M. Mathiesen, gerði
það ekki heldur. Það var ekki fyrr en
fimm árum síðar að Steingrímur J.
Sigfússonar fjármálaráðherra lagði
fram slíkt frumvarp í tíð minnihluta-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur
strax eftir Hrun.
Það mun án efa koma í ljós að
stærsti hluti þeirra íslensku félaga
sem koma fram í Panama-skjölunum
voru stofnuð á þessum fimm árum
sem liðu frá því að fjármálaráðherrar
Sjálfstæðisflokksins voru eindreg-
ið hvattir til að fara að dæmi siðara
landa og loka fyrir þessi aflandsvið-
skipti og þar til vinstri stjórnin lét
verða að því eftir Hrun.
Þegar í ljós hefur komið að tveir
af ráðherrum sjálfstæðismanna áttu
slík aflandsfyrirtæki og tveir borgar-
fulltrúar að auki, auk þess sem gera
má ráð fyrir að margir áhrifamenn
í flokknum eigi eftir að bætast við
listann á næstum vikum er ekki hægt
að draga aðra ályktun af áhugaleysi
sjálfstæðisráðherranna í fjármála-
ráðuneytinu en að þeir hafi einfald-
lega metið einkahagsmuni meira en
almannahagsmuni. Í það minnsta
unnu þeir á skjön við yfirvöld í öðr-
um löndum Vesturlanda, drógu lapp-
irnar á meðan kollegar þeirra í öðrum
löndum lagfærðu lög til að ná utan
um vandann.
Ríkur þáttur í menningunni
En hvernig stendur á því að ráðherrar
stærsta flokks á Íslandi horfa vísvit-
andi framhjá skattaundanskotum?
Hluti svarsins við þeirri spurningu
liggur í íslenskri viðskiptasögu.
Umboðslaunin voru
talin helsta skýringin
á háu innkaupsverði
en einnig voru
nefndir fjórir aðrir
þættir: milliliðir, óhag-
kvæmni, fjármagns-
kostnaður og sérstaða
landsins. Þessir
áhrifaþættir voru
taldir nema 14–19% af
innkaupsverði.“
Guðmundur Jónsson
sagnfræðingur
12 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
fylla væntingar íbúanna um jafnt
aðgengi að menntun og heilbrigði.
Stjórnvöld brugðust víðast við með
því að lækka skatta á efnafólk og fyr-
irtæki til að draga úr hag af því að
nota skattaskjól. Þetta leiddi til sam-
keppni milli landa þar sem hvert land
reyndi að laða til efnafólk og stór-
fyrirtæki með lægri skattgreiðslum.
Óréttlætið sem skattskjólin höfðu ýtt
undir var þannig flutt inn til Evrópu.
Þetta fór út í mikla öfga á Íslandi. Hér
hafa stóru iðnfyrirtækin borgað litla
sem enga skatta og um tíma fór fjár-
magnstekjuskattur niður í 10 prósent
á meðan tekjuskattur var nærri 40
prósentunum auk þess sem margs-
kyns skattfríðindi fylgdu hlutabréfa-
viðskipum og annarri fjármálastarf-
semi.
Samhliða þessu reyndu stjórn-
völd í Evrópu síðan að brjóta niður
skattaskjól í öðrum heimshlutum.
Þegar dregið hafði verið úr þeim hag
sem fólk og fyrirtæki höfðu af því að
stunda viðskipti í gegnum aflandsfé-
lög sátu þeir eftir sem vildu fela eða
þvo peningana eða svíkja undan
skatti.
Það varð samfélagslega óásættan-
legt fyrir venjulegt fólk að tengjast
þessum félögum. Það átti ekki við um
stórfyrirtæki og harðsvíraða bisness-
menn, enda láta þessi fyrirbrigði al-
mennt viðurkennd samfélagsleg við-
mið ekki hemja sig.
En þetta átti klárlega við um stjórn-
málamenn og aðra sem boðið hafa
sig fram til að vinna að almennahags-
munum. Í flestum löndum Vestur-
Evrópu hefur almenningur og fjöl-
miðlar litla þolinmæði til að hlusta
á skýringar þeirra stjórnmálamanna
eða opinberu starfsmanna sem reyna
að réttlæta tengsl sín við aflandsfé-
lög. Þegar viðtalið við Sigmund Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra var
sýnt í sjónvarpsstöðvum um alla Evr-
ópu undraði fólk sig á að hann skyldi
ekki segja upp í viðtalinu sjálfu og
enn meira að hann skyldi ekki segja
af sér um leið og viðtalið var sýnt. Það
vakti furðu að hann skyldi þó endast
þessa 44 tíma sem hann reyndi að
hanga á völdunum með útskýringar
á að viðskipti í gegnum aflandsfélög
gætu verið eðlileg og ásættanleg fyrir
stjórnmálamann.
