Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 36
Mynd | Hari Kristinn er 27 ára gamall og er með geðhvörf. Hann hefur þrisvar sinnum upplifað maníu, eða örlyndi, en 25 sinnum djúp þunglyndistímabil. Lífsreynslan Kristinn Rúnar Kristinsson Allsber á Austurvelli „Manían fer vanalega af stað með vorinu, það er ekki hægt að fá maníu í myrkri. Þegar þú hefur verið í vanlíðan í marga mánuði en finnur svo fyrir vellíðan þá langar þig ekki til að gera neitt í málunum. Auðvitað er skynsamlegast að fara upp á geðdeild, en þú vilt ekki gera það sem er skynsamlegast,“ segir Kristinn Rúnar Krist- insson. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Kristinn er 27 ára gamall og er með geðhvörf. Hann hefur þrisvar sinn- um upplifað maníu, eða örlyndi, en 25 sinnum djúpt þunglyndi. Kristinn hefur á undanförnum mánuðum heimsótt gagnfræða- skóla til að segja frá sinni upplifun af veikindum sínum. Hann hefur hitt 170 krakka á sex vikum, flestir þeirra vita hvað þunglyndi er en afar fáir vita hvað manía er. „Síðasta manía kom í byrjun júní í fyrra og hófst með því að ég fór að stunda ræktina af miklu kappi. Ég fór að mæta svona þrisvar á dag og skóf sjö kíló af fitu í burtu á níu dögum. Orkan varð svo svakaleg að ég þurfti ekki að sofa nema þrjá tíma á nóttu en í þunglyndinu þá sef ég þrettán tíma. Pabbi, sem er minn besti vinur, reyndi að ræða við mig en það er ekki hægt að rökræða við mann í maníu. Ég var svona 120 kíló en tók öfga- fulla spretti í ræktinni, hljóp þar á brettinu og bara naut þess að fólk horfði á mig því mér fannst ég svo flottur,“ segir Kristinn og hlær. „Það er mikilvægt að geta litið á þessi veikindi í kómísku ljósi og ég hef aldrei skammast mín fyrir það hvernig ég hegða mér þegar ég er veikur.“ „Þann þrettánda júní fór ég svo beint úr ræktinni og niður á English Pub í miðbænum. Þar leið mér eins og algjörum kóngi, stóð í dyrunum og fann að allir sem komu inn á barinn voru þar vegna mín. Það var mikið líf í bænum og ég heyrði útundan mér að það væri „Free the nipple“ samkoma í gangi. En þegar Ameríkani sem ég hafði verið að ræða við spurði mig hvað væri í gangi sagði ég honum að það væri að safnast saman fólk í bænum vegna mín, það ætti að krýna mig sem forseta og að það ætti að færa þjóðhátíðardaginn frá 17. júní yfir á 13. júní, því það væri happatalan hans pabba og hefði líka alltaf verið happatalan mín. Ég man þetta allt í smáatriðum en ég held að mjög aftarlega í hausnum hafi ég vitað að ég væri að bulla.“ „Svo geng ég út af barnum og yfir á Kaffi París, með því að smeygja mér á milli allra borðanna sem voru þétt setin fyrir utan og tek nokkrar íþróttaæfingar á leið- inni. Það hafa örugglega verið um 2000 manns á Austurvelli og mér fannst ég þurfa að komast að svið- inu. Það var allt fullt þarna af ber- brjósta stelpum og mér fannst ég geta gert þeim mikinn greiða með því að strípalingast þarna með þeim. Svo ég fór úr öllum fötunum og stillti mér vandlega upp framan við styttuna af Jóni Sigurðssyni með lokuð augu í algjöru „zoni“. Mér fannst þetta svo rétt.“ „Næst var ferðinni heitið á Ingólfstorg þar sem ég sá nokkra hjólabrettastráka, vini Guðna heitins bróður míns. En á leiðinni þangað vatt kona sér upp að mér fyrir að hafa berað mig en ég sagði henni að vera ekkert að skipta sér af, svo hún hringdi á lögregl- una. Á torginu byrjaði ég að þjálfa hjólabrettstrákana því við vorum að fara að halda þarna risahjóla- brettasýningu. Þó ég hafi aldrei kunnað neitt á hjólabretti vissi ég að þetta væri köllun mín. Mamma eins stráksins byrjaði að taka myndband af stráknum sínum en ég sagði henni að fara norður og niður þar sem hún væri að skipta sér af “showinu”. Sem varð til þess að hún hringdi í lögregluna. Á endanum kom löggan og keyrði mig heim þar sem ég fékk mér köku og mjólk og fór svo í heita pottinn.“ „Eftir að hafa safnað smá orku fékk ég þá flugu í hausinn að fara að stjórna umferðinni á Digranesvegi þar sem við búum. Þar stóð ég og öskraði á fólk eða klappaði fyrir því eftir því hver frammistaðan í akstrinum var. Þegar ég sá lögguna nálgast fór ég aftur í heita pottinn og reyndi að sýnast alveg rólegur þegar hún svo mætti á svæðið. Það þýddi ekkert fyrir þá að ná mér upp úr fyrr en Biggi lögga mætti, þá fannst mér vera kominn gamall vinur sem ég gæti treyst, fór upp úr og lagðist á magann í grasið svo þeir gætu handjárnað mig. Því þá vissi ég að ég væri kominn á endastöð.“ 36 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ E RT U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum marg skiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sól - gleraugu eða varagleraugu. ** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sam bærileg vara á meginlandi Evrópu.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.