Stjórnvöld styðja svikin
Þessi staða íslensku ráðherranna sýn-
ir vel að við Íslendingar höfum misst
af nokkrum blaðsíðum í sögu Vestur-
landa. Þetta er lýsandi fyrir vanþrosk-
aða stjórnmálamenningu en bend-
ir einnig til djúpstæðrar spillingar í
samfélaginu.
Viðskipti með aflandsfélög eru svo
algeng á Íslandi að þrír ráðherrar
tengjast slíku á meðan það finnst að-
eins einn annar ráðherra í Vestur-Evr-
ópu í sömu stöðu, 1 af 322. Viðskipti
með aflandsfélög þykja svo sjálfsögð
á Íslandi að báðir formenn stjórnar-
flokkanna og annar varaformaður
eiga slík félög. Viðskipti með afla-
ndsfélög þykja þannig ekki bara sjálf-
sögð heldur er samfélagið líklega að
lyfta þeim sem eiga slík félög í áhrifa-
stöðu en þeim sem ekki tengjast afla-
ndsfélögum.
Ein ástæðan er náttúrlega sú að ís-
lensk stjórnvöld hafa ekki lagt sömu
áherslu á að berjast gegn aflandsfé-
lögum og stjórnvöld í næstu lönd-
um. Þegar skattsvikanefnd Snorra
Olsen, Indriða H. Þorlákssonar og
Skúla Eggerts Þórðarsonar lagði það
til árið 2004 að teknar yrðu upp svo-
Hverjir nota skattaskjólin?
Hvað munum við sjá þegar fleiri Panamaskjöl verða opinberuð?
Gamlir peningar
Það er ein af afleiðingum íslensku krónunnar að gamlir peningar
eru nánast ekki til á Íslandi. Krónan étur upp allan auð sem ekki
er bundinn fasteignum eða fyrirtækjum í rekstri. Þó má vera að í
Panama-skjölunum finnist sjóðir einhverrar gamallar ættar.
Heildsalapeningar
Þar sem undanskot undan gjaldeyrislögum hafa viðgengist á Ís-
landi svo lengi sem gjaldeyrishöft hafa verið við lýði þá hafa ís-
lenskir inn- og útflytjendur ávallt átt digra sjóði utan Íslands. Sumt
í frásögn af aflandsfélagi Júlíusar Vífils Ingvarssonar bendir til að
uppruni hans sjóða megi rekja til viðskipta fjölskyldufyrirtækisins
Ingvars Helgasonar hf.
Bólupeningar
Á árunum fyrir Hrun voru mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki keypt
upp með lánsfé á svimandi háu verði. Þetta fólk vann í happdrætti
bóluáranna, fékk margfalt verð fyrir fyrirtækin. Söluverðið var
síðan afskrifað í bönkunum þar sem kaupendurnir voru sjaldnast
borgunarmenn fyrir því. Seljendur fluttu hins vegar söluverðið
eða hluta þess gjarnan úr landi. Bankinn sem lánaði kaupanda var
oft jafnframt þjónustubanki seljenda og ráðstafaði fénu stundum
aftur inn í bankann með kaupum á hluta- eða skuldabréfum hans
sjálfs. Frásögn Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur og Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar fellur að þessum söguþræði.
Hrun-peningar
Þegar ljóst var í hvert stefndi reyndu útrásarvíkingar og fleiri að
koma einhverju fé undan fyrirsjáanlegum skiptum á fyrirtækjum
sem voru augljóslega á leið á hausinn. Sum þessara mála hafa
orðið að sakamálum en önnur eru óþekkt.
Kvótapeningar
Það má vel vera að kvótafyrirtæki noti aflandsfyrirtæki í útflutn-
ingi á fiskafurðum á svipaðan hátt og síldarspekúlantar og salt-
fiskútflytjendur gerðu á síðustu öld. Þá má einnig búast við að ein-
hverjir af þeim sem selt hafa kvóta á undanförnum áratugum séu
á meðal þeirra sem eiga félög í Panama-skjölunum.
Kaupréttarpeningar
Kaupréttarfélög bankanna voru vistuð á aflandseyjum og munu
án efa koma upp í skjölunum. Frásögn Ólafar Nordal vísar til
þeirra mála þótt eiginmaður hennar hafi ekki unnið í banka
heldur í álveri.
Flókin viðskipti
Fyrir Hrun hafði fólk óendanlegt þol fyrir flóknum viðskiptum,
jafnvel í kringum jafn einföld viðskipti og kaup á íbúð eins og sjá
má af frásögn Bjarna Benediktssonar. Slík félög eru ábyggilega
mýmörg í Panama-skjölunum en einnig félög sem stofnuð voru
kringum stærri og flóknar viðskipti.
Þegar Landsbankinn kynnti aflandsfélög fyrir viðskiptamönnum sínum þurftu sölumennirnir ekki að halda
langar ræður. Aflandsfélögin voru eins og klæðskerasaumuð að íslenska viðskiptamódelinu.